Umsögn Hollvina Hitaveitu Suðurnesja um breytingar á lögum á orkusviði.

Að undanförnu höfum við íbúar á Suðurnesjum lesið um umsagnir er sendar hafa verið inn til iðnaðarnefndar er varða breytingar á nokkrum lögum á auðlindasviði. Þær umsagnir hafa sennilega verið sendar inn að ósk nefndarinnar þar að lútandi.  Á síðastliðnu hausti efndi ég til undirskriftarsöfnunar um málefni Hitaveitu Suðurnesja þar sem þátt tóku rúmlega

helmingur kjósenda til bæjarstjórna í síðustu kosningum. Það er ljóst að sú staða sem Hitavita Suðurnesja er í dag, er ekki sú staða sem fyrrverandi eigendur hennar þ.e íbúar svæðisins hefðu viljað sjá hana í. Ég hef því dag sent inn til iðnaðarnefndar óumbeðið fyrir hönd okkar sem köllum okkur Hollvini Hitaveitu Suðurnesja meðfylgjandi umsögn sem skýrir sjónarmið okkar til lagafrumvarpsins gagnvart nefndinni. Athugið að hér er eingöngu um álit þeirra að ræða sem kalla sig Hollvini Hitaveitu Suðurnesja, en ekki endilega skoðun þeirra er skrifuðu sig á undirskriftarlistana í nóvember, til allra þeirra hefur ekki náðst.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.