Er loftbelgurinn að lenda

 

Sigmundur Davíð Guðmundsson hefur svifið eins og loftbelgur inn í andrúmsloft stjórnmálanna. Hann svífur þar um, og feykist til eftir því hvernig vindar skoðanakannana blása hverju sinni. Nú telur hann að rétt sé að tala til Samfylkingar á þann hátt er hann hefur valið og telur með því að hann finni þá aðila sem tilbúnir eru til að blása heitu lofti í þann loftbelg sem byrjaður er að falla til jarðar.

Þetta er hægt að gera með loftbelgi, að skjóta inn í þá heitu lofti ýmist til að hækka flugið séu hindranir framundan eða til að viðhalda þeirri flughæð sem þægilegust er með tilliti til vinda og stefnu. En ekkert er eilíft og að lokum verða jafnvel loftbelgir að fara niður og ná sér í nýtt eldsneyti.

Nú veit ég svo sem ekkert um loftbelgjaflug annað en það sem ég séð í  bíómyndum, en geri ráð fyrir að þegar að eldsneytið taki að minnka þá sé skynsamlegt að leita sér að lendingarstað þar sem öruggt er að lenda. Og hefja flug á ný þegar eldsneyti hefur verið tekið. Það sé til að mynda ekki skynsamlegt að lenda einhverstaðar inni í skógi  bara til að sýna vinunum hve kaldur og stór karl loftbelgsstjórinn er og hann geti alltaf komið belgnum á loft aftur.

Einhvern vegin finnst mér Sigmundur nú vera komin í far slíks loftbelgsstjóra, málin farin að snúast um persónu hans sjálfs og hve góða brandara hann getur sagt í góðra vina hópi, því ljóst er að málefnin eru að verða fá eftir.

Hugmyndir hans um flatan niðurskurð lána hafa verið keyrðar niður af hverjum sérfræðingnum af fætur öðrum  sem óraunhæfar og fátt eitt sem virðist geta breytt þeirri mynd sem menn hafa fengið af nýjum Framsóknarflokk undir hans stjórn. Sú mynd er sú sama og áður.Flokkur hans er ennþá sami gamli Framsóknarflokkurinn sem fyrst og fremst leitast við að viðhalda eigin völdum, án tillits til málefna.


mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hannes ég held að þeir séu fleiri sérfræðingarnir sem hafa talað fyrir hugmyndunum í seinni tíð, sérstaklega þeir sem hafa nú lesið þær.   Jóhanna og Steingrímur hafa náð einum árangri í ráðherrastólunum það sást glöggt á svörum þeirra þegar þau voru spurð um tillögur Tryggva Þórs.  Svörin sýndu meiri hroka en Davíð Oddsson ávann sér í 15 ár sem ráðherra og það hefur ekki tekið þau nema 7 vikur að ávinna sér hrokann.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.3.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Lafðin

Ekki óraunhæfari en svo að Gunnar Tómasson, Jón Daníelsson og Lilja Mósesdóttir taka undir, skjóta ekki niður enda skilja þau um hvað málið snýst.

Lafðin, 19.3.2009 kl. 10:27

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Hannes.

Margur heldur mig, sig. Framsóknarflokkurinn hefur þó lagt fram tillögur opinberalega, umfram snautlegar aðgerðir núverandi/fyrrverandi ríkisstjórnar um lánafrystingu, greiðsluaðlögun o.fl. bráðabrigðalausna. Tryggvi Þór hagfræðingur og sjálfstæðismaður hefur tekið undir tillögur Sigmundar o.fl.

Hvað hefur Samfylkingin lagt til?

Sigmundur hefur ekki verið að ræða sína persónu nema þegar hann er spurður. Er ekki Özzur vanur að segja brandara í góðra vina hópi og ekki? Pistill þinn einkennist því miður af einhvers konar anti-Framsóknar þráhyggju sem er svo algeng hjá jafnaðarmönnum. Tja, málefnalegur er hann ekki og allt loft fari úr þessu loftbelg!

Kveðja,

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Sælir félagar

Sé að þið eruð allir á sama máli, og viljið helst ekki koma að aðalefninu sem er að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum vanda. Það getur vel verið að stórhuga menn eins og þið eruð þyki það lítilsvert framlag frá ríksstjórninni að leggja fram tillögur um lánafrystingu og greiðsluaðlögun og fyrirheit um að tekið verði á vanda hvers eog eins eftir eðli vandans. Ykkar hugmynd felst flatri niðurfellingu á bæði þá sem á þurfa að halda og þeim sem hreint ekki þurfa á slíkri aðstoð að halda. Það virðist þó vera þegar maður til að mynda les grein hagfræðinganna Jóns Steinssonar og Gauta Eggertssonar í mbl nú í morgun að þeir telji að þetta komi til með að kosta skattgreiðendur um það bil 22 milljarða. Ef það kostar hvar er þá ábatinn?

Kveðja

Hannes

Hannes Friðriksson , 19.3.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

22 milljarðar er tvöföld sú upphæð sem Samfylking og íhald settu í sjóð 9 hjá Glitni til að bjarka mannorði Illuga Gunnarssonar.  Vek líka athygli á 200.000 milljóna framlagi í peningamarkaðssjóði til að hjálpa fjármagnseigendum sem sama Samfylking og Íhaldið stóðu að án þess að bera undir Alþingi.   Að lokum má nefna yfirlýsingar forsætisráðherra Samfylkingar og Íhalds... báðar ríkisstjórnir sem tryggja innistæður í bönkum sem er  700.000 milljóna skuldbinding sem aldrei hefur verið borin undir Alþingi... og svo tala menn um að hjálpa þeim sem þurfa engi hjálp.... Hannes það er hræsni eftir það sem á udan er gengið.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.3.2009 kl. 12:45

6 identicon

Ég myndi vilja sjá Sigmund sem borgarstjóra Reykjavíkur. Hann var með flottar tillögur um uppbyggingu gamalla hverfa í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan. En hann er ekki á réttum stað í Framsókn. Ég myndi kjósa hann í borgarstjórn bara ef hann vill lagfæra þau byggingarslys sem hefur eyðilegt borgina okkar ljótu.

Ína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:02

7 identicon

"Hugmyndir hans um flatan niðurskurð lána hafa verið keyrðar niður af hverjum sérfræðingnum af fætur öðrum  sem óraunhæfar". Dæmigerður málflutningur af hendi samfylkingamanns. Þú hlýtur að vita betur og ef þú veist ekki betur þá er það jafnvel enn verra. Vissulega hafa einhverjir sérfræðingar haft upp ákveðnar efasemdir hinsvegar hafa margir sérfræðingar tekið undir tillögurnar. Þessar tillögur eru ekki einhverjar hugsmíðar Sigmundar eins, heldur afrakstur vinnu margra sérfræðinga.

Að heyra samfylkingarmann tala um loftbelgi í þessu samhengi og ásaka framsóknarflókinn um að feykjast eftir vindum skoðanakannanna er góður brandari.  Seinni færslan er svo gott dæmi um undanfærslur rökþrota manns sem sér það ráð eitt að varpa málunum á dreif. Ragnar Reykás í hnotskurn. Þarf ekki að taka það fram Að Ragnar er flokksbundinn samfylkingarmaður.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:25

8 Smámynd: Hannes Friðriksson

Sælir

ég skil ekki hvaða vörn þetta er hjá ykkur í stað þess að koma bara með mótrökin, sem gætu til að mynda verið útskýring á hversvegna á að hjálpa fólki með miklum tilkostnaði, fólki sem hefur ekki þörf fyrir hjálp.

KVEÐJA

Hannes Friðriksson , 19.3.2009 kl. 16:41

9 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Hannes,

Greiðsluaðlögun og lánafrysting er einmitt EKKI leiðin til að hjálpa þeim sem eru í raunverulegum vanda. Trúðu mér ég vinn við að hjálpa fólki í greiðsluvanda. Þeirra bíður ekkert nema gjaldþrot, missir húsnæðið og almenn vansæld - jafnvel brottflutningur úr landi. Ég spyr þig því aftur: Hvað ætlið þið að gera til að leysa vandann (ekki telja upp það sem frestar vandanum).

Ég er ekki hagfræðingur en veit að þessar tillögur Framsóknarmanna kostar fullt. Hvað kostar hins vegar að gera ekki neitt og bara fresta og fresta þar til tug þúsunda landa okkar flýja land?

Kær kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2009 kl. 17:26

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er allur framsóknarflokkurinn mættur hér?

Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 18:20

11 identicon

Ja, sannleikanum verður hver sárreiðastur. Það er greinilegt að þú hefur annaðhvort ekki haft fyrir því að lesa þessar hugmyndir um 20% niðurfellinguna, eða ekki skilið þær. Það er sjálfsagt að ræða þær á málefnalegan hátt, en að afgreiða þær eins og hæstvirtur forsætisráðherra, sem "arfavitlausar" ber vott um þann hroka sem ég hélt að landsmenn hefðu reynt að kveða í kútinn á síðastliðnum Þorra.

Við erum að fást við vanda af stærð sem við höfum ekki séð áður, og vonandi sjáum aldrei aftur. Við þurfum því að standa saman og róa að því öllum árum að koma hagkerfinu af stað aftur. Þessi hugmynd hefur það að leiðarljósi. Hér er hugsað um heildina, og hvað kemur okkur öllum sem þjóð, á endanum best. Hvort einhver hafi leyft sér að kaupa einum flatskjánum meira skiptir ekki höfuðmáli í þessu sambandi.

Eins og stendur eru þó nokkrir sem vissulega hafa ekki þörf fyrir hjálp, í þeim skilningi að þeir standa enn undir greiðslum af lánum sínum. En ef spírallinn heldur áfram, sogast þeir inn í hringiðuna líka. Þá erum við væntanlega komin í þá stöðu að atvinnuleysi mælist yfir 30%, og fyritækin falla hvert á fætur öðru. Þá er ekkert eftir nema vitna í Hr Haarde, og biðja Guð að blessa Ísland.

Eitt er víst, við komumst ekki út úr því öngstræti sem við erum í nuna með hroka og yfirlæti. Allar hugmyndir þarf að skoða af vandvirkni og ræða málefnalega, en við höfum heldur ekki efni á að bíða lengi eftir aðgerðum. Kostur þessara hugmynda er að þær eru einfaldar í framkvæmd, og hafa áhrif strax. Eftirspurn ætti að myndast í kjölfarið, þar sem þeir, sem akkúrat núna þurftu kannski minna á aðstoð að halda, hafa þá fjármuni aukreitis, sem færu allavega að hluta í aukna neyslu, sem kemur svo fyrirtækjum í landinu til góða, sem hefur þau áhrif að fólk heldur vinnu eða er ráðið í vinnu o.s.frv. Þannig fáum við þá viðspyrnu sem þarf til að koma okkur upp úr því feni sem við erum í.

En að fara að tína til hvert og eitt okkar og meta hver hafi nú farið varlega í fjármálum og hver ekki, hver er bær að leggja dóm á það? Verður það enn ein nefndin? Og hvar á að draga mörkin? Þýðir 50" flatskjár að farið hafi verið yfir línuna? Eða nýr leðursófi? Eða .... Hver er þess umkominn að leggja dóm á þetta? Ekki treysti ég mér til þess.

Á endanum kemur það okkur öllum vel að koma efnahagslífinu af stað aftur. Og þá finnst mér ekki skipta máli hvort einhver fékk aðstoð sem kannski þurfti hennar ekki með, akkúrat þegar hún var veitt.

Við þurfum aðgerðir sem koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar upptekin af því að taka á móti öllum þeim sem stefna þangað, en gera lítið sem ekkert til að hefta þá för.

Petur (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:05

12 identicon

Þessi Súperman,heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en ekki Guðmundsson einsog stendur í formála hjá þér Hannes.

Númi (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.