Þú verður að róa þig!!!

Síðustu dagar eru búnir að vera hreint frábærir. Börnin fóru í ferðalag og skildu unganna eftir hjá okkur.  Það er einmitt í svona tilfellum sem maður sér hvað maður er nú í raun ríkur þótt ekki sé peningunum fyrir að fara. Það er annað sem maður er ríkur af, og það er hamingjan. Að fá að vera með barnabörnunum ,sem vakna klukkan hálf sex á morgnanna að því er virðist bara til athuga hvort afi  sé týndur . Og ekki séns á að maður fari að sofa aftur þegar hann loksins er fundinn.

Mitt í allri þessari hamingju , þar róin hefur náð yfir og allt blogg um stjórnmál svo víðsfjarri  manni, er friðurinn rofinn. Og það einmitt á þeim stað þar sem maður er hvað rólegastur, á bensínstöðinni að stelast í eina kók og pylsu. Rétt búinn að renna pylsunni niður þegar einn af bæjarfulltrúunum  kemur askvaðandi og tilkynnir mér að ég verði að fara að taka það rólega.

Bensínstöðin það er minn staður, og ef ég er einhvern tíma rólegur þá er það þar inni. Svo ég náttúrulega spyr manninn  hvað hann sé að meina, vel  finnandi að púlsinn hjá mér er ekki nema svona tveir  eða í hæsta lagi þrír.

Hann bendir mér á að menn séu að verða fúlir yfir blogginu mínu sem hann hafi að vísu ekki lesið, og ætli ekki að lesa, því hann sé með það alveg á hreinu hvernig skoðanaskiptin fara fram á þeim miðli. Ég verð náttúrulega hissari og hissari eins og börnin segja , á meðan hann heldur áfram að útskýra mál  sitt, sem hann hafði þó bara heyrt aðra tala um .

Ég ákveð að betra sé að hlusta frekar en að fara út í þessa umræðu , enda gott veður og enginn ástæða til að eyðileggja það góða skap sem ég var í.

Hann bendir mér á það sé ekki bara með blogginu mínu sem ég hafi eyðilagt fyrir meirihlutanum, sem ég þó styð ekki lengur. Hitaveitumálið sé t.d eitt þeirra mála þar sem ég hafi unnið bænum ómælt tjón, með afskiptaseminni í mér. Bendi honum á mér til smá sárabótar að ég tel að aðkoma mín að því máli hafi fyrst og fremst byggst á því að ég hefði á þeim tíma talið að meirihlutinn hefði ekki haft umboð til að taka jafn afdráttarlausa  afstöðu til einkavæðingar HS og þeir gerðu með bókun sinni í bæjarráði. Þeir hafðu aldrei lagt það fyrir bæjarbúa. Auk þess sem engin lög voru til á þessum tíma um hvernig þessum málum skyldi varið til framtíðar.

Hann sagði mér að hann sem bissnes maður vildi nú miklu fremur eiga þá þá 20. milljarða sem fengist hefðu  fyrir hlutinn, heldur en að eiga þennan hlut núna. Ég yrði að átta mig á að núna væru  efnahagsleg lægð og bæjarfélaginu veitti ekkert af peningum. Hummm  sagði ég og gat svo sem ekki svarað rökum bisnessmannsins.  Nema að á nokkrum dögum hafði hluturinn greinilega hækkað í verði um 3. milljarða, en enginn vildi samt kaupa  hlut Hafnarfjarðar á gamla genginu. Klárt mál  ég skil ekkert í bissnes.

Hnn ætlaði að fara út í mál Fasteignar , og  var byrjaður að lýsa því hve vel það dæmi  gengi allt saman, en ég ákvað að út í þá umræðu skyldi ég ekki láta teyma mig . Hafði sagt mína meiningu um það, og ætlaði ekki að tjá mig meira um það í bili, þar sem ég hefði fengið það miklar upplýsingar síðast þegar  ég tjáði mig um það að þær þyrfti ég nú að melta eitthvað fram á haustið.

Eins og alltaf gat ég reitt mig á bensínafgreiðslumannin , sem tilkynnti að nú hefði hann dælt olíu á bílinn sem svaraði til 10 daga ellilífeyris , svo vissara væri að ég færi nú að vinna eitthvað í stað þess að vera að blaðra um stjórnmál  í þessu líka fína veðri. Hafi hann guðlaun og þakkir fyrir að hafa ekki verið að slóra svona eins og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góða pistla Hannes og ekki síst fyrir það að vera gegn og góður sjálfstæðismaður. Hef séð til þín og heyrt á nokkrum fundum í Duus og finnst þú mæla af heilindum og heiðarleika ólíkt ansi mörgum sem þar hafa tjáð sig.

Haltu áfram að standa vörð um heilbrigða viðskiptahætti og gott siðferði. Ég virði þig og það sem að þú stendur fyrir og það gera ótal fleiri eins og sjá mátti á fjölda þeirra sem skrifuðu undir undirskriftarlistann.

Eggert (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.