Það rekast ekki allir vel í flokki.

 

Margir fundu fyrir litlum vonarneista í kjölfar fundar Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir tveimur kvöldum síðan. Að skilboð sem send voru af stað frá flokksfélögunum myndu nú fara að skila einhverju. Að menn byrjuðu að ýta bílnum upp úr þeim djúpa snjóskafl sem við erum föst í. Menn fóru aftur fyrir bílinn og byrjuðu að ýta, en bílstjórinn setti í afturábak gír og margir fengu á tilfinninguna að bílstjórinn vildi helst keyra yfir þá sem töldu sig vera að hjálpa.

Nú ríkir því miður lítið traust til bílstjórans á eftir, og margir velta því fyrir sér hvort bílstjórinn haldi að þetta sé leikur, leikur sem gangi út á það að athuga hvenær menn nenna ekki lengur að ýta með henni bílnum, og snúi sér að öðru sem meira gefandi er. Kökubakstri eða  ljóðalestri.

Maður er virkilega farin að velta því fyrir sér hvort þetta sé allt saman þess virði að vera staddur í blindbyl með bílinn fastan, og ferðafélagarnir sem af stað lögðu með okkur hlæja úr fjarlægð þrjósku bílstjórans að halda sig í skaflinum. Bílstjórinn hefur læst að sér og neitar að hlusta á þá sem afhentu honu lykilinn í trausti þess að þar færi besti bílstjórinn. En á þeim tíma sást varla ský á himni. Hvort rétt sé að rölta til byggða og snúa sér að einhverju sem uppbyggilegt geti talist og neita að taka þátt í því furðulega samfélagi sem þrífst á fjöllum fjarri mannabyggðum. Viðurkenna fyrir sjálfum sér að maður er ekki ein þeirra rollna sem rekast vel í flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú samt þú rekist ágætlega í flokki og þá í þeim flokki sem þú varst í og flúðir úr fyrir stuttu. 
Það er ekki alltaf grænna grasið hinumegin við lækinn eins og þú hefur sjálfur bent óbeint á í bloggfærslum þínum hér.

Nú er bara að snúa "heim" aftur og hætta að láta bæjarmála-pólitíkina snúa þérvillu vegar, halltu bara áfram að berjast fyrir þínum skoðunum því það er rúm fyrir skoðanir þínar innan Sjálfstæðisflokksins, þér ætti að vera orðið það ljóst

einar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.