Leðjuslagur

 

Þeir eru að setja sig í stellingar blessaðir Sjálfstæðsmenninnir. Búa sig nú undir prófkjörsbaráttuna, glaðir og beittir þrátt fyrir að hafa misst taktinn við raunveruleikann.

Sumir iðrast, en sjá sína sæng útbreidda þrátt fyrir það og hafa lagt upp hvernig þeir muni haga sinni baráttu. Spjallaði við ágætan vin minn í dag sem ætlar sér stóra hluti á þessum vettvangi og ekki leist mér nú á planið.

Smá iðrun, hræðsluáróður gagnvart vinstri mönnum um að hér fari nú allt á hliðina komist vinstri öflin sem ekkert kunna að fara með peninga að fara til valda, og það sem virkar best í þeirra huga hellingur af leðjuslag. Því það kunna þeir, kunni þeir eitthvað.

Benti honum á  í allri vinsemd að einhvern veginn litist mér ekki á uppleggið. Fannst þetta ágætt með iðrunina sem mér þótti þó mega vera stærri hluti en hann fyrirhugaði, Hræðsluáróðurshugmyndina var ég ekki að kaupa í ljósi reynslunnar, og benti honum á leðjuslagur yrði honum síst til framdráttar, því kökunum yrði örugglega kastað til baka. Málefnin væru bestu meðulin ef menn ætluðu  sér eitthvað á þessu sviði . Sandkassaleikurinn með drullukökum og gráti væri liðinn tíð.

Auðvitað áttaði hann sig á því að það væri best að hafa einhver málefni til að berjast fyrir en kom svo sem ekki auga á þau svipinn.

Frelsi einstaklingsins virkaði til að mynda ekki sannfærandi frá frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, nú þegar einkavæðingarstefna þess flokks hefði bundið slíkar álögur íbúa þessa lands að hér getur enginn notið þess frelsis næstu árin sökum þess skuldaklafa sem sú stefna hefur kallað yfir þjóðina .

Ekki væri lengur hægt að notast við frasa eins og að sem flestar eigur og rekstur ríkisins væri betur kominn í höndunum á einstaklingu. Það hefðu dæminn sannað.

Öll fyrri stefna flokksins hvað varðr efnahags og skattamál væru úr sögunni, sökum mistaka flokksins í þeim efnum.

Ekki væri lengur mikið að marka þá fjölskyldustefnu sem flokkurinn hafði samþykkt á síðasta landsfundi.

Um samgöngu og skipulagsmál yrðu sennilega lítið rædd í komandi kosningum

Ekki kæmi það nú til með að virka sannfærandi fyrir frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins að fara að tala um að nauðsynlegt væri nú að draga úr hömlum á innflutningi, nú eða frelsi til að selja bjór í búðum .

Nei, þegar hann hafði talið upp allt þetta varð ljóst að sennilega væri þetta ekki tími fyrir málefnin hjá þeim flokki nú yrði að nota aðferðir sem venjulegum mönnum hugnast ekki svo sem  leðjuslag og hræðsluáróður. Það virðist ljóst að  iðrunin er bara til málamynda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Satt er'ða, ljótt er'ða!

Hlédís, 30.1.2009 kl. 00:22

2 identicon

"Owners of capital will stimulate working class to buy more and more
of expensive goods, houses and technology, pushing them to take more
and more expensive credits, until their debt becomes unbearable.
The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be
nationalized, and State will have to take the road which will
eventually lead to communism."

Karl Marx, 1867
Þú trúir þessu greinilega - held samt að eignir og rekstur sé betur kominn í höndum einstaklinga en ríkisins.  Það þarf hins vegar lög um auðhringa hér eins og í öðrum almennilegum löndum.

Grétar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Hlédís

Hannes, er þessum Grétari IPPA kunnugt hvaða trúfélagi þú tilheyrir? Annars var karlinn Marx ansi glöggur á þetta þótt Rússar snéru hans biblíu upp á andskotann!

Hlédís, 30.1.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband