Skjótum fyrst og spyrjum svo.

Eitt helsta einkenni einkvæðingarinnar á Hitaveitu Suðurnesja er hraðinn, og ósvífnin. Þeir sem girnst hafa hlutinn hafa á öllum stigum málisins gætt þess vandlega að taka skref sem hinir opinberu aðilar hafa þurft að verjast, vildu menn yfirleitt halda hlutnum í opinberri eigu. Þeir hafa sagt sem svo að best sé að láta reyna á hve langt lögin ná, í stað þess að fara eftir þeim eins og þau hljóða.

Nýverið setti ríkistjórnin á legg nefnd sem fara skyldi yfir stöðuna í Magmamálinu. Athuga hvort þeir gjörningar sem þeir Geysis Green menn og síðar Magma menn höfðu gert stæðustu yfirleitt lög. Og nefndinni var gefin mjög skammur tími til að komast að niðurstöðu. Þeir sem kjörnir hafa verið til að stjórna landinu hafa nú framlengt þann frest, en félagarnir hjá Magma hafa ekki tíma til að bíða eftir þeim úrskurði. Þeim liggur mikið á. Telja sig ekki þurfa að bíða eftir úrskurði stjórnvalda , heldur fara sínu fram. Eins og áður.

Magma telur sig nú hafa gengið frá sínum málum. Og falli úrskurður nefndarinnar þeim ekki í vil telja þeir sig geta höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu  sökum eignaréttar sem þeir telja sig hafa áunnið sér. Án þess þó að ljóst sé að sá eignaréttur sé tilkomin löglega samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Mörgum myndi nú þykja slíkur málarekstur langsóttur. Þeirra tækni samræmist vel lögum villta vestursins „skjótum fyrst og spyrjum svo“

Nefnd sjórnvalda var sett á fót til þess að fá lagalegan grunn þessa máls á hreint. Komast að niðurstöðu annað hvort af eða á. Magma telja sig ekki þurfa bíða eftir niðurstöðu stjórnvalda. Þeir telja sig hafna yfir lög, rétt og lýðræði. Stjórnvöld eru nú komin að þeim tímapunkti að senda út skilboð. Er það Magma sem stjórnar, eða er það ríkistjórnin. Það kemur í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband