Stöndum með sjálfum okkur.

Björk Guðmundsdóttir hefur sig yfir hið pólitíska dægurþras um helgina, og kallaði saman  ýmsa fulltrúa úr þjóðfélaginu til að finna hugsanlegar  leiðir út úr vandamálunum. Hún hefur ekkert á móti álverum , en finnst bara vera komið nóg af þeim og vel það. . Klára það sem við erum byrjuð á, og leyfa okkur að leita annarra lausna, sem ef til vill gætu komið þjóðarbúinu upp úr þeim snjóskafli, sem við virðumst vera föst í.

Mér finnst þetta vera gott og þarft framtak hjá Björk og félögum hennar. Leita nýrra leiða og láta reyna á hvort þær gætu ekki  verið  færar sé rétt á þeim haldið. Reyna að hlúa að sprotafyrirtækjum sem byggja framleiðslu sína á íslensku hugviti og mannauð.

Björk  með alla sína reynslu gerir sér nefnilega ljóst, það sem mörgum stórhuga mönnum  hefur yfirsést  að þarf ekki alltaf að vera stórt eða mikið í byrjun til að bera arð, það er mikilvægara að hafa stefnu og góða hugmynd að byggja á.  Útrásin þarf að vera eitthvað annað en hugmyndafræðilegt kjaftæði, það þurfa verðmæti að liggja að baki. Þau verðmæti liggja í fyrstu í hugvitinu og síðar í framkvæmdinni.

Það er ekki leiðin við núverandi aðstæður að steypa þjóðarbúinu út í meiri skuldir  og virkja hverja sprænu og gegnbora landið eins og svissneskan ost  til að koma okkur út úr vandamálum okkar núna og skilja eftir sviðna jörð fyrir afkomendur okkar , sökum ákafa okkar til að geta hafið veisluna að nýju.  

Við eigum að hlusta á fólk eins og Björk Guðmundsdóttur og aðra þá sem hafa hugmyndir um hvernig hægt væri að nýta orku okkar á skynsamlegan hátt. Ekki gefa neinn afslátt á orkunni né þeim umhverfisáhrifum sem nýting hennar  kann að hafa .

Nú eigum við að hugsa sem heild og dreifa þeim gæðum sem landið hefur gefið okkur sem víðast. Reyna að virkja þann kraft sem sem í hverri byggð býr og ýta undir hverja þá frjóu hugsun sem þar kann að leynast. Við eigum að standa með sjálfum okkur, og nýta landið af skynsemi.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Bjarnason

Ég er alveg sammála. Það var búið að leggja í mikla vinnu við að skoða atvinnutækifæri í skýrslu svokallaðrar Vestfjarðanefndar, og í skýrslu vegna Norðurlands, það ætti að vera eitt og annað nýtilegt í þessum skýrslum sem hægt væri að nota í öðrum landshlutum.

Það er mín skoðun að til að efla atvinnustarfsemi í landinu eigi að huga að landsbyggðinni,  Reykjavíkursvæðið mun þjóna henni og því eflast með.

Björn Bjarnason, 20.10.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið er ég ósammála þér Hannes minn. Það sem við þurfum er einmitt svona gjaldeyrissprauta og framkvæmdir erlendis frá. Hvar værum við í dag stödd án Reyðaráls og stækkunarinnar hjá Norðuráli?

Þorskaflinn var skorinn niður um 100.000 tonn á síðastliðnu ári og ekki er von til að hann verði aukinn á því næsta.

Ég vona að Björk hafi á réttu að standa, en ég er ekki til í sjá til og bíða 2-3 ár á meðan 10-15% landsmanna eru atvinnulausir.

Hannes, það er allt í lagi að þú fannst þér nýjan stað vinstra megin í tilverunni! Það er allt í lagi að láta sig dreyma - sérstaklega ef maður er listamaður -  bara ekki verða vinstri draumóramaður!

Ég veit að Björk og þú viljið vel! Nú þarf á einhverju meira að halda en góðum vilja!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Hannes Friðriksson

Blessaður Guðbjörn

Það er rétt hjá þér að við þurfum innspýtingu erlendis frá, og við skulum vona að við fáum hana því annars erum við í vondum málum eins þeir félagar í spaugstofunni myndu segja. Nú er ég til að mynda hreint ekki viss um að sú fjármögnun sem reiknað hafði verið með í sambandi við álverið í Helguvík standi ennþá. Veit ekki betur en sá banki sem að mestu sá um hana sé komin á hausinn, og spurning hvernig tekst að endurfjármagna það nú. Sérstaklega í ljósi lækkaðs markaðsverð á áli,  þar sem útlitið er ekki gott sé til frekar langs tíma litið. Kannski er ég svartsýnn þegar ég horfi á þessa hlið, en kannski er gott að líta raunhæft á málið og spyrja sig þeirrar spurnignar  hvað gerum við þá?

þá er gott að líta til þess sem við höfum það er hugvitið og mannauðurinn sem hvort eð er þarf að virkja til að tryggja störf allstaðar á lendinu ekki bara þar sem mögulegt er að byggja álver. Nú er komið að því sem við hefðum að vísu fyrir löngu átt vera búin að gera að styrkja byggðirnar þannig að þær gætu verið það afl sem nú þar á að halda.

Ég veit vel að það þarf meira en vilja til að leysa þetta, þar þarf að fylgja með heilmikil bjartsýni og æðruleysi til að greina á milli hvað er skynsamlegt til framtíðar og hvað ekki. Og ekki skaðar að dreyma örlítið inn á milli bæði til hægri og vinstri.

Hannes Friðriksson , 20.10.2008 kl. 20:06

4 identicon

Björk kallar saman ýmsa fulltrúa úr þjóðfélaginu.Er þetta djók.Hún sem hefur þroska á við 10 ára barn.

Anna (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að Björk sé skynsöm kona og óþarfi að tala um hana á niðrandi hátt. Hins vegar finnst mér skrítið þegar góð tónlistarkona eins og hún fer að tala eins og hún hafi réttu svörin við öllu. Ég veit að hún hefur byggt um öflugt útgáfufyrirtæki og hefur reynslu í útgáfu á poppi og tónleikahaldi. Málið er að við setjum ekki 10-15.000 manns, sem missa vinnuna á þessu og næsta ári í þetta svo kallaða "eitthvað anna", sem Andra Snæ og Björk er svo tíðrætt um.

Við erum hér að tala að mestu að tala um iðnaðarmenn og aðra sem tengjast byggingabransanum auk bankamanna og fólki sem vinnur í verslunum og við allskyns viðskipti.

Það sem gildir núna er að skaffa gjaldeyri með innspýtingu og auka útflutninginn hratt og þetta gerist einmitt með stóriðjunni.

Það er hins vegar rétt hjá Björk að til lengri tíma litið eigum við að líta til hátækninnar og allskyns skapandi starfa - ekki spurning!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.10.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Björn Bjarnason

Svo það sé á hreinu sagði Björk að hún hefði ekkert á móti stóriðju, hún vill bara ekki að byggð verði fleiri álver.   Þetta er mjög skynsöm afstaða, eins og staðan er í dag eru 40% af útflutningi afurðir álvera, önnur 40% eru útflutningur af fiskafurðurm, restin er tekjur af öðrum greinum.  Þegar byrjað var að byggja álverin vorum við háð útflutningi á fiski. Nú erum við háð fiski og áli. Það er alls ekki viðunandi að byggja afkomuna á aðeins tveimur greinum.  Það verður að auka fjölbreytnina.

Ef álframleiðslan verður tvöfölduð, verðum við jafn háð áli og við vorum háð fiski fyrir 30 árum.  Er það þannig sem við hafa afkomuna?

Björn Bjarnason, 20.10.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hver er hún öll þessi reynsla Bjarkar sem nýtist okkur, jafnvel í stóru sem smáu?

Gústaf Níelsson, 21.10.2008 kl. 00:55

8 identicon

Það er svo sem ágætt að vera gáfaður/gáfuð og hafa lausnir á öllu, en sitja svo bara við eldhúsborðið (bloggið) og tala. Það er mikilvægt að hlusta á fólk einsog Björk. Einhverjum finnst hún barnaleg, en það er hennar styrkur. Segið mér hvaða annar íslendingur hefur náð árangri sem hún? Og það án þess að gjöreyðileggja fjármál og mannorð heillar þjóðar. Björk er sennilegast ein af fáum sem veit að velgengi er 99% vinna (púl), en ekki kaupréttarsamningur. Ef íslendingar eru ekki tilbúnir að hlusta og framkvæma eftir nýjum aðferðum, nýju hugsanamunstri. Þá er hætta á að yfir landið flæði á ný flokkar af kaupréttarbankasjórum og björgúlfum. Hlustið á Björk, hún er hugmyndaríkari og hefur náð árangri sem enginn hefur enn leikið eftir.

Íslenski jólasveinninn sem flutti erlendis fyrir löngu (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 06:56

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Guðbjörn, allar hugmyndir um að álver leysi einhvern vanda á íslandi til skamms tíma eru afar vanhugsaðar. Verði hleypt af stað framkvæmdum við Bakka og í Helguvík erum við samt ekki að tala um að það hafi veruleg áhrif í þjóðfélaginu fyrr en um 2012-2015 og við vitum báðir að margir verða fluttir héðan þá finnist ekki lausnir fyrr á ástandinu.

Mér hafa þótt fréttir af tekjum af álinu undarlega háar í hlutfalli af útflutningstekjum okkar undanfarið og ákvað því að greina það aðeins út frá tölum Hagstofunnar hver staðan væri í raun.

Sjá úttekt á http://baldvinj.blog.is

Merkilegt að sjá að álið er vel undir ferðaþjónustu og ekki einu sinni hálfdrættingur á við Sjávarútveginn.

Baldvin Jónsson, 21.10.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband