Forystu Samfylkingarinnar er enginn vandi á höndum!!!

 

Nú er erfitt að meta hver þau skilaboð voru sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi af sjúkrasæng sinni nú í kvöld, en ekki fannst mér það nú hljóma vel eins og það var sagt. Bæði Ingibjörgu og allri forystu flokksins er fullkunnugt um hver vilji flokksmanna í þessu máli, um það vitna samþykktir flokksfélaganna sem hafa þar um ályktað. Þau vilja slíta þeim stjórnarsáttmála sem nú er við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki í haust, heldur ekki í vor, heldur núna.

Nú er það svo að stjórnmálaflokkar samanstanda af fólki með ákveðnar lífsskoðanir sem sameinast hafa undir einum hatt til að vinna þeim brautargengi. Það sama fólk hefur valið sér forystu til að tala fyrir sameiginlegum skoðunum flokksmanna, ekki að mynda þær eða búa til nýjar. Almennir félagar í Samfylkingunni hafa sagt sína skoðun sem er alveg skýr. Við viljum ekki lengur taka þátt í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Sú ákvörðun er ekki til kominn bara sísvona, heldur að vandlega hugsuðu máli. Við höfum séð að á skoðanir okkar er ekki hlustað svo sem glöggt má sjá til að mynda í máli seðlabankastjórans, sem enn situr þrátt fyrir bókanir okkar þar um. Við sjáum líka að ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist í neinu breyta stefnu sinni til aðildarviðræðna til ESB, heldur verði það mál flækt þar og tafið eins og mögulegt er.

Nú  gefa forystumenn stjórnarflokkanna til kynna að fyrir liggi að komi nú til stjórnarslita blasi hér ekki annað við en stjórnarkreppa næstu mánuði þrátt fyrir að ljóst sé að velji þeir að halda áfram stjórnarsamstarfinu vrði það eingöngu í umboði annars stjórnarflokksins (Sjálfstæðisflokksins) og þeirra Samfylkingarmanna sem velja að setjast í sjálfa stjórnina. Samfylkingarfélagar almennt koma ekki til með að styðja hana.

Forystu Samfylkingarinnar er hreint enginn vandi á höndum hvað varðar afstöðu til þessa máls, það þjónar hvorki hagsmunum þjóðarinnar  né heldur flokksins að áfram sé haldið á sömu braut. Þeir verða að treysta því að þeir sem nú hafa komið með tilboð til Samfylkingarinar geri það af góðuim hug og með hagsmuni allra fyrir brjósti. Að þeir séu tilbúnir eins og Samfylkingin hefur verið hingað til að axla þá ábyrgð sem nauðsynleg er til að ekki komi til stjórnar kreppu og að þessir flokkar geti stjórnað af skynsemi saman fram að kosningum í vor. Nema þeir vilji að mótmælin haldi áfram fram á sumar með tilheyrandi kostnaði og sundrungu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband