Í mér blundar Sjálfstæðismaður,

 

Helsti og kannski eini hugmyndarfræðingur  Sjálfstæðisflokksins Hannes Hólmsteinn Gissurarson , greindi fyrir fáum árum á eftirminninlegan hátt hvert væri helsta einkenni sjálfstæðismanna. Þeir græða á daginn, finnst gaman að grilla á kvöldin, og vilja láta aðra stjórna fyrir sig. Það er greinilegt að ég er ennþá svolítill sjálfstæðismaður í mér. Mér finnst gaman að grilla á kvöldin.

 

Þetta var það sem mér datt í hug núna í morgunsárið og sá fyrirsögn Morgunblaðsins um málefni Hitaveitu Suðurnesja. Þar grasserar greinilega spillingin sem aldrei fyrr, og það sem verra er hún virðist gera það undir verndarvæng ríkisins að þessu sinni. Sem virðist ekki ætla sér sem eini virki hluthafi GGE að grípa inn í þá atburðarrás sem þar er í gangi. Það á að leyfa útrásarguttunum að fara sínu fram í bankakerfinu hér eftir sem hingað til.

 

Ætli sú ríkistjórn sem nú situr að láta taka eitthvað minnsta mark á þeim orðum sínum að meiningin sé að byggja upp nýtt Ísland með nýjum gildum getur hún í ljósi þeirra upplýsinga sem nú hafa komið fram ekki  setið  lengur hjá í þeim leik, sem nú í langan tíma hefur verið leikinn á Suðurnesjum undir stjórn bæjarstjórans Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ, sem með fjármálasnilli og stjórnvisku einnig  hefur nú tekist að eyðileggja alla framtíðarmöguleika HS.

 

Nú ber þeim er fara með völdin, og bankanna að leysa til sín endanlega Geysir Green Energy og færa Hitaveitu Suðurnesja að öllu leyti til opinberra aðila á nýjan leik. Hinir framtaksömu einkaaðilar sem þar hafa ráðið ríkjum undanfarin ár hafa nú sýnt svo ekki verður um villst að þeim er ekki treystandi til að fara með það sem við hér eftir skulum kalla fjöregg þjóðarinnar orkuna. Sem er það afl sem við þurfum á að halda til að koma okkur út úr þeim ölduskafl sem frjálshyggjan og trúgirnin hefur fært okkur.

 

Árni Sigfússon tilkynnti á vef Víkurfrétta að hann hygðist kalla til íbúafundar í næstu viku til að fjalla um málefni HS Orku. Og fegra sannleikann á þann hátt sem honum og meirihluta hans hér í bænum er svo lagið. Bókun þeirra í bæjarráði fyrr í vikunni segir í raun allt sem segja þarf um hvað það er að marka orð þeirra. Einstaklega góður samningur  fyrir Reykjanesbæ segja þeir að endurskoðendafyrirtækið hafi sagt í skýrslu sinni. Það getur varla verið sama skýrsla og umfjöllum Morgunblaðsins fjallar um í dag.

 

Sjálfstæðismaðurinn í mér segir mér að nú skuli ég fylgja honum og gera það sem mér finnst gaman að, ég ætla frekar en að fara á íbúafund bæjarstjórans sem eflaust verður forvitnilegur að vera heima og grilla það kvöld. Þannig held ég að tíma mínum og fjölskyldunnar sé best varið nú á miðju sumri þegar myrkraverk eiga ekki að geta átt sér stað.
mbl.is Grindavík fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óhollt að grilla, og líka að láta stjórnmálamenn vefja skuldaþrældómsvafningnum um háls almennings.  Svæfðu því sjálfstæðisfræið í þér

Þetta lyktar allt af einhverju rugli, Reykjanesbær er nú varla mjög stöndugur nú eftir gengisfall og samningagerð við fjárfestingafélag sem tryggir að öll áhætta er hjá bænum en ekki einkaaðilunum.  Nú vilja grillmennirnir borga meira en 3x hærra verð en Grindvíkingar voru tilbúnir til að greiða fyrir skömmu. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 07:18

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Spillingunni er ekki lokið innan stjórnkerfisins ,ætla menn ekki að læra ,nú þarf að grípa inn í og stöðva þessi ósköp ,frjálshyggjan hrundi og en er farið að stað til að hygla fáeinum útvöldum ,lýsir sjálfstæðismönnum best.

Fyrst við gátum set lög um slíkan gjörning getum við líka set lög um að stöðva svona gjörning sem ég sé ekki í fljótu bragði hverjum hún á að þjóna ,borgurum eða einhverjum útvöldum ,þá er ég bæði að tala um sölu á landi og tala um sölu á HS Orku .

Og ég spyr hefur Reykjanesbær einhver efni á því að vera kaupa eitthvað land nú,er ekki skuldastaðan nógu erfið. Er ekki öll vinna við hljómahöllina stopp út af peningaleysi og margir misst vinnu þar ,hvaðan koma þá peningar til að kaupa land af HS Orku og til hvers er sá gjörningur ?

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 08:22

3 identicon

Mér datt fyrst í hug þegar ég heyrði þetta; Hverjum er nú búið að múta?

Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega í dag?

Alþingiskjáninn á Snæfellsnesi seldi vatnsréttindi til kanadísks glæpamanns, og nú þetta. Leyndarhjúpur yfir báðum málunum. Hafa menn ekkert lært?

Fyrrverandi sjálfstæðismaður.

HVG (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:18

4 identicon

Er glæpaliðið ennþá að störfum?  er spilling stjórnmála manna ennþá á lífi? hvar er nú sköllótti strigakjafturinn og silvurhærða skottan sem ætluðu að búa til nýtt Ísland?  á að leyfa siðleysið og spillinguna áfram?  eru engin takmörk fyrir því hvaða flokkar taka að sér ríkistjórn....allir helsjúkir og gegnum spilltir?  er ekki komið nó af sukkinu?  eru ekki landsmenn að fá reikningana í hausin frá þessu glæpahyski?  hvenær bætast svo skuldir útgerðanna ofan á þennan þjóðar reikning sem allir þufra svo að borga?  Mér er spurn!!  hvar er svo þessi búsáhalda bilting.....vann hún bara fyrir einn flokk?   hvernig væri að fólk færi að hugsa um hvað er í gangi....yfirhilmingar...leinisamningar baktjaldamakk...rekum þessa svikahrappa alla á haf út....sama hvar í flokki þeir eru....þetta vesalings fólk sem treður sér til valda á alþingi er ekki pappírs eða peninga virði....eins á við um sveitastjórnar menn....ómerkilegt og illa gefið pakk!!

geiri (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef þér finnst ennþá að þetta óféti blundi innra með þér þá-í öllum guðsbænum passaðu að það vakni ekki.

Árni Gunnarsson, 4.7.2009 kl. 14:58

6 identicon

Samsæriskenningar eru miklar.  Hugsa að meirihluti íbúa sveitarfélagsins séu þessum samningum fylgjandi, eru bæjarbúum til heilla.  Á þessum tíma, í þessari stöðu er þetta góður díll.

Baldur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband