Það vantar rúgmjölið í slátrið.

„Það vantar rúgmjöl í slátrið“ sagði gömul kona í sjónvarpsfréttunum í gærkvöldi. Fyrir mér var það staðfesting á að kreppan er komin og byrjuð að bíta fyrir alvöru. Í ártugi hefur rúgmjölið ekki vantað.

Auðvitað gæti maður núna eytt tíma sínum í agnúast út í þá er maður telur að  hafi skapað það ástand er nú er komið upp, ausið úr skálum reiði sinnar. En það þjónar ekki tilgangi núna. Nú er þörf á að leita leiða til að gera eitthvað uppbyggjandi , að hjálpa þeim er sem sárt eiga um að binda. Að reyna að koma auga á ljósið framundan.

Ég fann það á sjálfum mér nú í morgun að líðan mín hafði breyst frá í gær. Alvaran var komin nær og  sú absúrd staða sem uppi var önnur í dag. Þá er komin tími til að huga að raunveruleikanum.

Þjóðfélagið er að breytast, og gildin verða önnur. Nú róa mörg heimilin í landinu lífróður við að halda í horfinu, sjálfsmynd margra tekur niður og hlutir sem áður voru ekki vandamál, gætu orðið að stórum fjöllum ef við gætum ekki að. Nú þurfum við að gæta hvors annars  sem aldrei fyrr.

Því fyrr sem við sættum okkur við þær breytingar sem orðið hafa á högum okkar, og við horfum fram á vegin reiðilaust  því auðveldari verða umskiptin. Nú er tíminn til að endurmeta þarfir og kröfur ,finna þau gildi sem fleytt geta manni yfir erfiðleikana. Þau gildi finnum við hver með sínum hætti , sumir í trúnni aðrir á annan hátt. Nú er það kærleikurinn og bjartsýnin sem fleytir okkur áfram yfir erfiðustu hjallana. Það gæti orðið okkar rúgmjöl í framtíðinni og  bundið okkur saman í þeirri baráttu sem framundan er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið mikið sammála þér þarna...þetta er ansi góð lexía sem allir þurfa að læra, stórir sem smáir. Ég held það takist hjá sem flestum, en svo eru alltaf til sjálfumglaðir riddarar sem halda áfram samsærinu sínu...nema þeir lendi í steininum þegar ríkið fer í allsherjar rannsókn á bankastarfsemi riddaranna.

Harpa (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Líney

Já ég var einmitt að hugsa um þetta áðan,það er erfitt að skera   niður lúxusinn sem  fólk er orðið vant. Kaffihúsaferðir,skemmtanir s.s  bíó og djamm, öll  umfram neyslan,öll flottu fötin og húsgögnin sem við  verðum að eignast helst í gær,flotti bíllin sem verður að toppa bíl nágrannans,áskriftir að tímaritum etc....

Endalaust hægt að telja upp hluti sem teljast til lúxus.....

Verst svíður manni þó almennisálitið í  td Bretlandi,þar sem íslendingar eru allir upp til hópa skúrkar,það er bara ekki svo.Það eru fáir menn  sem bera  ábyrgð  á öllum ósköpunum og þá á að draga til  ábyrgðar.

Við berum okkur endalaust saman við  aðrar þjóðir og viljum líkja eftir þeirra reglum og viðmiðum ,því ekki þessa reglu líka,að láta menn sæta ábyrgð?

Líney, 8.10.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.