Hvaða við?

 

Mikilvægi frjálsrar umræðu í Reykjanesbæ.

Fátt er nauðsynlegra þessa dagana  en opinn og frjáls umræða um það sem efst er á baugi hverju sinni. Í tilfelli Reykjanesbæjar og okkar íbúanna hér  er óhætt að segja að hið magnaða Magmamál og afleiðingar einkavæðingar Hitaveitu Suðurnesja standi okkur sem hér búa mjög nærri. Það eru einnig fjölmörg önnur mál sem snúa beint að bæjarbragnum og þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið og eftir á að taka.

Ljóst er að mikill skoðanaágreiningur hefur verið á milli Sjálfstæðismanna sem hér fara með völdin, og annarra flokka í Hitaveitumálinu svonefnda . Og tekist hefur verið á um málið á vettvangi dagblaðanna þar sem hverjum og einum hefur reynst unnt að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Enda dagblöðin flest hver opinn vettvangur til skoðanaskipta.

Heimasíða Reykjanesbæjar í upphafi var ætluð til upplýsingagjafar fyrir íbúa bæjarins hefur nú á síðustu árum æ meira tekið á sig mynd einkabloggs bæjarstjórans. Þar sem honum einum af forystumönnum flokkanna er gert kleift að viðra sínar skoðanir á því sem fram fer hverju sinni.

Undirritaður sem auðvitað er ofurviðkvæmur fyrir mismunun af hverju tagi sá ástæðu til að hafa samband við kynningarstjóra bæjarins nú nýverið þegar hann hann rakst á enn eitt blogg bæjarstjórans til að forvitnast um hvort mögulegt væri að fá að birta svar við grein bæjastjórans sem nefndist „Mikilvægi einkaframtaks í orkumálum. Og undraðist í kjölfarið þau svör sem hann fékk.

Ég spurði kynningarstjórann hvort við gætum fengið birta grein til að svara bæjarstjórnaum. „Hvaða við „ var spurning kynningarstjórans um leið og hún hélt áfram að útskýra fyrir mér að vefurinn væri eingöngu til þess ætlaður að koma fram upplýsingum frá starfsmönnum bæjarins, en  ekki pólitískt kjörnum fulltrúum. Nema að oddviti Sjálfstæðisflokksins mætti skrifa greinar þar sem hann væri jafnframt starfsmaður bæjarins. Hvað um alla hina sem kjörnir hafa verið til starfa, og þiggja laun fyrir starf sitt? Hefði ég átt að spyrja en varð svo hvumsa að mér datt það ekki í hug.

Kynningarstjórinn nefndi í samtalinu að vefstefna bæjarins sem hún ætlaði að senda mér gerði ráð fyrir að eingöngu væri fjallað um málefni bæjarins á jákvæðan hátt. En virtist þó ekki hafa lesið þá grein sem bæjarstjórinn hafði birt. Þar er gert ráð fyrir að hver sá sem ekki væri sammála útleggingum bæjarstjórans væri um leið ósannindamenn. Ekki er það nú jákvætt fyrir þá íbúa sem ósammála bæjarstjóranum eru.

Auðvitað á þetta ekki að vera svona, og úr því að oddvita þeirra Sjálfstæðismanna er gert kleift að viðra sínar pólitísku skoðanir á vef bæjarins, væri þá ekki sanngjarnt að oddvitum hinna flokkanna yrði það gert einnig. Nú eða sleppa öllum pólitískum pistlum þar inni og nýta vefinn eins og til var stofnað í upphafi? Til almennra upplýsinga.

 Eftirmáli og málið dautt:

Veit ekki hvort það var bloggfærslunni að þakka, eða einhverju öðru en fékk sent svar kyninningarfulltrúans nú í morgun þar sem opnað er fyrir að aðrir kjörnir fulltrúar geti einnig fengið að tjá sig á vef bæjarins. Læt svarið fylgja hér með þrátt fyrir að neðanmáls sé ákvæði um að um trúnaðarupplýsingar gæti verið að ræða. Tel svarið meira svona almenns eðlis og fagna þeirri lýðræðislegu afstöðu sem þar er tekinn. Nú er bara að fylgja því eftir.

Sæll,

Á vef Reykjanesbæjar eru birtar greinar eftir starfsmenn bæjarins. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og telst því starfsmaður þótt hann sé jafnframt kjörinn fulltrúi.

Ekki hafa verið birtar greinar frá stjórnmálafélögum eða kjörnum fulltrúum enda litið svo á að vefurinn sé samskiptamiðill milli íbúa og embættismanna.

En vefurinn er lifandi miðill og í stöðugri þróun og er í raun sjálfsagt að skoða sérstakt greinasvæði fyrir kjörna fulltrúa og varamenn sé óskað eftir því og góð samstaða um það næst milli kjörinna fulltrúa.

Meðfylgjandi er
vefstefna Reykjanesbæjar sem fyrst var unnin 2003 og svo endurskoðuð 2007 fyrir síðustu breytingar sem gerðar voru á vef Reykjanesbæjar.

Með kveðju,

Dagný Gísladóttir
Kynningarstjóri/communication manager
Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar/Town Hall
Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ
Sími +354 421 6700  Fax +354 421 4667
Gsm/Mob: 862 2208
dagny.gisladottir@reykjanesbaer.is, reykjanesbaer.is
_____________________________________________
Þessi tölvupóstur og viðhengi hans gætu innihaldið trúnaðarupplýsingar eingöngu ætlaðar þeim sem hann er stílaður á.
Efni tölvupóstsins og viðhengi er á ábyrgð sendanda ef það tengist ekki starfsemi Reykjanesbæjar.
---
This e-mail and its attachments may contain confidential and privileged information only intended for the person or entity to which it is addressed.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Er þetta "Animal farm" nútímans þar sem sumir eru jafnari en aðrir?

Úrsúla Jünemann, 17.8.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband