Er eignarhaldsfélagið Fasteign gjaldþrota?

 

 Ég hef alltaf haldið að ég væri einn þeirra manna sem blóðið rynni ekki í . Og ekki væri hægt að mæla blóðþrýstinginn í.  Konan sem er hjúkrunarfræðingur hefur eytt mörgum kvöldum í að sannfæra mig um að væri það svo  væri ég dauður. Ég trúi henni núna, eftir lestur þessarar spurningar Teits Atlasonar  um málefni Fasteignar ehf.  Því ég finn að blóðið rennur nú  takt við óttann við að hugboð mitt sé rétt.  Er Fasteign gjaldþrota, og er það þess vegna sem bara er hægt að glugga í ársreikninga þess frá 2008?

Eignarhaldsfélagið Fasteign er að langmestu leyti í eigu sveitarfélaga, og stærsti einstaki eigandinn þar inni er sveitarfélagið sem ég bý í, Reykjanesbær. Samkvæmt árreikningi þessum á félagið að greiða á þessu ári rúma 35.milljarða króna afborgun. Ég spyr eins og Teitur Atlasson, hefur þess greiðsla verið greidd, eða frá henni gengið að öðru leyti. Það er spurning sem forsvarsmenn félagsins verða að svara. Því þar er sýslað með opinbert fé að langmestu leyti.

Vera má að þögnin sem nú ríkir um stöðu Fasteignar skýrist af viðkvæmri stöðu, en ljóst er að sú þögn er nú orðin löng, og síst til þess fallinn að róa þá er eiga fyrirtækið. Íbúa sveitarfélaganna sem að því standa. Það er nú forsvarsmanna fyrirtækisins að útskýra hver staðan  er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú athugar betur þá sérðu að reikningur Fasteignar er í Evrum, þetta er því ekki 35 milljarðar króna heldur nær 5 milljörðum. 

Gunnar Tryggvason (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Það léttir nú lundina, og kannski óþarft að hafa áhyggjur. þó ég sjái nú hvergi að svo sé.

Hannes Friðriksson , 3.9.2010 kl. 15:24

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvar ætlar Fasteign að fá 5 milljarða ISK í Evrum? Í Seðlabankanum? Seðlabankinn á ekkert, hann er með lánsfé frá AGS í sínum bókum. Þetta heitir að láta skattborgarana blæða. Nær að setja apparatið á hausinn og sjá hverjir koma til með að vilja eignast sundlaugar, leikskóla osfrv.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.9.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.