Samstaða skilar okkur langt.

Undanfarna mánuði  hafa Suðurnesin verið mikið í fréttum, út af margvíslegum málum.  Nú síðast út af málefnum Heilbrigðistofnunar Suðurnesja , þar sem menn hafa  að því leyti er um það hefur verið fjallað náð að sýna samstöðu um það málefni burt séð frá stjórnmálskoðunum. Þar höfum við talað einum rómi.

Þetta hefur orðið mér tilefni til hugleiða hve samstaða svæða eins og Suðurnesja er mikilvæg , og hve nauðsynlegt það er að menn tali saman um þau mál er varða almenna hagsmuni svæðisins.

Eitt af þeim málum sem að undanförnu  hafa valdið óeiningu er fyrirhugaðar  línulagnir vegna  Álvers í  Helguvík, og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu.  Þar verða menn að horfa á svæðið sem heild en ekki einblína á fyrirhugað álver eða láta andstöðu við það hafa áhrif á ákvarðanir sínar.

Það er öllum byggðum á Suðurnesjum nauðsynlegt að samstaða náist um mál þetta þar sem nú þegar er ljóst að núverandi lína, nær ekki að uppfylla þær kröfur sem gerðar  eru  hvað varðar öryggissjónarmið til dæmis, auk þess sem  frekari töf á línulögnum  gæti haft áhrif á uppbyggingu annarra atvinnutækifæra  allstaðar í byggðarlaginu . Það megum við ekki láta gerast.

Við verðum að rífa okkur upp úr því hjólfari sem við því miður höfum grafið okkur í að hugsa kannski of mikið um hag eigin bæjar og vera kannski inn á milli svolítið eigingjörn hvað það varðar. Það er kannski  ekki endilega hagur heildarinnar að við í annað hvort í krafti stærðar eða  annarrar sérstöðu    teljum okkur mikilvægari en við í raun erum.

Það er ljóst að svæðið hefur þróast undanfarin ár þannig að menn sækja atvinnu sína þvert á byggðarlögin , þannig sækja margir íbúar í Reykjanesbæ vinnu sína  ýmist í  Garð,Grindavík , Sandgerði eða Voga og öfugt.  Vegalengdirnar er í flestum tilfellum ekki langar og samgöngukerfið verður betra og betra. Og hagsmuni r hvers bæjar um sig tengjast æ meir.

Þannig erum við í raun alltaf að verða háðari og háðari hvert öðru , og nauðsynlegt að við í stað þess að rífa af hvort öðru skóinn í tilraunum okkar til að verja okkar , snúum við blaðinu og hugum að sameiginlegum hagsmunum okkar sem felast í að byggja upp samfélag , með góðum og dreifðum atvinnutækifærum , hærri launum og fjölbreyttara mannlífi. Þannig held ég að hag Suðurnesja sé best borgið til framtíðar. Með samstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Hannes

Ég þakka þér fyrir símtalið gær, þótt ekki hafi ég verið þér sammála - aldrei þessu vant.

Ég er þér hins vegar sammála varðandi samstöðuna á Suðurnesjum og reyndar er samstaðan meiri en maður heldur og þá sérstaklega á milli Sandgerðis, Garðs, Voga og Reykjanesbæjar. Grindavík er einhvernvegin lengra í burtu auk þess sem þeir búa við þá sérstöðu að atvinnulífið þar tengist minna Keflavíkurflugvelli og öðrum vinnustöðum hérna megin á Reykjanesinu.

Það er nú von mín að íbúarnir í Vogum, Sandgerði og Garði sjái brátt að eina vitið er að þessi sveitarfélög sameinist í eitt 20.000 íbúa sveitarfélag. Ég er hins vegar ekki eins viss um að það henti hagsmunum Grindvíkinga að sameinast þessu bæjarfélagi, þótt þeir séu að mínu mati einnig velkomnir í slíkt samstarf ef þeir kjósa svo.

Slagkraftur þessa stækkaða sveitarfélags yrði mun mun meiri en þeirra smáu sveitarfélaga, sem nú eru á Suðurnesjum. Þjónustan myndi batna og þá sérstaklega fyrir íbúa í Garði, Sandgerði og Vogum. Sennilega hefði þetta mun minni afleiðingar fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Þetta er eitt atvinnusvæði og bókstaflega ekkert sem mælir á móti sameiningu fyrrgreindra sveitarfélaga. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessu, því betra.

Ég tel að hið nýja sveitarfélag eigi að hljóta nafnið Reykjanes, sem ég tel betra nafn en Reykjanesbær. Næstu sveitarstjórnarkosningar væru tilvalinn tímapunktur til að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.7.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Guðbjörn

Ég var nú ekki að tala fyrir þeirri samstöðu sem þú talar þarna fyrir, það er að bæjarfélögin sameinist í eitt sveitarfélag. Get ekki betur séð en hvert sveitarfélag sé ágætlega stödd eins og þau eru nú. Ég sé ekki að nauðsynlegt sé að hvert sveitarfélag afsali sér sérstöuðu sinni með að sameinast öðru. Hluti sjarmans við þetta allt er nú einu sinni að hvert sveitarfélg stjórnar sínum málum, og einkenni hvers bæjar haldist. Engum hefur ennþá að minnsta kosti dottið í hug að Hella Hvolsvöllur og Selfoss sameinist, þótt það sé kannski sniðugt út frá einhverjum stöðlum um æskilega stærð sveitarfélgs.

Það sem ég er að tala fyrir er að menn efli þá samstöðu er snúa að þeim málum er snúa að sveitarfélögunum sameiginlega,þá er ´wg  að tala um er að menn sameinist hvað varðar heildarhagsmunina, svo sem heilsugæslu, orkuöflun og annað slíkt sem beinlinis eru sameiginleg hagsmunamál . Annað var ég nú ekki að tala um. Hvað Grindarvík varðar eru þau hlekkur í keðjunni og talsvert öflugur hlekkur í þessari keðju, þaðan kemur til að mynda stór hluti þeirrar orku og hita öll sveitarfélögin njóta góðs af í dag. Og þar er feikna góður golfvöllur.

Hannes Friðriksson , 12.7.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég þóttist nú skilja þig, en fannst ágætt að koma þessu frá mér. Ég mikið pælt í þessum sameiningarmálu og þó sérstaklega á meðan á námi í mínu í stjórnsýslunni stóð. Ég tók námskeið í sveitarstjórnarmálum  og því fylgdi heilmikið lesefni, m.a. frá Danmörku, sem þú hlýtur nú að að vera "svag" fyrir. Í þessu lesefni var einmitt mikið talað um þessa "ideal" stærð, sem Reykjanesbær er ekki alveg kominn í.

Ég sé nú ekki betur en að "sveitarfélagsrígurinn" breytist bara í "hverfaríg" og minni á lætin á síðastliðnu sumri vegna ljósanóttarlagsins.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.7.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband