Heldur lögleysan áfram?

 

Hún var skrýtin fréttin í DV um að Motorcross svæðið svonefnda í gær. Af henni mátti helst skilja að sveitarstjórnarlög hefðu verið brotin enda segir í 73.gr þeirra  Eigi má sveitarfélag veðsetja öðrum tekjur sínar né heldur fasteignir sem nauðsynlegar eru til þess að sveitarfélagið geti rækt lögskyld verkefni sín. Aðrar eignir getur sveitarfélag veðsett í þágu sveitarsjóðs, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess."  Ekki verður séð af bókum bæjarins að Toppurinn sé eða hafi verið eitt af fyrirtækjum bæjarins eða stofnana hans.

Og manni létti óneitanlega nú í morgun þegar formaður Bæjaráðs Reykjanesbæjar útskýrði í Vikurfréttum að auðvitað væri hér um misskilning og mistök að ræða. Sýslumaðurinn hefði gert mistök með því að þinglýsa bréfunum, en jafnframt að veðsetningin sem er óheimil samkvæmt lögunum stæði þó áfram. Fram til ársins 2011.

Í kjölfar hrunsins , í febrúar á þessu ári hafi svo verið gerður nýr samningur þar sem VBS ( sem er í slitameðferð) hafi skilað 70% landsins til baka veðbandalausum, en jafnframt að áfram sé áfram veð á 30% landsins. Hve há þau veð eru, er ekki nefnt.  Og verði  landið ekki uppbyggt fyrir 1.ágúst 2013 eigi kröfuhafar VBS ekki kröfu á öðru en að taka við landinu með sömu skilyrðum og lóðarleigusamningur segir til um.

Ég  er nú ekki löglærður maður en  get nú ekki betur séð af útskýringum bæjaráðsformannsins en að ólöglega fengin  veð hvíli því enn á 30% landsins. Og veit heldur ekki til þess að veð falli niður nema sú upphæð sem að baki stendur sé annað hvort greidd, eða niðurfelld. Það virðist því ljóst að hvort sem Sýslumaðurinn hafi gert mistök eða ekki að kröfuhafarnir eigi áfram kröfu , og það sem verra er að eign bæjarins sem óheimilt er að veðsetja skv, sveitarstjórnarlögum  er  áfram veðsett. Lögleysan heldur áfram. Varla telst það nú góð stjórnsýsla ef rétt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.