Beðið eftir vorskipunum

 

Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hennar hafa nú á rúmum mánuði komið hér á breytingum sem ríkistjórn Geirs H Haarde tókst ekki að koma í gegn á þremur mánuðum, það skildist manni að hefði verið vegna þess að  ákveðið form hefði þurft að vera á hlutunum byggða á gamalli reynslu þeirra Sjálfstæðismanna.

ESB andstæðingar innan Sjálftæðisflokksins veifa nú Sambandslögunum frá 1918 sem rökum í hvernig haga beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.

Kjósendur í Prófkjörum Sjálfstæðisflokksins þurfa sennilega að bíða eitthvað fram í næstu viku eftir niðurstöððum, á meðan kjörstjórnir flokksins bíða eftir  vorskipunum eða landpóstunum sem komast ekki á milli staða vegna veðurs.

Spurning hvort ekki sé nú komin tími til að skipta um í brúnni, og hleypa þeim að sem nýta sér nútímatækni , og sækja ekki rök fyrir aðgerðum eða aðgerðaleysi sínu hundrað ár aftur í tímann.

 


Yfirstéttin og alþýðan

 

 

Styrmir Gunnarsson kastar fram nýju sjónarmiði í ESB umræðuna og telur að sú umræða sem fram fer um aðildarviðræður að ESB sé í raun átök á milli yfirstéttarinnar og  alþýðunnar og kynnir til sögunnar nýja yfirstétt á Íslandi sem eru þeir er aðhyllast aðildarviðræður að ESB svo sem Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið, og Samfylkinguna. Sjálfur er hann alþýðan í þessu tilfelli. Í þeim hóp er hann vill ekki fyrir sitt litla líf leyfa að kjósa um hvort Ísland skuli verða aðili að ESB.

Hann telur að þeir sem hér hafa með miklu erfiði undanfarin ár byggt upp fyrirtæki og launþegar þeirra hafi nú misst öll tengsl við raunveruleikann og að sú ósk sem menn hafa uppi um aðildarviðræður við ESB markist fyrst og fremst af því að atvinnurekendur og launþegar hafi nú of lengi skemmt sér við við glasaglaum á bónuðum gólfum yfirstéttarinnar. Og boðar að bylting eða vakning geti verið yfirvofandi hjá grasrót Sjálfstæðisflokksins verði ekki þau sjónarmið  hann aðhyllist ekki ofan á  Landsfundi þeirra Sjálfstæðismanna. Þar er víst alþýðan.  

Þær kosningar sem fram munu fara nú í apríl munu hvort sem mönnum líkar það betur að verr snúast um meðal annars framtíðarstefnu okkar í gjaldeyrismálum og þar með hugsanlegar aðildarviðræður Íslendinga um inngöngu í ESB.

Andstæðingar ESB flagga mikið þeirri furðulegu staðhæfingu að um leið og gengið sé til aðildarviðræðna við ESB að þar með sé verið að afhenda fullveldi okkar  til yfirþjóðlegs valds sem ESB er í þeirra huga. Samt finnst manni skrýtið að um þetta heyrist ekki orð hjá til að mynda Dönum,Svíum og öðrum þeim þjóðum sem innan ESB eru að þeir telji að þeir hafi misst hluta af fullveldi sínu, heldur þykir mönnum það hafa styrkst með því að þeir hafi áhrif á örlög sín.

Ein af rökunum eru að á okkur muni ekki verða hlustað, að rödd okkar muni ekki heyrast. Heyrist hún mjög hátt nú? Framundan er uppbygging íslensks samfélags á nýjan leik. Sú uppbygging þarf að vera byggð á traustum grunni, og sá gjaldmiðill sem stuðst verður við verður að hafa þann styrk sem nauðsynlegur er. Almennt er viðurkennt að ein helsta ástæða fyrir gjaldeyrisvandanum þeim sem nú er við að glíma  sé yfirspennt króna sem drifin er áfram af vaxtamun á milli gjaldmiðla. Að áframhaldandi notkun hennar til framtíðar sé ekki til þess fallinn að búa landsmönnum ásættanleg skilyrði hér frambúðar. Til þess að áframhaldandi notkun hennar sé möguleg er nauðsynlegt að verja hana með haftastefnu eins og þeirri sem nú er í gangi. Er það það sem andstæðingar ESB vilja?

Almenningur á Íslandi hefur á undanförnum áratugum þurft að taka á sig herkostnaðinn af notkun krónunnar. Það hefur þurft að greiða af lánum sínum verðbætur og háa vexti.

Er nú ekki kominn tími til að almenningur fái sjálfur að taka afstöðu til þess hvað hann vill frekar en að stjórnmálamenn og pólitíkusar, sem nú skyndilega hafa skipt um stétt, segi þeim fyrir verkum hvað gera skal.

 

Grein Styrmis: http://evropunefnd.is/almennt/article/2009/03/13/yfirstettin-og-althydan/


Er að slettast upp á vinskapinn?

 

Það virðist eitthvað vera byrjað að slettast upp á vinskapinn hjá þeim Sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi ef marka má frétt á Eyjafréttum nú í morgun þar sem haft er eftir Árna Johnsen að Ragnheiður Elín Árnadóttir væri "reynslulítil kona úr Garðabæ, sem þyrði ekki í framboð í Suðvesturkjördæmi, hefði litla þekkingu á málefnum kjördæmisins bæði sjávarútvegi og landbúnaði,og ætti lítið erindi við Eyjamenn".

Ljóst virðist vera að eitthvað uppgjör á sér þarna stað og flestir þeir er kennast við flokkseigandafélag þeirra íhaldsmanna hafa lýst yfir stuðningi sínum við hinn reynslulitla þingmann úr Garðabæ. Hversvegna svo sem það er? Kannski er komin tími á breytingar og betra sé að einhver utanaðkomandi leiði þær, enda virðast Sjálfstæðismenn á svæðinu ekki finna neinn innan kjördæmis til að leiða sinn lista.

En annars verður þetta spennandi helgi og fróðlegt verður að sjá hvað út úr þeim prófkjörum sem fram fara um helgina.

 


Voru Árni Matt og Darling að tala þetta

Eru þetta sömu 200 milljónirnar og Darling var að tala við Árna í símanum?
mbl.is Geir mótmælir ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú komið að skuldadögum?

 

Undanfarin tvö ár hef ég marg endurtekið og ítrekað þá skoðun mína á þessum vef, að aðferðafræði sú sem nýtt hefur verið í mörgum sveitarfélögum hvað varðar sköffun húsnæðis fyrir starfsemi sína í gegnum eignarhaldfélagið Fasteign hafi ekki verið skynsmleg lausn, í ljósi þess að þar með væru þau bæjarfélög sem þessa aðferð nýttu ekki lengur sjálf síns herrar hvað húnæði sitt varðaði.

Nú virðist það vera að koma í ljós, sem áður hafði verið við varað að einkaðilar eru ekki betri kostur til að sjá um fjármögnun verkefna sveitarfélaga. Enda fyrirsjáanlegt að þar koma inn margir milliliðir sem greiða þarf aukalega fyrir hvert viðvik. Sú staðreynd að nú er svo komið að Eignarhaldsfélagið Fasteign sem samkvæmt áðurgefnum upplýsingum hafði þegar á síðasta hausti gengið frá fjármögnunarsamningum hvað varðar Hjómahöllinna í Reykjanesbæ, og að áfram var haldið með verkefnið af þeirri forsendu geta nú ekki klárað verkefnið skv frétt í Víkurfréttum nú í morgun   valda manni því óneitanlega svolitlum kvíða hvað varðar eiginfjárstöðu þess fyrirtækis.

Hvort nú sé svo komið að þau bæjarfélög sem lögðu þar inn húsnæði sem eignarhlut í fyrirtækinu hafi nú tapað þeim hlut í afleiðingum hrunsins.

Verður það næsta fréttin sem við fáum af snilldarráðstöfunum frjálhyggjupostulanna að það fé bæjarfélaganna sem í þetta fyrirtæki var lagt sé nú tapað eða orðið lítils virði. Það ætla ég að vona að svo sé ekki. En kannski er komin tími til að menn geri íbúum þeirra sveitarfélaga er þarna eiga hlut að máli  grein fyrir stöðu þess fyrirtækis sem á heimasíðu sinni segist vera fyrirtæki sem "nánast býr við enga markaðáhættu"

 

http://vf.is/Frettir/39918/default.aspx

 


Þarf ekki kirkjan líka að spara?

 

Það er margt sem kemur manni á óvart á þessum tímum þegar samstaðan og náungakærleikurinn er það sem gildir. Nú í kvöld var frétt um færslu húss að Laufási í Eyjafirði. Þeim er þar hefur búið er hótað málsókn af málsvara umburðarlyndis og náungakærleiks hinni íslensku þjóðkirkju.

Í raun er það með ólíkindum að prestssetrasjóður skuli í ljósi ástandsins ekki sjá sér fært að sjá í gegnum fingur sér með færslu þessa húss rétt á meðan sú djúpa kreppa sem við nú göngum í gegnum gengur yfir.

Eitt er það hvernig allar þær jarðir sem kirkjan ræður yfir hafa  komist í eign kirkjunnar, og raun spurning hvort ekki sé rétt í ljósi stöðunnar að fara aðeins yfir þau mál, eins og raunar allar almennar fjárveitingar til kirkjunnar. Spurning hvort allar þær kirkjur og kirkjustaðir sem sem þjóðin stendur undir rekstri á eigi í raun rétt á sér.

Hvort ekki sé nú einmitt tíminn til að fara af mikilli alvöru yfir þær fjárveitingar sem til þjóðkirkjunnar renna í ljósi aðfara prestsetrasjóðs. Að sú innkoma sem prestar og prestsetrasjóður hafa af þeim jörðum sem undir sjóðinn hafa komið í áranna rás sé ekki næg til að standa undir starfi prestanna sem á þeim búa. Það hefur nefnilega lítið heyrst um að kirkjunni sé ætlað að spara á sama tíma og allar aðrar stofnanir sem byggja rekstur sinn á framlögum frá ríkinu er ætlað að spara.


Árangursrík vinnubrögð?

 

Meistari bloggsins er mættur á ný, og virðist nú orðinn svo beittur um miðjan dag að þingmenn Sjálfstæðisflokksisn í paranoju sinni gagnvart allt og öllum kröfust þess undir umræðum um stjórnskipunarlög. að maðurinn yrði kallaður samstundis frá vinnu sinni í ráðuneytinu og niður í þing til að biðjast afsökunar á einhverju því er illa hafð farið fyrir brjóstið  einkaerfinga ræðustóls Alþingis sjálfum Birgi Ármannssyni.

Auðvitað varð hinn mildi ráðherra við kallinu, þó tilefnið væri nú ekki mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá afsökunarbeiðni frá ráðherranum  sem hann auðvitað ekki veitti, heldur benti þessum gargandi gjallarhornsprímadonnum á að hann teldi það sem þessa dagana færi fram í þinginu væri  málþóf , en þeir túlka sem umræður frekar barnlegt, og ekki til þess fallið að hraða störfum þingsins.

Manni skilst að nýjasta trompið þeirra sjálfstæðismanna í þingtöfunum sé nú að einn þeirra fylgist stöðugt með hurðinni og sjái hverjir ráðherranna fari út út þinghúsinu til að sinna verkum sínum, og svo séu send skilaboð inn í þingsalinn um hverja sé hægt að móðgast út í næst, og kalla inn í þingið. Þetta kalla Sjálfstæðismenn árangursrík vinnubrögð og líkleg til að skila okkur út úr þeirri kreppu sem nú er.

 


þvílík ósvífni!!!

 

Þvílík ósvífni. Ef maður væri ekki þokkalegur í maganum myndi maður sennilega kasta upp. Fjórir þingmenn úr öllum flokkum hafa vogað sér þá fáheyrðu ósvífni að leggja fram mál fyrir Alþingi Íslendinga án þess að hafa samráð um það við sjálfan Sjálfstæðisflokkinn. Maður hefur bara ekki heyrt aðra eins ósvífni í langan tíma.

Maður getur vart orða bundist þegar í ljós kemur að einn af fjórum flutningsmönnum tillögunar um stjórnarskrárbreytingar hafi þurft að bregða sér frá undir miðri ræðu snillingsins Sigurðar Kára Kristjánssonar sem var að lesa upp á ljórænan hátt úr ritgerðum lögfræðinga um þjóðareign. Þvílík sjálfhverfa hjá forsætisráðherranum að telja skyldustörf sín mikilvægari, þeim hamfara lestri sem snillingurinn sýndi nú í að ég held fimmhundraðast tuttugasta og annað skipti á kjörtímabilinu

Nei það er óhætt að segja að eitthvað hefur skolast til hjá þingmönnum þeim sem ekki tilheyra Sjálfstæðisflokknum  og ráðherrum sitjandi ríkistjórnar hvað varðar þá virðingu  er þeim ber að sýna alþingismönnum stærsta stjórnmálaflokksins, og meira að segja starfsmenn þingsins eru byrjaðir að líta þessa varðhunda frjálshyggjunar sem venjulega menn og hafa tekið damaskdúkinn af hornborði því er þeir sjálfir ákváðu að væri þeirra. Nei óhætt er að segja að heimur versnandi fer, eða hvað?


Góðu strákarnir og grúppíurnar þeirra

 

Góðu strákarnir og grúppúrnar þeirra tóku enn eina syrpu  í þinginu í gær, og náðu nýjum hæðum í aumýkingu sjálfsins. Það gerðu þeir þegar fjallað var um málefni séreignasparnaðs, mál sem snýr að hagsmunum almennings og þeir sjálfir hafa verið sammála fram að þessu í öllum meginatriðum.

Undanfarið hafa þeir kvartað sáran undan að góðu málin sem þeir kalla svo fái ekki afgreiðslu í þinginu, og vænt stjórnarflokkana um að sitja á þeim málum sem þeir helst vildu vera að fjalla um. "Maður fær ekki allt sem maður vill og vill ekki allt sem maður fær"sagði amma eins sem ég þekki við eldhúsborðið sitt  eitt sinn um leið og  úthrópaði þá stöðu sem nú er kominn hér upp sökum óreiðumanna þeirra er stjórnuðu bönkunum.

Auðvitað vitum við öll að sú staða sem hér er komin upp er ekki eitt þeirra mála sem froðufellandi frjálshyggjuguttarnir og grúppíur þeirra vildu frekar en við hin, en það leysir þá þó ekki undan þeirri skyldu og sóma að umgangast ræðustól og tíma alþingis af virðingu. Hafi þeir þörf fyrir málfundaræfingar gætu þeir sinnt þeirri þörf sinni í Valhöll, því vitað er að þar er ágætisræðustóll fyrir bull af því tagi sem viðhaft var í nafni málefnalegrar umræðu í þinginu í gær.

Flestir hefðu haldið að Sjálfstæðismenn sem talað hafa hátt og digurbarkalega um nauðsyn samstöðu til að fá hjólin til að snúast hér á nýjan leik hefðu séð að aðfeðir sem þessar eru ekki vel fallnar til að ýta undir samstöðu eða samstarfsvilja. Að fáir nenntu að vera í samskiptum við þingflokk sem greinilega virðist vera algerlega stjórnlaus, og það sem verra er án nokkurra málefna annarra en að vera á móti þeim málefnum sem þeir voru meðmæltir áður.Lágt hafa þeir nú lagst í málflutningi sínum.

Það er vonandi að nú með hækkandi sól og að loknu prófkjöri þeirra sjálfstæðismanna nái þeir aftur jarðsambandi við raunveruleikann og nái þá í samvinnu og sátt við aðra sem á þingi sitja að afgreiða þau mál sem að fjölskyldunum og fyrirtækjunum snúa. Þjóðin bíður eftir því.

 

 


Sólin skín á Suðurland

 

Suðurnesjasólin hefur sjaldan skinið skærar, og veitti okkur góðan yl í gegnum stofugluggana  nú um helgina rátt fyrir kulda og trekk úti fyrir. Hún boðar okkur vorið og breytingar framundan. Prófkjör Samfylkingarinnar um síðustu helgi er einmitt dæmi um slíkar breytingar, opið prófkjör þar sem öllum íbúum á Suðurlandi var gert mögulegt að velja sér frambjóðendur á lista. Og þann möguleika nýttu tæplega tvöþúsund og fjögurhundruð  manns sér.

Ljóst er að prófkjör þetta var merkilegt fyrir margra hluta sakir og ánægjulegt að sjá hve vel þessi fyrsta tilraun með netkosningu tókst. Og margt sem af henni verður hægt að læra sé til framtíðar litið. Mikil endurnýjun hefur orðið á lista flokksins og sterkir einstaklingar sem þar bjóða sig fram

Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjum var þetta prófkjör sigur samstöðunnar þar sem okkur tókst að tryggja okkar frambjóðanda öruggt sæti á listanum, og ætti það að verða okkur hvatning og áminning um hver styrkur okkar er í kjördæminu þegar við náum að snúa saman bökum sem þarna var. Oddný G Harðardóttir verður verðugur fulltrúi okkar á þingi fari svo fram sem horfir.

Fyrir þann sem öllu þessu olli Björgvin G Sigurðsson voru úrslit þessa prófkjörs persónulegur sigur, og um leið sigur lýðræðisins í landinu. Björgvin sem fyrstur manna í nóvember síðastliðnum orðaði að afsögn þeirrar rikistjórnar sem þá sat og sjálfur sagði svo af sér embætti í janúar og axlaði þar með sína ábyrgð á þeim hluta er að honum snéri fékk hér endurnýjað umboð kjósenda sinna til að leiða lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Og það umboð hefur honum nú verið veitt, beint og milliliðalaust frá kjósendum og stuðningsmönnum flokksins.

 

Ljóst er að sá listi sem út úr prófkjöri þessu hefur komið endurpegla nokkuð  vel kjördæmið allt og þær áherslur sem hvert byggðarlag stendur fyrir í svo stóru kjördæmi sem sem Suðurland er. Hlutur kvenna er þar stór og sýnir að það fyrirkomulag sem viðhaft var við kjörið hefur skilað því sem að var stefnt.

Framundan er stutt en snörp kosningabarátta þar sem tekist verður á um þau grunngildi sem sem við viljum að hér verði höfð að leiðarljósi við uppbyggingu þess þjóðfélags sem við viljum búa í . Uppgjör við þá frjálshyggju  og eiginhagsmunapot sem leitt hefur til þeirrar stöðu sem nú er uppi og spurningunni um hvort ekki sé nú kominn tími á breytingar hvað það varðar. Að leiða fram fólk og flokka sem hafa stefnu jöfnuðar og félagshyggju að sínu leiðarljósi við úrlausn þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir.

Þeir frambjóðendur sem stuðningsmenn Samfylkingarinnar völdu um helgina eru öflugir talsmenn þeirra breytinga, sem þjóðin hefur nú þörf fyrir. Veitum þeim brautargengi okkar í vor.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.