Innfluttir sjúklingar

 

Robert Wessmann hefur nú í langan tíma lýst eftir áhuga og vilja til að hefja skurðaðgerðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það segir hann gert í tvennum tilgangi, annars vegar til að skapa hér 300 ný störf í, og hinsvegar til þess að tryggja nýtingu skurðstofa á HSS.

Við höfum nú í nokkra mánuði fengið að fylgjast með hvernig hugmynd þessari hefur verið unnið brautargengi, fyrst í gegnum fyrrum heilbrigðisráðherra Guðlaug Þór , sem með sparnaðraðgerðum og sveltistefnu í fjárveitingum til HSS ætlaði að leggja niður eina deild á HSS undir því yfirskyni að nauðsynlegt væri að nýta þær skurðstofur sem þar eru.

Ennþá er  Róbert Wessmann að tala um skurðstofurnar á HSS í drottningarviðtali í mbl. nú í morgun, og áfram er haldið eins og hér sé bara um afnot af skurðstofum að ræða. Róbert Wessmann veit fullvel að þar sem skurðaaðgerðir fara fram þarf einnig rúm og deildir til að hjúkra þeim sem skornir eru, og  og það rými er ekki fyrir hendi eins og nú er háttað á HSS.

Í hans huga þarf bara að ganga frá undirskrift samninga við heilbrigðisráðherra sem fyrst  um afnot af skurðstofum HSS,  svo hann geti hafið þar rekstur sinn seinni hluta þessa árs í samvinnu við nýstofnaða heilsuferðaskrifstofu sína Pure Health.

Hugmynd Róberts er góð hvað varðar hugsanlegan innflutning á sjúklingum, og sé litið til atvinnusköpunar á svæðinu, sé gengið út frá því sem vísu að það verði þessir innfluttu sjúklingar sem borgi brúsann. En hún er slæm gagnvart íbúum og heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum sé það ætlan hans að yfirtaka sjúkrahúsið eða hluta þess undir þessa starfsemi.

HSS er nefnilega mikið meira en skurðstofur, þar fer einnig fram ýmis þjónusta við sjúka og aldraða, og hluta þeirrar aðstöðu þyrfti að leggja niður til að sinna sjúklingum Róberts. Nema hugsunsin sé að keyra sjúklinga eftir meirháttar aðgerðir beint upp á Keflavíkurflugvöll eftir aðgerð. Og bruna til baka á bláum ljósum komi eitthvað uppá eftir aðgerð.

Svona hugmyndir munu alltaf fá á sig stimpil tortryggni og efa á meðan menn ekki tala um málið eins og það er og beina augum eingöngu að því sem auðveldast er að leysa. Eftir stendur spurningin hvað á að gera við þá sjúku og öldruðu suðurnesjamenn sem þurfa að víkja rúmi fyrir offitusjúklingum Róberts Wessmann. Því hefur hann ekki enn svarað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hugmyndin Róberts er alls ekki vitlaus. En þessi starfsemi má ekki far fram á kostnað íslenskra sjúklinga.

Úrsúla Jünemann, 20.3.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hannes, ég er svolítið bit á þér. Hugmyndin er frábær og lækningatengd ferðaþjónusta er sú grein viðskipta sem mun standa okkur opin á næstunni og kannski sú eina sem hefur mikla vaxtarmöguleika í nánustu framtíð. Þetta hefði mikil ruðningsáhrif út í samfélagið þar fyrir utan og þetta eru ferðamenn sem sannarlega munu eyða miklum peningum í hverri heimsókn. Það er enginn að tala um að taka þjónustu frá öðrum, það er verið að tala um að nýta húsnæði og tækjakost sem þegar er fyrir og er ekki fullnýttur.

Allir Íslendingar eru nokkuð sammála um að grunnheilbrigðisþjónusta eigi að vera niðurgreidd og opin öllum. Meira að segja þeir sem vilja fara út í mikinn einkarekstur vilja hafa hann undir öðrum formerkjum´en í USA þ.e. sama verð í grunnþjónustu fyrir alla, niðurgreiddri af ríkinu og fæstir vilja leyfa að fleyta rjómann ofan af.

Hvað er verið að tala um hér? Hér er verið að ræða um valþjónustu í umframgetu. Þegar hún hefur vaxið stofnuninni yfir höfuð er svo kannski kominn grundvöllur til að opna sjúkrahúsið á vallarsvæðinu. Við svona þjónustu hvort heldur hún verður á HSS eða uppi á vallarsvæði gæti frekar myndast meiri þjónustumöguleikar við íbúana því þetta kallar á sérfræðilæknisþjónustu á svæðið sem erfitt hefur verið að ná í fram að þessu. Þannig ætti öryggið frekar að aukast fyrir íbúana en hitt.

Þú veist mæta vel að sökum samdráttar hefur fjölda manns verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir trúlegast í farvatninu. Við svona starfsemi mun myndast eftirspurn eftir því fólki og sjúkrahúsið mun geta nýtt aðstöðu sína og þjonustu betur þar sem valþjónusta borgar betur enda ekki inn í almannatryggingakerfinu nema að litlu leiti. Lækningatengd heilsuþjónusta er þjóðhagslega hagkvæm hvernig sem á hana er litið. Hvernig getur þú verið á móti þessu búandi í Reykjanesbæ?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.3.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessuð Adda

þú þarft nú ekki að verða bit á mér hvað þetta varðar. Ljóst er að skurðstofurnar gætu nýst betur , en jafnframt ljóst að sú umframgeta hvað varðar legupláss er ekki fyrir hendi til þess að þetta nái fram að ganga. Það er nefnilega ekki nóg að skera helur verða sjúklingarnir líka einhversstaðar að liggja fyrst sólahringinn að minnsta kosti. Ég get ekki keypt það að það sé eitthvað sérstaklega þjóðhagslega hagkvæmt að flytja inn sjúklinga til aðgerða ef það kostar að öldruðum og sjúkum verði gert að víkja rúmum fyrir þá sjúklinga. Hafi það ekki verið leyst finnst mér bara eðlilegt að vera á móti þessu sem búandi í Reykjanesbæ.

Hannes Friðriksson , 20.3.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hannes, þú orðar þetta "öldruðum og sjúkum" á popúliskan hátt þar sem þú reynir að gera þetta torkennilegt. Aldraðir eru ekkert nauðsynlega sjúkir og liggja þá ekkert inn á spítala. Við höfum bara sjúka inn á spítölum hvort sem þeir eru aldraðir eða ungir. enginn að tala um að henda út sjúklingum. Sjúkrahús er fyrir sjúklinga, það er ekki hótel. Skurðsjúklingar þurfa kannski að liggja í sólarhring en svo geta þeir í flestum tilfellum farið annað. Sumir þurfa ekkert að liggja inni eftir aðgerð heldur geta farið beint t.d. á sjúkrahúsið upp á velli. Þar er hægt að hafa alla þjónustu aðra en skurðstofurnar sem dæmi. Hér er verið að tala um umframgetu HSS og fjárfestingin sem samfélagið setti í uppbyggingu þar hlýtur að vera hagkvæmari ef hún er nýtt. Bendi á blaðagreinina mína í Morgunblaðinu fyrir stuttu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.3.2009 kl. 15:07

5 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessuð Adda

Nú veit ég ekki hvernig ég á að aldraðir´og sjúkir á annan, þeir sem eru aldraðir og liggja inni á sjúkrahúsi, eru þar af einhverri ástæðu. Og þeir sem eru sjúkir og liggja inni á sjúkrahúsi, eru þar vegna þess að þeir þurfa ummönnun sem ekki er hægt að veita með t.d heimahjúkrun. Og það er alveg rétt hjá þér að skurðstofusjúklinagar þurfa í flestum tilfellum að liggja inni á sjúkrahúsum í að minnsta kosti sólarhring. Það er það sem ég er að reyna að benda þér á að miðað við núverandi aðstæður á HSS er ekki pláss fyrir þá sjúklinga á legudeildum, nema einhverjum þeim sjúklingum þar á meðal öldruðum verði úthýst eða þeim fundinn annar staður. Það er rétt hjá þér að gott væri að hægt væri að fullnýta skurðstofunar, en það má ekki gerast á kostnað þeirra skjólstæðinga sem HSS er ætlað að sinna lögum samkvæmt.  

Hannes Friðriksson , 20.3.2009 kl. 15:34

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég hef ekki mikla trú á þessu. Það eru margir um hituna og því fer fjarri að við stöndum fremst í þessari grein.

Finnur Bárðarson, 20.3.2009 kl. 17:27

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Hannes,

þarfar vangaveltur. Eitt sem ég velti fyrir mér hvað er það sem gerir okkur svo samkeppnisfær. Hvers vegna ætti fólk að brölta alla þessa leið til að komast í aðgerð. Ef það er svona ríkt þá ætti það að geta farið hvert sem er. Annað atriði er að skortur hefur verið á mannafla innan heilbrigðiskerfisins og spurningin er hvernig á að manna þessa þjónustu. Kannski er maður of neikvæður en ýmsar spurningar vakna þó.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.3.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Vonandi er þessi Róbert í sambandi við lækna sem gera honum grein fyrir að eftir aðgerðir á fólki geta komið upp allskonar vandamál sem gera það að verkum að það þurfi að dvelja lengur á spítala en ráð var gert fyrir í upphafi. Ég er sammála því að það er undarlegt ef fólk fer að leggja á sig langar flugferðir til að láta gera á sér aðgerðir! Þetta er svipuð hugmynd og útrásarvíkingarnir höfðu á sínum tíma við einir kunnum og getum! en við þurfum að borga fyrir nú. Gott að Ögmundur gleypir þessa hugmynd ekki hráa einsog forveri hans hefði án efa gert.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 22.3.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband