Hvað varð um hitaveitupeninga Reykjanesbæjar?

Undanfarið hafa birst viðtöl og yfirlýsingar við flesta bæjarstjóra hér á Suðurnesjum, um hver staða þessara bæjarfélaga sé til að takast á við þær þrengingar sem framundan eru í atvinnumálum svæðisins, og að því er virðist eru þau öll í þokkalegum málum hvað það varðar. Auðvitað spila þar inn tekjur þær er þau höfðu vegna hlutar síns í HS á síðasta ári.Það fé virðist vera vel geymt og öruggt í vörslu Sparisjóðsins í Keflavík og Garði.

Eitt er það sem þó hefur vakið eftirtekt mína í þessu máli er, að þegar kemur að ræða fjárhagsstöðu stærsta bæjarfélagsins á svæðinu Reykjanesbæjar ekki virðist ekki vera nema jákvætt eitt framundan og stöðugt vísað til þeirra verkefna sem fljótlega eiga að fara í gang.

Maður verður þó hugsi þegar nýlegt dæmi  þegar í ljós kemur eins og til að mynda við björgunaraðgerðir sveitarfélaganna gagnvart Sparisjóðnum nú nýverið, kemur í ljós að minni sveitarfélögin á svæðinu, leggja fram Hitaveitupeningana svonefndu, að því er virðist án vandkvæða, á meðan Reykjanesbær leggur í púkkið skuldabréf fyrir sínum hlut.Hvar eru þeir rúmlega 2. milljarðar sem eftir voru af hitaveitupeningum Reykjanesbæjar um síðustu áramót, skv.framlögðu uppgjöri síðasta árs.

Í byrjun þessa árs voru uppi miklar umræður um hagkvæmni þess að halda áfram veru bæjarins í Fasteignafélaginu Fasteign, og töldu margir,  þar á meðal ég að áframhaldandi vera í því myndi mögulega geta virkað sem baggi á bæjarfélaginu til framtíðar og bentum á máli okkar til stuðnings að sú stefna sem núverandi meirihluti hefur fylgt væri svipuð og að safna raðgreiðslum á kreditkort án þess að tryggt væri nægjanlegt fjármagn til greiðslu þeirra skulda.

Nú er ljóst að samningar þeir sem gerðir hafa verið um leigu þeirra eigna sem bærinn átti að langmestu leyti áður,  eru að hálfu með verðtryggingu og hinn helmingurinn gengistryggður. Á síðustu mánuðum hefur því staða bæjarins versnað til muna hvað þetta varðar, og ljóst að stöðugt stækkar það hlutfall af tekjum bæjarins sem fara til greiðslu húsaleigu.

Ekki nóg með að sá hluti hækki vegna ytri skilyrða sem ekki er ráðið við heldur þurfum einnig að borga leigu á Stapanum á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Samt heldur sá meirihluti sem nú fer með völd því statt og stöðugt fram að þetta sé hagkvæmasta leiðin fyrir bæjarfélög. Hvað með  bæjarfélög eins og Kópavog, Reykjavík og Hafnarfjörð, af hverju fara þau ekki þessa leið sé þetta svona heilbrigt og gott.

Nú er ljóst að fjárfestingarstefna sú er núverandi meirihluti hefur fylgt undanfarin ár, er mjög í takt við þá lánalínustefnu sem  útrásarguttarnir í Glitni  með sína fyrrverandi eigendur (Hannes Smárason og FL group) hafa fylgt. Nú eru lánalínur teknar að lokast eins og áður hafði verið varað við, og hagur bæjarins tekin að þyngjast Stjórnsýsluhúsi verið slegið á frest , Fimleikahöllin verið blásin af , og fátt eitt fyrir bæjarstjórnarmeirihlutann  en að reyna að standa við þær skuldbindingar sem þegar hafa verið gerðar við Fasteign. Sem virðast þó hafa hækkað úr 700 milljónum í rétt rúmlega 1000 milljónir á síðustu mánuðum.. En eins og hjá  útrásarguttunum er þetta ekki þeim að kenna heldur ytri aðstæður og heimskreppa sem hefur orsakað , jafnvel þó margir hefðu áður varað við stefnunni.

Þau varnaðarorð virðast því miður hafa verið á rökum reist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Von ad spurt sé.

Ætlar Árni ekki ad láta álverid redda hlutunum? 

Jóhann (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

Já það virðast vera lagðar miklar byrðar og væntingar til þeirra Norðurálsmanna, þeir eiga bæði að bjarga þjóðarbúskapnum og skuldastöðu Reykjanesbæjar.

Hannes Friðriksson , 17.10.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband