Þriðjudagur, 24. mars 2009
Fylgjast með Ragnheiður
Ég get nú ekki betur skilið en að Ögmundur hafi einmitt í dag klárað að vinda ofan
af ruglinu sem Guðlaugur Þór var búinn að koma kragasjúkrahúsunum í. Það tók hann tæpan mánuð.
Sakaði Ögmund um kjarkleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Var bæjarstjórinn blekktur ?
Það er ljóst að víða innan Sjálfstæðisflokksins eru mikil sárindi vegna auglýsingar þeirra forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem lýstu yfir eindregnum stuðningi við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, þannig virðist Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum nú telja sig hafa verið blekktan þegar hann lét nafn sitt á lista þennan.
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ frændi Árna Johnsen virðist þó ef marka má þær sögur sem ganga hreint ekki hafa talið sig blekktan, heldur lét hann frambjóðandanum í té sérlegan fylgimann einn af starfsmönnum bæjarins til að kynna Ragnheiði Elínu svæðið. Við lítinn fögnuð forseta bæjarstjórnar, sem hafnaði neðarlega í prófkjörinu. Og hefur skv. Víkurfréttum neitað að taka sæti á lista flokksins,
Það er ljóst út frá að þeir sem bjóða sig fram hverju sinni til trúnaðarstarfa fyrir flokka að þeir fá ekki að njóta sannmælis svo lengi sem svokallaðir forystumenn í krafti starfa sem þeir sjálfir hafa verið kjörnir eða valdir til lýsa yfir stuðningi við tilskilinn aðila. Með því er frambjóðendum ekki einungis gert að kynna sig á meðal almennra félaga heldur þurfa þeir líka að kljást við yfirlýsta skoðun forystumannana eða flokkseigandafélaganna um að einn sé betri en annar til að veljast til starfa. Þá er betra að þekkja réttu menninina , ef maður ætlar sér eitthvað.
Kannski er hluta orsaka lýðræðishallans í þjóðfélaginu einmitt að leita í vinnubrögðum forystumanna sem telja að það sé þeirra að ákveða hverjir komast áfram.
http://eyjar.net/?p=101&id=27861
Sunnudagur, 22. mars 2009
Það byrjaði með bréfi.
Það byrjaði með bréfi, segir í mbl nú í morgun þegar fjallað er um einkavæðingu Landsbanka Íslands, og eins og í öðrum tilfellum einkavæðingarinnar fengu þeir sem sendu bréfið, það sem átti að einkavæða. Leikreglurnar í hverju tilfelli sniðnar að hagsmunum þeirra er hverju sinni voru bestu vinir aðal. Þannig var hvað varðar Landsbankann og þannig var það líka hvað Hitaveitu Suðurnesja. Það byrjaði með bréfi.
Skyldum við geta átt von á slíkar einkavæðingar á eigum ríkisins geti átt sér stað aftur, skyldi vera búið að senda út fleiri bréf. Skyldi til að mynda hluti þeirra sparnaðaraðgerða sem fyrirhugaðar voru í heilbrigðiskerfi landsmanna undir forystu Guðlaugs Þórs hafa grundvallast á því að hann hafði fengið sent eitt slíkt bréf, var það tilviljun að þeirri stofnun sem sem fjársveltust hafði verið í mörg ár, var gert að spara mest allra til að skapa möguleika á að afhenda einkavinunum skurðstofur HSS til afnota, án tillits til hvaða afleiðingar það hefði fyrir nærsamfélagið. Það skyldi þó ekki vera að sú atburðarrás öll hafi einnig byrjað með bréfi.
Þær einkavæðingar sem fram náðu og byrjuðu með bréfi hafa nær allar sýnt sig að mistakast og ekki náð þeim tilgangi sínum að verða þjóðinni til heilla eða hagsbóta. Heldur þvert á móti ef litið er yfir dæmið. Hver árangurinn af einkavæðingu Símans, Hitaveitu Suðurnesja, Landsbanka Íslands, Búnarbanka Íslands? Við höfum öll lært og sá lærdómur ætti að vera okkur aðvörun til framtíðar.
Við eigum nú að hafa þá vitneskju sem segir okkur að rétt sé að þegar viðskiptamógúlar og einkavæðingarsinnar veifa framan í okkur stórbrotnum viðskiptahugmyndum sem ætlað er að leysa málin hratt og vel og skapa í flestum tillfellum hundruðir starfa. Að þá sé rétt að staldra við og athuga vel hvað að baki liggur. Hvort sú hugsanlega áhætta og ábyrgð sem að baki liggur komi til með að lenda á okkur skattborgurum þessa lands. Annað hvort í formi lélegri þjónustu, eða aukinni skattheimtu. Skyldi það Heilsufélag á Suðurnesjum sem nú lofar 300 nýjum störfum á augabragði einnig hafa byrjað með bréfi? Og þá frá hverjum til hvers?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 20. mars 2009
Innfluttir sjúklingar
Robert Wessmann hefur nú í langan tíma lýst eftir áhuga og vilja til að hefja skurðaðgerðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Það segir hann gert í tvennum tilgangi, annars vegar til að skapa hér 300 ný störf í, og hinsvegar til þess að tryggja nýtingu skurðstofa á HSS.
Við höfum nú í nokkra mánuði fengið að fylgjast með hvernig hugmynd þessari hefur verið unnið brautargengi, fyrst í gegnum fyrrum heilbrigðisráðherra Guðlaug Þór , sem með sparnaðraðgerðum og sveltistefnu í fjárveitingum til HSS ætlaði að leggja niður eina deild á HSS undir því yfirskyni að nauðsynlegt væri að nýta þær skurðstofur sem þar eru.
Ennþá er Róbert Wessmann að tala um skurðstofurnar á HSS í drottningarviðtali í mbl. nú í morgun, og áfram er haldið eins og hér sé bara um afnot af skurðstofum að ræða. Róbert Wessmann veit fullvel að þar sem skurðaaðgerðir fara fram þarf einnig rúm og deildir til að hjúkra þeim sem skornir eru, og og það rými er ekki fyrir hendi eins og nú er háttað á HSS.
Í hans huga þarf bara að ganga frá undirskrift samninga við heilbrigðisráðherra sem fyrst um afnot af skurðstofum HSS, svo hann geti hafið þar rekstur sinn seinni hluta þessa árs í samvinnu við nýstofnaða heilsuferðaskrifstofu sína Pure Health.
Hugmynd Róberts er góð hvað varðar hugsanlegan innflutning á sjúklingum, og sé litið til atvinnusköpunar á svæðinu, sé gengið út frá því sem vísu að það verði þessir innfluttu sjúklingar sem borgi brúsann. En hún er slæm gagnvart íbúum og heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum sé það ætlan hans að yfirtaka sjúkrahúsið eða hluta þess undir þessa starfsemi.
HSS er nefnilega mikið meira en skurðstofur, þar fer einnig fram ýmis þjónusta við sjúka og aldraða, og hluta þeirrar aðstöðu þyrfti að leggja niður til að sinna sjúklingum Róberts. Nema hugsunsin sé að keyra sjúklinga eftir meirháttar aðgerðir beint upp á Keflavíkurflugvöll eftir aðgerð. Og bruna til baka á bláum ljósum komi eitthvað uppá eftir aðgerð.
Svona hugmyndir munu alltaf fá á sig stimpil tortryggni og efa á meðan menn ekki tala um málið eins og það er og beina augum eingöngu að því sem auðveldast er að leysa. Eftir stendur spurningin hvað á að gera við þá sjúku og öldruðu suðurnesjamenn sem þurfa að víkja rúmi fyrir offitusjúklingum Róberts Wessmann. Því hefur hann ekki enn svarað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Er loftbelgurinn að lenda
Sigmundur Davíð Guðmundsson hefur svifið eins og loftbelgur inn í andrúmsloft stjórnmálanna. Hann svífur þar um, og feykist til eftir því hvernig vindar skoðanakannana blása hverju sinni. Nú telur hann að rétt sé að tala til Samfylkingar á þann hátt er hann hefur valið og telur með því að hann finni þá aðila sem tilbúnir eru til að blása heitu lofti í þann loftbelg sem byrjaður er að falla til jarðar.
Þetta er hægt að gera með loftbelgi, að skjóta inn í þá heitu lofti ýmist til að hækka flugið séu hindranir framundan eða til að viðhalda þeirri flughæð sem þægilegust er með tilliti til vinda og stefnu. En ekkert er eilíft og að lokum verða jafnvel loftbelgir að fara niður og ná sér í nýtt eldsneyti.
Nú veit ég svo sem ekkert um loftbelgjaflug annað en það sem ég séð í bíómyndum, en geri ráð fyrir að þegar að eldsneytið taki að minnka þá sé skynsamlegt að leita sér að lendingarstað þar sem öruggt er að lenda. Og hefja flug á ný þegar eldsneyti hefur verið tekið. Það sé til að mynda ekki skynsamlegt að lenda einhverstaðar inni í skógi bara til að sýna vinunum hve kaldur og stór karl loftbelgsstjórinn er og hann geti alltaf komið belgnum á loft aftur.
Einhvern vegin finnst mér Sigmundur nú vera komin í far slíks loftbelgsstjóra, málin farin að snúast um persónu hans sjálfs og hve góða brandara hann getur sagt í góðra vina hópi, því ljóst er að málefnin eru að verða fá eftir.
Hugmyndir hans um flatan niðurskurð lána hafa verið keyrðar niður af hverjum sérfræðingnum af fætur öðrum sem óraunhæfar og fátt eitt sem virðist geta breytt þeirri mynd sem menn hafa fengið af nýjum Framsóknarflokk undir hans stjórn. Sú mynd er sú sama og áður.Flokkur hans er ennþá sami gamli Framsóknarflokkurinn sem fyrst og fremst leitast við að viðhalda eigin völdum, án tillits til málefna.
Samfylkingin „loftbóluflokkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Borgaði einkavæðingin sig ?
Sá dómur sem féll í dag í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar er í mínum huga miklu meira en dómur í samkeppnismáli eða um lögmæti samninga. Hann er í eðli sínu einnig dómur yfir þeim mönnum og þeim flokkum sem settu í gang einkavæðingu á Hitaveitu Suðurnesja. Án þess að einhverjar leikreglur giltu þar um aðrar en að opinberir aðilar máttu ekki bjóða í.
Sá hráskinnaleikur og reglusetning sem á eftir hefur komið hefur reynst dýr, skipta hefur upp fyrirtækinu í HS Veitu og HS Orku , undanskilja auðlindina frá einkaðilanum og ljóst að rekstrarkilyrði fyrirtækisins hafa stórversnað, og sá kostnaðarauki em til hefur fallið mun á endanum falla á neytendur þjónustunnar.
Kannski er sá dómur sem nú féll í morgun, sterk áminning til okkar allra um að gæta okkar. Að gæta okkar þegar kemur að stjórnmálamönnum og flokkum sem telja að það sé þeirra að útdeila gæðum þjóðarinnar til sinna einkavina, sem að vísu i tilfelli HS voru aðalnöfnin í hópi útrásarvíkingana. Ekki voru allir tilbúnir í það þar á meðal Hafnarfjarðabær og Grindavíkurbær sem seldu sína hluti til Orkuveitunnar í trausti þess að þar væri opinber aðili með þann styrk sem þurfti sem nú þarf að borga brúsann. Hvort REI gæjarnir hafi haft aðkomu þar að á ennþá eftir að koma almennilega í ljós. Ljóst er einkvæðingarbrölt þeirra sjálfstæðismanna hvað varðar orkuævintýrið hefur engu skilað til þjóðarbúsins oðru en miklum tilkostnaði og eyðileggingu á góðu fyrirtæki sem var.
Orkuveitan greiðir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Hókus Pókus ?
Það er náttúrulega alveg ferlegt að vera þeirri náttúru gæddur að í hvert skipti sem gullpening er veifað framan í andlitið á manni efist maður. Auðvitað er þetta slæmt, en maður telur sig þó vera að læra. Ég hef lært að ef það eru of margir byggingarkranar á einum stað, þá er líklegra en ekki að allt hrynji í hausinn á manni innann skamms. Þess vegna er ég byrjaður að hugsa mig aðeins um núna áður en ég rétti út lúkuna og þigg gullpeninginn.
Við höfum nú undanfarið fylgst með þeim framsóknarmönnum og undir það hefur tekið fyrrum útrásarvíkingur og aðstoðarmaður forsætisráðherra Tryggvi Herbertsson sjálfstæðismaður að ekkert mál sé að fella niður skuldir okkar allra og fyrirtækjanna um heil tuttugu prósent. Hókus Pókus. Einhvern tima var sagt "Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, er það líklega ekki satt" en þó fnnst mér nú vert að athuga hvort rétt sé til að missa ekki af neinu ef ég hef rangt fyrir mér hvað hugboð mitt varðar.
Er það virkilega svo að hægt sé að fella niður skuldir að upphæð ca 600 milljarða án þess að nokkur þurfi að greiða fyrir það? Og koma þessar niðurfellingar skulda til með að hjálpa öllum jafnt.. Er ekki verið að leika Hróa Hött með öfugum formerkjum, því þeir sem skulda mest eru yfirleitt stór fyrirtæki og þeir sem mestar hafa tekjurnar fá langmestar niðurfellingar óháð þeirri stöðu sem þeir eru í. Er þetta ekki svolítið útrásarleg hugmynd? Að verið sé að fella niður skuldir hjá þeim er ekki þurfa á því að halda, en nýtist þeim ekki sem verst eru staddir, svo þar þarf að koma til sérstakra aðgerða af hálfu stjórnvalda eftir sem áður.
Nú er það svo ef ég hef skilið þetta rétt þá koma þeir 600 milljarðar sem Hróarnir hafa ánafnað okkur nú korteri fyrir kosningar til niðurfellinga skuldanna úr sjóðum bankanna, og af þeim fara 150 milljarðar til niðurfellingar skulda heimilanna og 450 til niðurfellingar skulda fyrirtækjanna.
Er það vitlaust skilið hjá mér að það sé ríkið sem þurfi að endurfjármagna bankanna og sú upphæð sem þarna fer út bætist þá ofan á endurfjármögnunina og þurfi að greiðast úr vösum landsmanna í formi hækkaðra skatta eða sparnaðar í til að mynda mennta og heilbrigðiskerfi? Og hverjir verða það sem verða að bera kostnaðinn af niðurfærslunni hjá þeim bönkum og fjármálastofnunum sem ekki eru í eigu ríkisins?
Eitt er það sem snýr beint að bönkum þeim sem hér eru starfandi innnanlands og annað hvað varðar þá er nú eiga til að mynda kröfur á íslensku bankanna. Myndu þeir án þess að það hefði nokkrar afleiðingar seinna meir vera tilbúnir í samþykkja slíkan gerning? Mundi slíkur gerningur ekki hafa varanleg áhrif með alvarlegum afleiðingum á alþjóðaviðskipti og atvinnulíf. Yrðu einhverjir tilbúnir til að halda áfram að aðstoða okkur út úr þeim ólgusjó sem við nú erum í færum við þessa leið? Ég leyfi mér að efast.
Einhvern veginn finnst mér þessi hugmynd eftir því sem ég velti henni betur fyrir mér ekki vera að virka, frekar en þeir byggingarkaranar sem nú standa ónotaðir víðsvegar um landið.
Mér finnst of mörgum spurningum ósvarað og kaupi það ekki frekar en í aðdraganda fallsins að hægt sé að finna peninga sem ekki þarf að borga fyrir. Fæ einhvern veginn á tilfinninguna að hér sé meira um kosningahugmynd að ræða , og hreinan flótta frá vandamálinu frekar en raunsæja tillögu til lausnar.
Þriðjudagur, 17. mars 2009
þeir kunna ekki að skammast sín
Það er með ólikindum hve gersamlega þeir HB Granda menn virðast vera úr tengslum við veruleikann í landinu. Og spurning hvort framferði af þessu tagi gefi ekki tilefni til að endurskoða það gjafakvótakerfi sem hér er og leggja það raunar af. Ljóst er að sumir þeir er fengið hafa af gjafakvótanum hafa farið vel með og áttað sig á kvótann bæri að nýta með hagsmuni allra að leiðarljósi, og aðrir hafa svo safnað skuldum og veðsett þann kvóta sem þeir hafa út yfir gröf og dauða. Og beðið launþega þá er fyrir þá vinna um að lækka laun sín svo hægt væri að halda fyrirtækjunum gangandi
Nú hefur eitt þessara fyrirtækja með Kristján Loftsson sem hingað til hefur fengið það sem hann biður um , og fjármálamógúllinn Ólafur Ólafsson í fararbroddi ákveðið að greiða sjálfum sér arð upp á 8% á sama tíma og fyrirtæki þeirra HB Grandi hefur fengið leyfi til að fresta launahækkunum hjá fyrirtækinu í ljósi bágrar stöðu. Kunna þessir menn ekki að skammast sín?
Ósvífni og siðleysi þessara manna er algert og í raun ekkert annað hjá verkalýðhreyfingunni að gera en að taka alla sína afstöðu til fyrirtækja í sjávaútvegi til rækilegrar endurkoðunar. Aftur og aftur eru það sömu menn sem hingað til hafa viljað láta flokka sig sem athafnamenn og ábyrga þjóðfélagsþegna sem ganga fram fyrir skjöldu og mjólka bæði auðlind og verkalíð í sína þágu. Og eins og þeim einum er lagið ráðast þeir alltaf á sama staðinn á launafólkið sem lægst hafa launin. Mín vegna mætti þjóðnýta þann kvóta sem þetta fyritæki ræður yfir án nokkura bóta af hálfu ríkisins. Slíkir menn eiga enga aðkomu að eiga að auðlindum þjóðarinnar. Þeir og hugmyndir þeirra um réttlæti og sanngirni eru ekki í takt við þær breytingar sem talsmenn jafnaðar og félagshyggju vilja sjá hér, en þeir eru góðir fulltrúrar gæðgis og gróðavæðingarinnar sem við erum nú að súpa seyðið af. Það verður einmitt um svona mál sem kosningarnar koma til með að snúast um í vor. Réttlátara þjóðfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. mars 2009
Sjálfstæðismenn vilja helst bara grilla á kvöldin.
Fyrir okkur íbúa á Suðurnesjumer athyglisvert að fylgjast með bloggi Guðbjörns Guðbjörnssonar frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins frá í gær þar sem viðhorf tveggja frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins af Suðurnesjum koma skýrt fram. Þeir eru ekki sáttir enda engin ástæða til.
Þeir frambjóðendur af Suðurnesjum sem þar völdu að stilla upp biðu allir ósigur, og það held ég verði erfitt fyrir þá sjálfstæðismenn að sannfæra Suðurnesjamenn um að Ragnheiður Elín Árnadóttir sé einhver sérstakur fulltrúi Suðurnesjamanna á listanum. Hún er fyrst og fremst fulltrúi fulltrúi gamalla tíma og viðhorfa þess sem engu vill breyta. Hún er eins og Árni Matthiasen áður fyrst og fremst fulltrúi flokkseigandafélagsins úr Reykjavík sem telur sig best færa um að ákveða hverjir leiði lista Sjálfstæðismanna á Suðurlandi hverju sinni.
Það verður að teljast með ólikindum hve hollir sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru flokkseigandafélaginu á höfuðborgarsvæðinu, og fullir vanmáttakenndar fyrir eigin fólki að þeir láti leiðast út í sama leikinn aftur og aftur. Ávallt skal forystumaður flokksins koma af Reykjavíkursvæðinu. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi eiga víst enga hæfa til að tala sínu máli. Það er dapurt. En þannig er það. Hvað veldur skilur víst enginn.
Það er ljóst af ummælum þeirra Guðbjörns og Árna og þess vegna fleiri ef út í það er farið að Sjálfstæðismenn eru í djupri kreppu og hreint ekki tilbúnir til að hleypa nýjum röddum með aðrar áherslur að. Þeir sjálfstæðismenn sem ekki ennþá tilbúnir né vilja horfa aftur fyrir sig, til að leita orsaka vandamálanna eins og fyrrum yfirmaður Ragnheiðar Elínar, og pólitískur lærifaðir hennar Geir H Haarde hefur sagt. Fortíðin skal gleymast svo fljótt sem auðið er, frjálshyggjan og einkavinavæðingin skal falla í gleymskunar dá, og látið svo líta út að þeir sem nú hyggjast leiða lista flokksins hafi hvergi nærri komið.
Það hefur sannast í því prófkjöri sem fram fór um helgina að útilokað er að flokksmenn sem óánægðir hafa verið með stefnu flokksins geti breytt honum innan frá. Það er sennilega rétt sem einhvern tíman var haft eftir höfundi frjálshyggjunnar Hannesi Hólmsteini að hinn almenni sjálfstæðismaður væri svo þægilegur í umgegni. Hann vildi helst bara græða á daginn en grilla á kvöldin. Sennilega sannar prófkjör þeirra Sjálfstæðismanna um helgina að þetta er allavega rétt hjá kórdreng læriföðursins í Svörtuloftum.
http://gudbjorng.blog.is/blog/gudbjorng/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 15. mars 2009
Til hamingju sjálfstæðismenn.
Prófkjörshelgin mikla er nú liðin og margt um merkileg úrslit, þó held ég að óhætt sé að segja að úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi komi þó einna mest á óvart, og ekki auðskiljanleg miðað við þau úrslit sem þar liggja fyrir.
Enn á ný er það þingmaður utan kjördæmis sem valin er til að leiða listann, um leið og þeim þingmönnum sem þó hafa verið hvað sjáanlegastir í störfum sínum (ef hægt er að tala um sjáanlega) er vikið til hliðar. Kjartan Ólafsson sem naut aðstoðar hins ólaunaða umboðsmanns Íslands no 1 virðist nú vera fallin af þingi, ásamt Björk Guðjónsdóttur þingmanni úr Reykjanesbæ.
Eini þingmaðurinn sem kjósendum flokksins þótti vert að halda í er hinsvegar náttúruaflið Árni Johnsen úr Reykjavík, sem annað slagið dvelur að sumarsetri sínu í Vestmannaeyjum, enda þaðan ættaður.Það er sá þingmaður sem kjósendum flokksins fannst vert að verðlauna fyrir frammistöðu sína á síðasta kjörtímabili. Um það voru, að því er virðist, allir Sjálfstæðismenn í kjördæminu sammála. Hann hefur til að bera þau gildi er flokkurinn stendur fyrir og vinnur vel fyrir kjördæmið að mati stuðningsmanna flokksins. Hann er því sennilega ótvírðæður sigurvegari prófkjörsins. Til hamingju Sjálfstæðismenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)