Sunnudagur, 25. janúar 2009
Hann tók á sig ábyrgð þeirra allra.
Takturinn er sleginn sem aldrei fyrr á Austurvelli.Vanhæf ríkistjórn, búmm búmm búm Vanhæf ríkistjórn ,búmm búmm búmm. Og mitt í öllu þessu búmmi finnur maður vonina vakna enn á ný. Von sem mörgum sinnum áður hefur verið slökkt af leiðtogum sem telja að þeir einir geti stýrt stýrt þjóðinni fram til kosninga.
Sagan sem nú er skrifuð er saga dagsins í dag, og sú saga kallar á nýja leiðtoga í ljósi breyttra aðstæðna. Ekki þá leiðtoga sem hér stýrðu í góðærisbylgju frjálshyggjunnar, þá sem sáu hér bleik blóm og rauðar rósir á bak við hvern stein. Nú þarf leiðtoga úr röðum fólksins, sem skilja hvað er að gerast, og hafa enn tengsl við fólkið í landinu. Hlutverk leiðtogans getur ekki verið að verja söguna, heldur er það hans hlutverk hans að leiða okkur áfram inn í nýja tíma. Það er sagan sem kallar eftir og stýrir hverskonar leiðtoga fólkið þarf á að halda, en ekki leiðtogarnir sem sitja við völd hverju sinni. Þeir eru valdir af fólkinu í landinu.
Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra sá það í nóvember að þessi stjórn sem nú situr gæti ekki fært okkur inn í nýja tíma. Hann vildi þá slíta stjórnarsamstarfinu, en fékk í staðinn bágt fyrir, af leiðtogum er töldu sig skapa hafa það vald að geta skapað söguna. Nú hefur hann tekið ábyrgð þeirra á sínar herðar, rekið þann er með átti að fylgjast, og sagt af sér í kjölfarið.
Hann veit hvar takturinn slær, og tekur undir með fólkinu í landinu og segir
Vanhæf ríkistjórn, búmm búmm búm Vanhæf ríkistjórn ,búmm búmm búmm.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki nóg að Björgvin taki á sig syndir ríkisstjórnar... hann er ekki neinn Sússi.
Hann er einfaldlega að reyna að bjarga framtíð sinni... bara að hugsa um sjálfan sig.
Disclaimer
Það var aldrei neinn Sússi
DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.