Föstudagur, 30. janúar 2009
Hér er bara allt í fína lagi, eins og árið 2006
Ja, Það er greinilegt að þetta eru erfiðir dagar núna fyrir forsætisráðherrann fyrrverandi sem fyrir nokkrum dögum síðan sagði að hér mætti alls ekki kjósa, og hvað þá skipta um ríkisstjórn svo slæmt væri ástandið. Nú í dag er hér bara allt í fína lagi ef marka má ræðu hans á hópeflinámskeiði þeirra sjálfstæðismanna. Við förum bara aftur til ársins 2006, segir hann vitandi það að þeir sem námskeiðinu sátu hafa hvort eð er ekkert skammtímaminni, og þeir þeirra sem hafa, lofuðu að segja ekki frá því hvernig hér var umhorfs það ár. En bresti mig ekki minni þá voru nú töluvert aðrar aðstæður hér uppi þá. Rifji hver upp fyrir sig.
Þessi skilnaður virðist ætla að verða Geir svolítið erfiður, enda fékk hann í stutta stund að starfa með flottustu stelpunni á ballinu, sem nú vill ekkert með hann lengur hafa. Ekki vegna þess að hún hafi eitthvað sérstaklega breytt um stefnu, heldur vegna þess að hún hafði séð að hann gerði ekki það sem hann sagðist ætla að gera.Og reyndi hann eitthvað að gera af sjálfsdáðum var það stoppað af besta vinininum í Svörtuloftum.
Kannski er kominn tími til að Haade hætti að haardera ein og unglingarnir segja, vakni upp og sjái hlutina í réttu ljósi. Hugsi aftur til ársins 2006 og íhugi til að mynda atvinnuleysistölur þess árs. Voru menn ekki einmitt þá að láta sér detta í hug að byggja hér hátæknisjúkrahús og óperuhallir. Því miður skil ég ekki frekar en nokkur annar sæmilega skynsamur maður hvernig honum dettur í hug að líkja þessu tvennu saman. Kannski er það einmitt þessi skilningur hans á umhverfi sínu að flottasta stelpan á ballinu nennti ekki að hanga með honum lengur.
![]() |
Geir óttast sundrung og misklíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
Hverjir eru EKKI að búa sig undir kosningar?
Held að minnihlutastjórnin (þessi sem kemur, kannski einhvern tímann) hefði einmitt viljað kosningar.
Ekki Geir Haarde, eða aðrir í hans þingmannaliði.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.