Fimmtudagur, 9. október 2008
Nú verður að stöðva fílinn
Undanfarnar tvær vikur hefur fíllin vaðið laus í postulínsbúðinni, og nánast tekist að brjóta þar allt sem unnt hefur verið að brjóta. Áhorfendur og hluti af þeim sem stjórna verlsunarmiðstöðinni hafa verið sammála um að nauðsynlegt hefði verið að koma fílnum út og í búr þar sem hann gæti dvalið engum til ama. Eitthvað hefur það þó valdið verslunarstjóranum vandræðum, því fíllinn hefur verið innan sjóndeildarhrings hans allt hans líf, og hann telur meira að segja að fíllin hafi verið honum til hjálpar þegar að stjórnun verslunarmiðstöðvarinnar kemur.Þeir tala sama mál, sem að vísu enginn annar skilur.
Nú verður stjórn verslunarmiðstöðvarinnar að koma saman og gera verslunarstjóranum það ljóst, þrátt fyrir dálæti hans á dýrinu að komin sé tími til að leiðir skilji. Fíllinn sé orðin svo villtur að hann er byrjaður að ráðast á burðarsúlur hússins, og verði ekkert gert sé þess ekki langt að bíða að húsið hrynji, og nú þegar sé svo komið að enginn treysti sér þarna inn vegna þess að burðarstoðirnar séu laskaðar. Þetta verður að gera verslunarstjóranum ljóst, því ekki verður hægt að laga húsið með fílinn innan dyra. Burt með fílinn
FME yfirtekur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
góður pistill
Líney, 9.10.2008 kl. 09:35
Kapítalisminn er hruninn !!!!
Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!
Dís
Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.