Hvernig ætlar Reykjanesbær að nýta fjallið Þorbjörn?

 

Fátt er mikilvægara í samskiptum manna en að sýna þar hvorum öðrum skilning og kurteisi. Að vaða ekki yfir hvorn annan á skítugum skónum, undir formerkjum græðgi og hugsunarleysis.Séu þær samskiptareglur sem lögin og almennt siðferði setur okkur er líklegra en ekki að samskiptin verði góð. Að menn virði hvorn annan í ljósi skilnings á aðstöðunni.

 

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur nú tilkynnt, að hann og meirihluti hans ætli að selja hlut sinn í HS Orku, til útrásavikningafyrirtækisins Geysir Green Energi, sem segir fjármögnunina tryggða. Geysir Green Energy hyggst greiða fyrir þann hlut með yfirveðsettum hlutabréfum í HS Veitum. Þar sem hluturinn í HS veitum er metinn til jafns við hlutinn í HS Orku. Og ekki einum einasta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dettur í hug að gera athugasemd við það verðmat.

 

Reykjanesbær hyggst einnig kaupa það land, sem auðlindirnar finnast í, Þar á meðal fjallið Þorbjörn við Grindavík. Og eins og svo oft áður þegar þessi meirihluti á í hlut virðist ekki vera sú rödd í hópnum sem spurt getur sig gagnrýnna spurninga í hraða þess leiks sem þeim er stillt upp til að leika undir formerkjum bæjarstjórans, og skrifstofuhaldara GGE.

 

Íbúum Reykjanesbæjar er ætlað að kaupa þá staðreynd að hagkvæmt og skynsamlegt sé að eyða þeim peningum sem við eigum ekki einu sinni til. Og kaupa land sem við höfum ekki lögsögu yfir. Við höfum með öðrum orðum ekki neitt með það að gera hvað gert verður á þessu landi.

 

Hvorki Reykjanesbær né HS Orka hafa ekki einu sinni tryggingu fyrir því að þar verði unnin orka í framtíðinni því verði sú leið sem lögð er upp skv fréttum af þeim kaupsamningum sem samdir hafa verið á skrifstofum GGE og bæjarfulltrúar meirihlutans vilja samþykkja er verið skv mínum skilning verið að kalla á stríð á milli góðra granna ,sem á sínum tíma byggðu upp Hitaveitu Suðurnesja. Þar fóru heiðursmenn fyrir en tími slíkra manna virðist vera liðinn.

 

Það að kaupa land í annarra lögsögu, og í óþökk þeirra þar að auki hefur í mínum augum aldrei getað talist skynsamlegt. Því það er sá sem lögsöguna hefur sem ræður hvernig það land verður nýtt.  Jafnvel þó að sá aðili sem kaupi hafi þar auðlindarétt, þá er það lögsöguhafinn sem í gegnum lög og reglugerðir ræður hvort sá réttur verði nýttur. Það að kaupa auðlindarréttinn er því einskis virði sé ekki tryggt um leið að nýting hans sé örugg.

 

Grindvíkingar sem þarna eiga engra hagsmuna nema sinna eigin, gætu fullt eins ákveðið að allri nýtingu heits vatns og orku á svæðinu yrði til að mynda hætt nema til reksturs heilsulinda.Að það svæði sem um ræðir yrði friðlýst. Þar með yrði meira undir en eingöngu fjárfesting Reykjanesbæjar undir, heldur einnig rekstragrundvöllur HS Orku, sem meirihlutinn með sölu sinni á hlutnum í HS Orku og landakaupum í lögsögu Grinvikinga þykist vera að verja.

 

Eftir því sem manni skilst er sá samningur sem þeir félagar  bæjarstjórinn og skrifstofuhaldarinn hafa samið á skrifstofu GGE fullir af slíkum vanköntum. Hagsmunum bæjarfélaganna á svæðinu og þar með talið Reykjanesbæjar er kastað fyrir róða til að nýta tækifærið til að reyna að bjarga óskabarni þeirra beggja og útrásarvíkinganna fyrir horn.

 

Er ekki tími til komin að þeir bæjarfulltrúrar  meirihlutans sem við kusum til starfa hætti að jánka öllu sem að þeim er rétt og samþykkja athugarsemdarlaust. Hafa sínar eigin skoðanir og láta þær í ljós. Eingöngu þannig geta þeir staðið þann vörð um HS Orku sem nauðsynlegur er út frá hagsmunum bæjarbúa og samfélagsins á svæðinu. Og sýna grönnum okkar í Grindavík þá kurteisi sem þeir eiga skilið þegar kemur að kaupum að landi í lögsögu þeirra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Áhugavert og enn ein furðulegheitin. Hef aðeins litið við og við á bloggið þitt um þessi mál og var sjálfur að skrifa færslu um þessa einkavæðingu. Nú ert þú líklegast manna fróðastur af þeim sem tjá sg hér um þetta, og langaði til að spyrja þig, þetta auðlindagjald sem á að skila hinni stórkostlegu upphæð 90 milljónum til bæjarins, er þetta eitthvað sem er í samningnum eingöngu eða er þetta bunið í lög?

AK-72, 29.6.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður AK

Nú er ég ekki alveg viss, fari maður til að mynda í orðaleitina á vef alþingis, eru engin lög sem koma upp og ná yfir þetta. Í minum huga er það auðlindagjald sem bæjarstjórinn kallar sem svo fyrst og fremst réttlæting hans á að forsvaranlegt sé að leggja peninga bæjarins í þessi landakaup. Landakaup sem tryggja í raun ekki nokkurn skapaðan hlut, né heldur eru til hagsbóta hvorki fyurir Reykjanesbæ, eða HS Orku. Girndavíkurbær hefur lögsöguna á því landi sem fyrirhugað er að kaupa, og þar með skipulagsréttinn og hvernig skuli með farið. Þeim gæti til að mynda ofboðið framgangur þessa máls og ákveðið að friðlýsa allt svæðið sýndist þeim svo.

Auðlindagjald það bæjarstjórinn vill rukka byggist á verðmæti áls á hverjum tím og ef þa er ekki áhættufjárfesting þá veit ég nú ekki lengur hvað telst undir áhættufjárfwestingar.

Arður Reykjanesbæjar af rekstri Hitaveitunnar var til að mynda 170 milljónir árið 2005 áður en frjálshyggjan fór að hræra í þessum potti. Auðlindagjald bæjarstjórans er áætlað að geti náð rúmlega 50 milljón krónum ár, ef vel gengur og álverð er hátt. Ég sé ekki skynsemina.

Með bestu kveðju

Hannes Friðriksson , 29.6.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

Maður hreinlega spyr sig hvað ætla þeir að gera við fjallið okkar

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 30.6.2009 kl. 21:07

4 Smámynd: AK-72

En hver var arður Reykjanesbæjar af HS 2öö6-2007?

Ég játa að ég sé litla réttlætingu í því að sleppa Skjöldu eins og þú kallar HS, ef bærinn tapar á því, sérstaklega á þeim tíma sem nú er. Það er nefnielga himin og haf á milli 170 miljóna og 50 milljóna og ekki er hægt að segja að það muni skila sér í gegnum skattekjur í staðinn..

AK-72, 1.7.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband