Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 7. október 2010
Tvö verst settu sveitarfélögin keppa í útsvari
Heimasíða Reykjanesbæjar verður manni nánast alltaf tilefni til umhugsunar. Nú auglýsa þeir þar keppni bæjarins í Útsvari. Og andstæðingurinn er Álftanes , sem sökum greiðslustöðu sinnar hafa þegar þurft að hækka útsvar sitt. Nú virðast menn ætla að keppa um hvor býður betur án þess að séð verði að ávinningur verði af þeirri keppni fyrir þau okkur sem útsvarið greiða.
Maður veltir því fyrir sér hvernig keppnin muni fara fram. Og hvar mörkin liggja. Og hvers vegna það er að það eru einmitt þessi tvö sveitarfélög sem veljast saman í keppninna. Verður keppt í að lækka útsvarið eða hækka það. Maður veltir því einnig fyrir sér hver verðlaunin verða. Eða hver veitir þau.
Það væri til að mynda frábær niðurstaða ef það sveitarfélag sem ynni og myndi lækka útsvar sitt mest fengi verðlaun sín frá til að mynda eignarhaldsfélaginu Fasteign í formi lægri húsaleigu.
Maður velti einnig fyrir sér hve mikilvægt er þegar svona viðburðir eru kynntir að fyrirsagninar séu réttar. Hvernig hefði til að mynda þetta hljómað er fyrirsögnin á vef Reykjanesbæjar hefði verið Tvö verst settu sveitarfélögin keppa í útsvari. Já heimasíða Reykjanesbæjar er stöðug uppretta vangaveltna hvað er og hvað getur orðið.
Fimmtudagur, 7. október 2010
"Klíkan"
Það er óhætt að segja að full ástæða sé til að þakka Guði fyrir að sú fámenna klíka í heilbrigðisráðuneytinu sem samið hafi niðurskurðartillögur í heilbrigðismálum, skuli ekki sinna sjúklingum.
Þær niðurskurðartilögur sem nú liggja fyrir virðast fyrst og fremst snúast um kerfisbreytingu, frekar en sparnað. Klíka heilbrigðisráðuneytisins sem í engu sambandi virðist hafa verið við forstöðumenn, og hvað þá notendur þjónustunnar ætlar að fara sínu fram. Í skjóli hrunsins.
Klíkan sem situr í Reykjavík virðist hreint ekki átta sig á hver þau áhrif verða á lífsgæði fólks á landsbyggðinni , nái arfavitlausar hugmyndir þeirra fram að ganga. Þau eru mikil og varða þá kannski sérstaklega þá sem langsjúkir eru og jafnvel deyjandi. Þeim verðu nú gert að dvelja sem lengst frá heimahögum sínum með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir þá og aðstandendur þeirra.
Tillögurnar eru lagðar fram á þann veg að skilja beri að um stórkostlegan sparnað sé að ræða. En ekki gerð nánari grein fyrir því í hverju sá sparnaður felist.
Felst hann í því að nýta ekki það húsnæði sem nú þegar er til staðar? Felst hann í því að aðrir hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar sinni sjúkilngum á sama hátt annarstaðar á landinu? Felst hann í auknum sjukraflutningum langar leiðir. Felst hann í ferðalögum ættingja ? Nei hvegi hefur verið sýnt fram á í hverju sparnaðurinn felst. Þetta er svona Gerum eitthvað hugmynd" fámennrar klíku sem valist hefur til þess að stjórna heilbrigðismálum landsmanna. Án þess að að því er virðist að hafa hugmynd um hvers eðlis sú starfsemi sem fram fer er.
Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna sem nú eiga að taka afstöðu til hugmyndanna er mikil. Og prófsteinn á hvar þeirra hugur liggur. Munu þeir kyngja ílla og órökstuddum hugmyndum klíkunnar um framtíðarfyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Íslandi , og látaundan frekju og yfirgangi þeirra sem allt vilja færa til Reykjavíkur. Án þess þó að sjánlegur sparnaður hljótist af eða húnæði undir strarfsemina sé fyrir hendi . Það á eftir að koma í ljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. september 2010
Eldveggir og skjaldborgir
Á morgun mun fjármálráðherra leggja fram sína tillögu að fjárlagafrumvarpi ríkistjórnarinnar. Þá mun koma í ljós hvort þau stjórnvöld sem nú sitja standi undir því sem þau segjast vera. Velferðarstjórn. Þá mun koma í ljós hvort þau hafi valið að standa vörð um velferð og réttindi almennings allstaðar á landinu. Ekki bara Reykjavík 101.
Nú reynir á hvort við þau sem greiddum velferðarflokkunum atkvæði okkar í síðustu kosningum uppskerum eins og við sáðum. Hvort ríkistjórnin hafi sett upp eldveggi og skjaldborgir gagnvart íbúum landsbyggðarinnar einnig, og hvort flokkarnir sem að henni standa fylgi stefnu flokka sinna sem þeir kynntu við síðustu kosningar.
Einn mikilvægasti þáttur velferðarkerfisins er heilbrigðisþjónustan. Að íbúar landsins alls hafi jöfn tækifæri til að njóta sambærilegrar þjónustu þegar áföll og sjúkdómar ríða yfir. Það er byggðasjónarmið, sem er kannski endilega það hagkvæmasta út frá reiknilíkönum, en eigi að síður mikilvægt sé litið til búsetu.
Við sjáum á síðum blaðanna að þessa dagana ríður holskefla uppboða á heimilum fólks ríður yfir yfir. Griðin sem gefin voru eru á enda. Skyldi fjárlagafrumvarp velferðarstjórnarinnr taka mið af því. Að gert verði ráð fyrir að taka þarf á vandamálum þess fólks sem stækkar stöðugt. Nú reynir á og í raun síðasta tækifæri stjórnarinnar að senda út meldingar um að þau stóru orð sem gefin voru um skjaldborgina hafi eitthvað innihald.
Það verður líka spennandi að sjá hvernig stjórnvöld hyggjast taka á vandamálum fyrirtækjanna, sem sum hver eru við það að blæða út. Þar þurfa stjórnvöld að tryggja að eldveggurinn virki í báðar áttir en ekki bara aðra eins og nú er. Það þarf að setja skýrar reglur þar sem fjármálastofnanir skilja hver mörk þeirra eru í innheimtu skulda. Það þarf að skapa fyrirtækjunum og heimilunum tækifæri til að lifa í kjölfar helreiðar fjármálastofnanna.
Fjárlagafumvarpið núna er það mikilvægasta sem þessi ríkisstjórn hefur lagt fram. Þetta er það frumvarp sem að lokum ræður úrslitum um hvort fólk telji það erfiðisns virði að taka stöðu með þeim stjórnvöldum sem nú ríkja. Það þarf ekki að sýna að allir erfiðleikar klárist á næst ári, en það þarf að skína í gegn að hjarta stjórnarinnar slær með fólkinu í landinu, en ekki embættismönnum og fjármálastofnunum sem nú telja lag á breytingum sem hvergi hafa verið ræddar. Það kemur í ljós á morgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 29. september 2010
Maður verður að taka Pollýönnuna á þetta.
Að mörgu leyti kom niðurstaða Alþingis á tillögum þingmannanefndarinnar á óvart. En niðurstaðan var þó spor í rétta átt, og ljóst að stjórnmálin á Íslandi verða ekki söm á eftir. Þar urðu þingmenn að taka erfiða ákvörðun, sem snéri að einstaklingum og vinum. Jafnframt því sem þeir urðu að vega og meta hver áhrifin sem niðurstaðan hefði til framtíðar. Óhætt er að segja að hver og einn hafi þar þurft að reiða sig á sína eigin dómgreind. Hvert niðurstaðan færir þá á eftir að koma í ljós.
Eitt er þó ljóst og þar verður maður að taka Pollýönnuna á þetta og það er að stjórnmálin á Íslandi verða ekki söm á eftir. Þrátt fyrir að niðurstaðan hafi verið neikvæð sé tekið tillit til ábyrgðar ráðherra á málaflokkum sínum, og til svonefnds oddvitaræðis , þá vita menn nú að svipan er nú reidd til höggs villist menn af sporinu. Menn munu umgangast ábyrgð sína á annan hátt framvegis. Myndi maður ætla.
Það held ég að öllum sé ljóst hverja stjórnmálaskoðun sem menn hafa á annað borð að dapurt sé að fyrrum forsætisráðherra sé nú stefnt fyrir landsdóm. Og að félagar hans sem raunverulega ollu hruninu skuli sleppa sökum fyrningarákvæða sem eru styttri en víðast hvar annars staðar.
Það er ljóst að í gær var dimmur dagur í sögu Alþingis og þjóðarinnar. Ekki sökum þess að nú var í fyrsta sinn forystumaður í stjórnmálum dreginn til ábyrgðar. Heldur vegna þess að nýta þurfti lögin. Að svo virðist sem meiri líkur en minni séu á að lög um ráðherraábyrgð hafi verið brotin. Og nú er það hlutverk Landsdóms að taka afstöðu til hvort svo sé.
Hann er undarlegur eftirmálin sem atkvæðagreiðslan virðist ætla að taka. Maður skilur vel gremju sjálfstæðismanna, og fleiri ef því er að skipta. En niðurstaðan er komin og henni ber að una. Nema menn vilji nú finna sér nýtt mál til að karpa um. Það mun einungis færa virðingu Alþingis enn neðar en orðið er. Í stað þess að taka á þeim alvarlegu vandamálum sem við blasa. Karp um niðurstöðuna mun engu skila, og tímabært að leggja það að baki. Einbeita sér að þvi sem nú skiptir mestu máli. Vandamálum heimilinna og fyrirtækjanna í landinu.
Niðurstaða alþingis til tillagna þingmannanefndarinnar sýnir okkur svo ekki verður um villst að nauðsynlegt er að skilgreina ábyrgð á ákvörðunum og gjörðum ríkistjórna á nýjan leik. Svo hjá því verði komist í framtíðinni að vafi liggi á hvar ábyrgðin liggur. Við þurfum að hafa rikistjórn sem fjölskipað stjórnvald, þar sem allir ráðherrar bera jafna ábyrgð á ákvörðunum og gjöðum viðkomandi ríkistjórnar. Það myndi einnig einfalda margt en jafnframt gera auknar kröfur til þeirra sem stjórnina fara hverju sinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.9.2010 kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. september 2010
"Við lentum bara í þessu"
Ég held að við höfum öll alið okkur þá von í brjósti við síðustu kosningar að kominn væri tími breytinga. Að velferð og hagsmunir borgaranna yrðu nú sett í fyrsta sæti , og sérhagsmunir fárra yrðu látnir víkja í því sem við þá vildum kalla Hið nýja Ísland. Ég held líka að við höfum öll vitað að nýtt upphaf yrði erfitt. Og engin ein lausn sem allir gætu sæst á væri í sjónmáli. En við treystum á að nú yrði reynt.
Við vitum líka að það bú sem núverandi stjórnvöld tóku við var ekki burðugt, eftir rúmlega áratuga tilraunir nýfrjálshyggjunnar til að sölsa sem mest undir sig. Það bú var reyndar rústirnar einar og ekki árennilegt verkefni að reisa hér við efnahag landsins. Menn voru þó sammála um að megin - verkefnið væri að styðja við þá sem mest þurftu á að halda og ljóst væri að í mestum vanda voru eftir hrunið. Það var stór hópur. Sem stækkar enn.
Við höfum nær daglega fengið að fylgjast með fréttum af ýmsum gjörðum skilanefnda bankanna , sem margar hverjar hafa ekki verið hafnar yfir vafa. Og okkur sagt að sum fyrirtæki væri ekki hægt að reka án aðkomu þeirra sem áttu þau áður, en voru þó einnig aðaleikarar hrunsins. Við höfum nú síðustu daga einnig séð og heyrt fréttir af rótgrónum fyrirtækjum, sem þurft hafa að stöðva rekstur sinn sökum þess að núverandi eigendur væru óæskilegir eigendur. Bankarnir fara sínar eigin leiðir á þá verður ekki komið böndum.
Við bundum vonir við Skjaldborgina" sem stjórnvöld lofuðu að yrði byggð í kringum fólkið í landinu. Það hafa verið settir upp steinar og stuttir veggstubbar sem hafa átt að hindra áhlaup græðginnar á heimili venjulegs fólks, en ljóst er að varnirnar eru í molum. Fjöldi fólks hefur þegar misst heimili sín, og þúsundir bíða eftir því bankað verði á dyr og þeim tilkynnt að nú sé röðin komin að því. Umboðsmaður skuldara leggur til að verkamannabústaðakerfið verði endurvakið.
Við lentum bara í þessu" sagði drukkinn ökumaður sem sem velt hafði bíl sínum og stórskaðað samferðamenn sína sem vissu jafnframt að ábyrgðin var einnig þeirra. Þeir höfðu leyft honum að keyra drukknum þrátt fyrir að vita um hættuna. Rannsóknarskýrslan segir okkur að vitað hafi verið um hættuna um hrunið. Seðlabankastjóri, og oddvitar flokkanna sem sátu í ríkistjórn vissu um hættuna, en völdu að láta sem fæsta vita. Þeir lentu bara í þessu"
Vonin er tekin að veikjast , breytingarnar sem boðaðar hafa verið láta bíða eftir sér. Pólitíkin er söm við sig og lítið hefur breyst. Flest gerum við okkur grein fyrir að framundan er erfiður vetur. Þau grið sem hinum almenna borgara hefur verið gefin er brátt á enda. Framundan er fimbulvetur fyrir fjölda fólks sem nú sér fram á að missa heimili sín endanlega. Það stendur upp á þá stjórnmálamenn sem lofað höfðu breytingum og skjaldborgum að bretta upp ermarnar og beina athyglinni að því sem skiptir máli. Velferð borgaranna í þessu landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. september 2010
Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð.
Maður veltir því fyrir sér hvað stefnu mál eru að taka í svonefndu Landsdómsmáli. Og hverjar afleiðingar þess verða velji menn að láta sem svo að ekkert hafi það gerst að ástæða sé að láta reyna á Landsdóm. Það getur varla verið meining manna að allt hafi verið eðlilegt við þá stjórnsýslu sem ráðuneyti stjórnar Geirs H Haarde viðhafði, eða viðhafði ekki. Hafi ekki verið unnt að afstýra hruni eftir árið 2006 veltir maður því fyrir sér hvað menn voru að gera á stjórnarheimilinu.
Það virðist ljóst að um stjórnartaumana er varða efnahagsmálin héldu aðrir en kjörin stjórnvöld. Allar upplýsingar um stöðuna virðast hafa legið fyrir hjá Seðlabanka Íslands. Þeim upplýsingum virðist ekki hafa verið komið áfram nema til ákveðinna aðila, flokksfélaga seðlabankastjórans og ef til vill nokkurra þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn treysti til að héldu málinu hjá sér.
Það er einnig ljóst að flest það sem seðlabankinn vissi, vissi forsætisráðherrann einnig , og nokkrir nákomnir honum. Bara það að þær upplýsingar voru ekki nýttar til að lágmarka tjónið, ætti að vera nóg til að kalla Landsdóm og eyða vafa. En málið hefur snúist upp í annað en spurningu um ábyrgð, málið er farið að snúast um persónur og varnir þeirra . Málið hefur tekið á sig flokkspólitískan blæ, þar sem þeir sem kepptust um að taka ábyrgð á landsmálunum firra sig nú ábyrgð á afleiðingum afskiptaleysis síns.
Það þing sem nú situr er skipað fjölda nýrra þingmanna. Þingmanna sem þjóðin treysti til að leiða þær breytingar sem augljóslega var þörf. Þingmannanefndin er að meginhluta skipuð nýjum þingmönnum, sem hafa staðið undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar. Meirihluti nefndarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skjóta niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar til Landsdóms. Og eyða þar þeim vafa sem uppi er.
Verði það ekki gert er ljóst málið muni áfram hanga yfir sem staðfesting þess að sumir er jafnari en aðrir. Að sama réttlæti gildi ekki um alla þegna þjóðarinnar. Að kjörnir fulltrúar þurfi ekki hafa áhyggjur af því að standa ábyrgir gagnvart gjörðum sínum. Er það þannig sem við viljum byggja upp samfélag okkar til framtíðar? Ég held að það verði ekki til góðs, sé til framtíðar litið.
Enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Um það snýst málið. Leiki vafi á sekt manna er það dómstólanna að skera úr um þá sekt. Það er ekki hlutverk Alþingis að dæma , en það er þeirra að vísa því til dómstólanna telji menn vafa til staðar. Þann vafa telur bæði rannsóknarnefndin og nú þingmannanefndin vera til staðar. Það er í Landsdómi sem vörnin og sóknin eiga að eiga sér stað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. september 2010
Verið ekki gagnrýninn, haldið kjafti og sýnið samstöðu
Í gær birtist á vef Víkurfrétta þessi frábæra grein eftir Suðurnesjamanninn Kristján Reykdal. Grein þessi er ein fjölmargra greina sem þar hafa birst undanfarið í kjölfar góðrar greinar Skúla Thoroddsen, sem öllum skiljanlega er ekkert sérlega sáttur við stöðu Reykjanesbæjar, eða frammistöðu meirihluta sjálfstæðismanna í bænum undanfarin 8.ár. Hjálmar Árnason sá sig tilneyddan til að svara Skúla, þar sem meginstefið í svari hans var óvænt . Verið ekki gagnrýnin, haldið kjafti, og sýnið samstöðu.
Maður hefði haldið að í kjölfar hrunsins að hefðu menn lært. Lært að það er einmitt gagnrýnin hugsun sem skiptir máli til að koma í veg fyrir þvílíkt og annað eins. Að væri þörf fyrir eitthvað nú, væri það að efla gagnrýna hugsun, og kjark manna til að láta í sér heyra. Með allt það sem þeim mislíkar, eða eru haldnir efasemdum um. Að þöggun og meðvirkni ætti að heyra fortíðinni til.
Við sjáum nú í bakspegli atburðanna að flest það sem á okkur hefur dunið , hefði mátt koma í veg fyrir. Með gagnrýnni hugsun og breyttu viðhorfi til þess valds og áhrifa sem peningar og stjórnmál veita. Og það er verkefnið sem fyrir liggur að breyta því vinnulagi sem hefur verið viðhaft.
Við verðum að rífa okkur upp úr þeirri hugsun okkar íslendinga á lýðræðið byggist á því að meirihlutinn ráði, án tillits til afstöðu minnihlutans. Við þurfum að byggja brú í samræðulistinni þar mönnum auðnast að slípa saman sjónarmið minni og meirihluta í þeim málum er mestu skipta . Að menn þurfi ekki sýknt og heilagt að grípa til stóru orðanna til þess að rödd manns heyrist. Við verðum að sýna gagnkvæma virðingu og skilning.
Við höfum séð að mörg mistök hafa verið gerð, sökum þess að þeir sem með völdin fóru völdu að hlusta ekki á gagnrýni og aðvörunarorð þeirra sem annarrar skoðunar voru. Við verðum að efla áhrif þeirra sem veita mönnum valdið. Við verðum að koma mönnum í skilning um að enginn er eyland, sama hvað stöðu eða fjármagni þeir hafa yfir að ráða.
Lokaorð greinar Kristjáns Reykdals ramma í raun inn á mannamáli hvert skuli stefnt. Ef samstöðu á að skapa verður það einungis gert með því að þátttakendur stefni allir af einlægni að jöfnum rétti allra og virðingu fyrir náunganum, að þátttakendur standi á sama grunni en týni sér ekki í tækifærismennsku utan við ábyrga samfélagslega þátttöku"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. september 2010
Slökkvum ljósin.
Slökkvum ljósin.
Reykjanesbær óskar eftir ábendingum íbúanna um hvað betur mætti fara og leiðir til sparnaðar í bænum. Því kalli verðum við öll að svara, því vá vofir fyrir dyrum og nái menn ekki að sýna fram á sparnað upp á 450 milljónir fyrir 1.okt er hætta á að sérfræðingar í fjármálastjórnun geti haft áhrif á hvernig hvernig við högum okkar málum. Eftirltsnefnd um fjármál sveitarfélaganna bankar á dyrnar.
Já, ábyrgðin er komin í hendur íbúanna að sjá til þess að sömu menn stjórni fjármálum bæjarins okkar áfram. það er ekki laust við að manni detti í hug að menn séu nú á reyna að fela slóð sína, og geri svipað og drukkinn ökumaður sem ég heyrði um nýverið. Dómgreindarleyið brast í takt við aukna neyslu áfengisins sem hann drakk, og þegar kom að heimferð datt honum í hug snjallræði svo hann gæti keyrt heim án þess að lögreglan myndi stöðva hann. Hann slökkti ljósin á bílnum, og keyrði svo út í umferðina. Hann reyndi að leiða athyglina frá sér
Það virðist við blasa að vandamál bæjarins tengjast óbeint starfskjörum bæjarstjórans. Þar sem þess hefur ekki verið gætt að árangurstengja laun hans. Skyldi hann vera hæst launaði bæjarstjóri landsins í dag ef svo hefði verið?. Mér er það til efs. Það er augljóst að í launum bæjarstjórans liggur fyrsta og auðveldasta sparnaðarleiðin. Og mun ekki koma niður á neinum nema honum sjálfum, í takt við þann árangur sem stefna hans í fjármálum bæjarins hefur sýnt.
Einhverstaðar heyrði ég að laun hans með nefndar og stjórnarsetum væru um átjánhundruð þúsund á mánuði. Það þýðir að stofnanir bæjarins og tengdir aðilar greiða honum laun upp á rúmlega 21.milljón á ári og yfir allt kjörtímabilið 84.milljónir. það eru miklir peningar sem unnt væri að nýta á skynsamlegri hátt sé litið til þess hvað hefur fengist fyrir þann pening undanfarin ár.
Það mætti til að mynda algerlega koma í veg fyrir allan niðurskurð í félagslega kerfinu, og unnt yrði að halda því að mestu óbreyttu frá því sem nú er. Þar væri til mikils að vinna.
Auðvitað er það harkalegt að þurfa að leggja til að bæjarstjórinn verði rekinn, en einhvern vegin virðist þetta líta út á pappírnum fyrir að vera rakin hugmynd. Árangur hans er minni en enginn og ljóst að þeim peningum sem við bæjarbúar höfum eytt í laun hans hefur verið illa varið. Það sýnir staðan nú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 21. september 2010
Varðhundar valdsins.
Kviðdómur valdsins var kallaður saman, og sakborningum boðið að flytja mál sitt. Dómarinn kvað upp úrskurð sinn í ræðu á Alþingi í gær. Varðhundar valdsins virðast hafa komið sínu fram, og í ljós skín einbeittur viljinn til þess læra ekkert á hruninu. Vináttan er meira virði. Niðurstaðan vekur spurningar um á hvað leið við erum .
Alger samstaða var um myndun þingmannanefndar til að taka á afar viðkvæmu máli. Hver flokkur kaus sér þá nefndarmenn sem þeir treystu best til þess að taka á einu því viðkvæmasta máli sem fyrir Alþingi hafði komið. Allir gerðu sér grein fyrir alvöru málsins, og eftir hvaða lögum skyldi farið. Og engin vissi niðurstöðu nefndarinnar fyrirfram. Ef svo hefði verið hefði ekki verið þörf á nefnd þeirri sem skipuð var.
Þingmannanefndin var ekki dómstóll. Henni var gert að taka afstöðu til viðbragða Alþingis við skýrslu Alþingis við skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Það gerði hún og kom með fjölmargar tillögur til úrbóta. Jafnframt því sem hún kom með þrískiptar tillögur um hverjum fyrrum ráðherra skyldi stefnt fyrir landsdóm. Það gerði hún, þó um þrískipt álit væri að ræða.
Það er nú hlutverk alþingismanna að taka afstöðu til þess hvort stefna beri þeim ráðherrum fyrir Landsdóm. Sá ákvörðum byggist á þeirra persónulega mati um hvort þeir telji vafa leika á um hvort brot hafi verið framinn. Það er ekki hlutverk þeirra að skera úr um. Það er hlutverk dómstólsins. Sækjandans að sýna fram á að brot hafi verið framið , og verjandans að sýna fram á að svo var ekki. Dómstóllin á erfitt hlutverk fyrir höndum. Komi hann yfirleitt saman. Varðhundar valdsins virðast ekki vilja það.
Menn bera nú á borð þau aularök að ekkert hafi verið hægt að gera, og því beri ekki að stefna þeim sem við stjórnina sátu um hver endirinn varð. Þess þá heldur myndu sumir segja. Hvað voru menn eiginlega að gera?
Það er ljósara nú en nokkru sinni fyrr að uppstokkunar er þörf í því pólitíska umhverfi sem við búum við. Við þurfum að finna leiðir til þess að störf stjórnmálaflokkanna snúist eingöngu um stefnur og hugsjónir. Að þeim mönnum og konum sem stefnuna bera fram sé það fullkomlega ljóst að það séu ekki persónur þeirra eða vina þeirra sem í forsæti séu. Skiljum þann pakka eftir hjá varðhundum valdsins. Valdalausum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. september 2010
" Jens, gerðu ekki eins og mamma þín segir þér "
Jens gerði ekki eins og mamma hans sagði honum. Hann burstaði ekki tennurnar og þess vegna fengu þeir félagarnir Karíus og Baktus næg tækifæri til þess að eyðileggja að vild. Þeir boruðu holur og lömdu í taugar þar þar til að varð óbærilegt fyrir aumingja Jens , sem að lokum var dreginn til tannlæknis og meinsemdarmönnunum var skolað út í sjó.
Gerðu ekki ein og mamma þin segir þér hrópuðu þeir fyrst sitt í hvoru lagi en síðan sameinaðir í von um að vitleysan næði eyrum Jens . Og nú kem ég loks að því sem ég vildi sagt hafa. Við íbúar í Reykjanesbæ höfum nú í nokkur ár hlustað á útskýringar og hróp meirihluta sjálfstæðismanna í bænum um að hér væri allt í himnalagi, þrátt fyrir að verið væri að höggva og bora í innviði samfélagsins sem nú er komið að hruni.
Þar hafa félagarnir Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson gengið hart fram og oftast sitt í hvoru lagi. En telja nú um helgina tíma til kominn að að kalla saman í von um það sem vitlaust er verði sá sannleikur sem eftir situr. Þeir segja í yfirlýsingu að öllum nefndarmönnum hafi átt að vera ljós niðurskuðaráform meirihlutans frá fyrsta degi, sem skv yfirlýsingu þeirra félaga mun vera 9.sept síðastliðinn. Því miður verð ég að staðfesta fyrir mitt leyti sem nefndarmanni í Fjölskyldu -og félagsmálaráði að ekkert er fjær sannleikanum. Það er verið að ljúga.
Síðastliðið fimmtudgaskvöld fékk ég sendan tölvupóst frá félagsmálastjóra þar sem ég er boðaður til óformlegs fundar nú í kvöld. Umræðuefnið er niðurskurður , og málefnið svo viðkvæmt að tillögur félagsmálastjórans eru ekki sendar með. En mér boðið að koma við seinni part föstudags til þess að bera þær augum. Því miður hafði ég lofað mér í annað og hef því enn ekki séð þær tillögur. Ég hef því vitað að niðurskurður stæði fyrir dyrum í þrjá daga, og engan möguleika haft á að hafa áhrif á hvernig þær eru mótaðar.
Öllum er okkur nú ljóst að innviðir bæjarins eru orðnir veikir, og óljóst hvort auðnist að koma í veg fyrir hrun bæjarins. Við vitum nú að við áttum ekki að hlusta á orð meirihlutans þar sem sagði okkur að allt væri í lagi. Og við vitum líka að þeir sem bæði hafa verið uppvísir að ósannindum og borað allar holurnar sjálfir, eru ekki líklegir til að fylla í holurnar svo treystandi sé. Við eigum að leita okkur hjálpar sérfræðinga þó sárt sé . Við eigum að leita til eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um hjálp til úrlausnar okkar mála. Það er skynsamlegt að kalla á hjálp, sé manni ljóst að maður sé að drukkna. Það er mín persónulega skoðun.