Borgaði einkavæðingin sig ?

 

Sá dómur sem féll í dag í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar er í mínum huga miklu meira en dómur í samkeppnismáli eða um  lögmæti samninga. Hann er í eðli sínu einnig dómur yfir þeim mönnum og þeim flokkum sem settu í gang einkavæðingu á Hitaveitu Suðurnesja. Án þess að einhverjar leikreglur giltu þar um aðrar en að opinberir aðilar máttu ekki bjóða í.

Sá hráskinnaleikur og reglusetning sem á eftir hefur komið hefur reynst dýr, skipta hefur upp fyrirtækinu í HS Veitu og HS Orku , undanskilja auðlindina frá einkaðilanum og ljóst að rekstrarkilyrði fyrirtækisins hafa stórversnað, og sá kostnaðarauki em til hefur fallið mun á endanum falla á neytendur þjónustunnar.

Kannski er sá dómur sem nú féll í morgun, sterk áminning til okkar allra um að gæta okkar. Að gæta okkar þegar kemur að stjórnmálamönnum og flokkum sem telja að það sé þeirra að útdeila gæðum þjóðarinnar til sinna einkavina, sem að vísu i tilfelli HS voru aðalnöfnin í hópi útrásarvíkingana. Ekki voru allir tilbúnir í það þar á meðal Hafnarfjarðabær og Grindavíkurbær sem seldu sína hluti til Orkuveitunnar  í trausti þess að þar væri opinber aðili með þann styrk sem þurfti sem nú þarf að borga brúsann. Hvort REI gæjarnir hafi haft aðkomu þar að á ennþá eftir að koma almennilega í ljós. Ljóst er einkvæðingarbrölt þeirra sjálfstæðismanna hvað varðar orkuævintýrið hefur engu skilað til þjóðarbúsins oðru en miklum tilkostnaði og eyðileggingu á góðu fyrirtæki sem var.


mbl.is Orkuveitan greiðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband