Byltingin borðar börnin sín.

 

„Byltingin borðar börnin sín" var að fyrsta sem mér datt í hug í gærkvöldi þegar ég heyrði frétt af því að nú hefði Norðurál  stefnt HS fyrir sænskan gerðardóm til uppfyllingar á samningi sínum. HS Orka virðist ekki geta staðið við það sem lofað var.

Nú vill Norðurál skýr svör um hvort áfram verði haldið. En svör forstjóra HS Orku í gærkvöldi gefa ekki tilefni til mikillar bjartsýni hvað framhaldið varðar. Hann telur að fyrirtæki sitt hafi verið að gera samning á sölu rafmagns af lítt rannsökuðum svæðum, og ekkert  rafmagn tiltækt til afhendingar  í augnablikinu. Einnig sé ágreiningur um magn og verð.

Það er skiljanlegt að Norðurál vilji höggva á hnútinn, enda virðist lengi hafa verið ljóst að forsendur fyrir uppbyggingu álversins væru brostnar. Það hefur bara ekki mátt segja frá því. Það hefur ekki hentað pólitískum markmiðum fyrrum stjórnarformanns HS Orku og bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Okkur íbúum í Reykjanesbæ hefur nú í  langan tíma verið ætlað að trúa að vandamál uppbyggingar svæðisins séu öll núverandi stjórnvöldum að kenna. Og sumir gengið upp að hælum í svonefndum Keflavíkurgöngum til þess að krefjast réttlætis okkur til handa. Þrátt fyrir að svörin við vandamálunum væru öll í skúffu fyrrum stjórnarformanns HS Orku og núverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar.

Sá meirihluti sem hér hefur nú setið nánast lengur en elstu menn muna , hefur sökum samnings sem lítil  innistæða var fyrir skuldsett Reykjanesbæ upp fyrir rjáfur. Haldið áfram framkvæmdum við höfn sem lítil von virðist nú til að verði nýtt í nánustu framtíð. Og fengið bæjarbúa til að trúa því að lausnin væri á bak við hornið. Þúsundir starfa strax í næsta mánuði. Veruleikinn er nú að koma í ljós.

Málefni  Álversins í Helguvík eru sorgarsaga. Allt hefur verið lagt undir.Mjólkurkúin seld erlendum aðilum, sem sáu þó strax að forendurnar voru rangar. Og vilja fá hærra verð fyrir það rafmagn sem þeim er ætlað að útvega. Þó jafnframt sé ljóst að ekki sé útséð með að unnt sé að útvega það af órannsökuðum svæðum.

Saga bæjarstjórans í Reykjanesbæ er þrátt fyrir allt góð dæmisaga. Saga sem ætti að kenna okkur í eitt skipti fyrir öll að árangur næst ekki þegar hægri hendin hefur ekki hugmynd um hvað sú vinstri gerir. Að við skulum ekki treysta fagurgala stjórnmálamanna, sem ekki hafa kjark til að horfast í augu við sannleikann, og stoppa áður en skaði hlýst af. Og að stundum er betra að hlusta á þær gagnrýnisraddir sem heyrast, í stað þess að hlusta bara á já raddirnar i kringum sig. Jafnvel Árni Sigfússon ætti að hafa lært það núna. Ábyrgðin er hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það ætti að sparka hann Árna S. sem fyrst. Maðurinn hefur með rangfærslum og fagurgala óllið íbúum Reykjanesbæjar ómælt tjón.

Úrsúla Jünemann, 25.8.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.