Vann bærinn í Lotto?

Lotto

 

Ekki veit ég hvort Árni Sigfússon bæjarstjóri  í Reykjanesbæ sé orðinn það flæktur í þeim vef er hann hefur spunnið í málefnum Hitaveitu Suðurnesja, að hann  viti ekki lengur hvað snýr upp og hvað snýr niður í þeim málefnum.  En erfitt  er þó að skilja hvert hann er að fara, lesi maður nýjusta útspil hans í þessum efnum, sem nú er viðtal í Fréttablaðinu 24.sept

http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/080924.pdf

 Einhvern veginn fær maður á tilfinninguna við lestur viðtalsins við Árna að þar sé hann ekki bara svolítið, heldur mjög freklega að taka fram fyrir hendur kjörinna bæjarfulltrúa, og telji það jafnvel vera óþarfa að ræða , hvorki í bæjaráði eða bæjarstjórn um að kaupa skuli hluti , sem enginn vill taka við tilboðum í , og hvað þá að stofna fyrirtæki ásamt Geysi Green Energy um þau kaup. Einhver hefði nú sagt“ first things first“.

Vilji Árni Sigfússon stofna hlutafélag ásamt Geysi Green Energy, hlýtur maður sem hann, vanur góðri og  gegnsærri stjórnsýslu, að leita fyrst til bæjarráðs og síðan til bæjarstjórnar eftir heimild  til slíks gjörnings.  Það hefur hann ekki gert skv.  bókum bæjarins dags 25. sept 2008. Hann veður  fram  með slíkt á torg og gerir bara ráð fyrir að þetta sé eitthvað formsatriði sem sinna skuli síðar. Þá heimild hefur hann ekki. Og hvað þá að gera tilboð að þessum ráðum forspurðum. er það ekki stjórnsýslubrot?

Á borgarafundi sem haldinn var að undirlagi Sjálfstæðisfélaganna hér bæ fyrir aðeins tæplega einu ári síðan fór Árni Sigfússon mikinn  í að sannfæra fundarmenn um að bærinn hefði alls ekki efni á að kaupa aukinn hlut í HS til að tryggja stöðu sína þar, og í því væri enginn hagur. Til þess að leggja svo enn frekar áherslu sína á málið valdi hann að selja af hlut bæjarins í HS. Nú virðist það hinsvegar vera góður kostur að kaupa þennan hlut og rúmlega það til baka ,  í samstarfi við þá aðila sem nánast enginn nema meirihluti sjálstæðismanna að undaskildum stórum hluta kjósenda þeirra vildi fá þar inn. Hvað hefur breyst sem ekki var ljóst þá? Vann bærinn í Lotto?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sumir menn í Sjálfstæðisflokknum þyrftu að fara á námskeið og læra um lýðræði. Árni S. er meðal þeirra.

Úrsúla Jünemann, 26.9.2008 kl. 11:24

2 identicon

já því samfylking, framsókn og vg eru svo miklir snillingar í lýðræðinu, algjörir snillingar. Siglufjörður og Svanhvít, flugvöllur og fjör.

Birgir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband