Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 16. maí 2008
Bíltúrinn
Vorið er komið með öll sín verkefni, það þarf að mála pallinn, bera á garðhúsgögnin , snyrta beðin , og gott ef ekki að maður þurfi að fara að huga að því að slá garðinn í næstu viku. Mitt í öllu annríkinu dettur svo frúnni í hug að nú sé tími til að fá sér smábíltúr um bæinn og njóta veðurblíðunnar. Reyni að malda í móinn og bendi henni á að þessi verk vinni sig ekki sjálf , en hún segir á móti að þau fari nú ekki neitt þótt ég bregði mér í smá bíltúr.
Við erum búinn að búa hér í bænum í fjögur ár núna í haust , frúin að vísu allt sitt líf að undanskildum sex árum sem við bjuggum í Kópavogi. Vorum í bíltúrnum að velta því fyrir okkur hvað mikið hafði breyst hér á fjórum árum . Hér eru risnar glæsilegar blokkir við sjávarsíðuna, og alveg nýtt hverfi í Innri Njarðvík auk þess sem mikil uppbygging á sér stað núna þessa dagana í Grænáshverfinu. Hafnargatan að vísu farinn að láta ásjá, en það hlýtur að standa til bóta á þessu sumri, annars keyrir maður þar í skurðum í vetur.
Það er náttúrulega alveg frábært að keyra um bæinn og sjá annað slagið útsýnið opnast til norðurs og þá blasir fjallahringurinn við í vorsólinni.
Í okkar huga er það ljóst að það var gott skref að flytja hingað, hér er stöðugt eitthvað að gerast þrátt fyrir áhyggjur mínar hvað varðar fjárhag bæjarfélagsins , og þá stefnu er þar ræður för. Nefndi við frúna hvort ekki væri rétt að kaupa lás og keðju, til að festa rúmið í það minnsta við ofninn, svo bæjaryfirvöld einkavæði það nú ekki líka eins og stefna þeirra hefur verið í öðrum málum að undanförnu. Hún bendir mér á að njóta nú bíltúrsins og hætta þessu þusi um pólitík, og leggur til að við kaupum okkur ís til að kæla mig.
Eitt er það sem mér finnst hafa heppnast hvað best í uppbyggingu bæjarins og kannski það sem maður tekur hvað minnst eftir , sökum þess að sú uppbygging hefur farið að mestu fram innan dyra og það er uppbygging Duus húsa. Þar er að myndast það sem menn geta nefnt alvöru menningar-miðstöð og þeir sem barist hafa fyrir þessari uppbyggingu eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í því máli.
Sáum að nú er byrjað að byggja upp glæsilega gangbraut við sjávarsíðuna, þannig að brátt verður hægt að próminaða eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir gera, og njóta útsýnisins til norðurs og miðnætursólarinnar í sumar. Það verður flott. Betra að vera vel varinn hinsvegar í norðanáttinni í vetur, þegar vel gefur yfir garðinn.
Auðvitað er það nú svo, og það skýrist svo vel á svona bíltúr um bæinn að í raun er það sem skapar þægilegt samfélag og góðan bæ, það er fólkið sem þar býr og þeirra innstilling til lífsins. Menn geta tekist á um ýmis mál og hver haft sína skoðun á lausnunum , en í raun eru allir að vinna að sama verkefninu og það er að skapa sér líf sem gaman og gott er að lifa.
Föstudagur, 16. maí 2008
Er ekki bara best að leyfa þjóðinni að ráða ?
Skil ekki af hverju má ekki bara kjósa um það hvort sækja eigi um aðild. Hverjir aðrir en þjóðin öll ættu að ákveða hvort sótt sé um aðild ? Það þýðir ekki að stjórnmálaflokkar, sem eru á móti aðild geti haldið svona máli í gíslingu á þeim forsendum að umræða hafi ekki farið fram. Hún er búinn að vera á fullri ferð undanfarinn 3. ár en sumir hafa bara ekki viljað hlusta.
![]() |
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Ólíkt saman að jafna.
Sunnudagur, 11. maí 2008
Reykjanesbær best rekna bæjarfélag á Íslandi! (skv fréttatilkynningu).
Maður fær ekki allt sem maður vill og vill ekki allt sem maður fær¨ kom mér í hug í morgun þegar ég vaknaði og sá að veðurfræðingarnir höfðu ákveðið að ekki yrði spilað golf í dag eins og ég hafði ákveðið. Ákvað að renna mér aðeins á netinu og sjá hvað væri efst á baugi og byrjaði náttúrulega á veðursíðunum til að athuga hvort veðurfræðingarnir hefðu ákveðið að halda manni í gíslingu alla helgina. Smá von að maður losni á morgun.
Næst fór ég inn á heimasíðu Reykjanesbæjar og kættist í smástund yfir frábærum árangri síðasta árs er ég las fréttatilkynningu um ársuppgjör bæjarins fyrir árið 2007, þar sem kynntur er hagnaður upp á rúman tvo og hálfan milljarð. Það er ljóst að skv þessari fréttatilkynningu er mér óhætt að éta öll stóru orðin sem ég hef viðhaft hvað varðar fjármálstjórn bæjarins ofan í mig og að hér er allt í himnalagi. Bæjarfélag sem veltir rúmlega 5,7 milljörðum er að skila hagnaði upp á 2, 5 milljarða. Þetta er bæjarfélag sem hlýtur að vera hægt að einkavæða með góðum árangri. Það virðist því vera ljóst að stefna bæjaryfirvalda hvað varðar t.d það að leigja allt húsnæði bæjarins er að skila árangri ef litið er til fréttatilkynningarinnar.
Nú er það svo að menn byggja skoðanir sínar á þeim upplýsingum sem þeir hafa hverju sinni, og ég veit ekki alveg hvort þeir höfundar fréttatilkynningarinnar hafi gert sér grein fyrir að á þessari sömu heimasíðu eru einnig allir fyrri ársreikningar bæjarins. Fari maður yfir þá er hinsvegar engin ástæða fyrir mann að fyllast bjartsýni yfir góðum árangri bæjaryfirvalda undanfarin ár, heldur þvert á móti virðist hér stefna í algjört óefni , ef ekkert verður að gert.
Það er ljóst að bærinn hefur á undanförnum árum stækkað og dafnað, sumpart vegna áræðis bæjaryfirvalda og sumpart vegna ytri aðstæðna. Uppbygging nýrra hverfa hefur tekist vel og tilflutningur fólks verið mikill. Það er vel. Nú eru hinsvegar blikur á lofti hvað varðar afkomu almennings almennt og fyrirsjáanlegt að það góðæri sem ríkt hefur undanfarin ár er liðið. Ekki er hægt að reikna með að tekjur bæjarins aukist jafnmikið og undanfarin ár þrátt fyrir að uppbygging sé hafinn á Álveri í Helguvík. Þar kemur einnig til kostnaður sem bærinn þarf að greiða. T.d uppbygging hafnaraðstöðunnar.
Fari maður yfir fréttatilkynninguna er ljóst að hagnaður ársins byggist að langmestu leyti upp á sölu á litlum hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja , og restin af hagnaðinum tæpar 700.milljónir hlýtur að vera hagnaður af hlutabréfum í t.d HS og eignarhaldfélaginu Fasteign, ásamt einhverju öðru sem ekki kemur fram. Þrátt fyrir allan þennan hagnað og hátt veltufjárhlutfall er þó ljóst að þegar allar þær skuldbindingar sem greiddar áttu að vera um áramót, varð handbært fé frá rekstri neikvætt.
Nú er ég ekki klókur í að lesa út úr svona tölum en ég get ekki betur séð en að allt frá árinu 2002 og fram til dagsins í dag hafi rekstur bæjarins verið rekinn með tapi, og nemur það tap að því er virðist um það bil 2,8 milljörðum áður en tekið er tilit til fjármagnsliða og 2,6 milljörðum eftir að búið er að taka tillit til fjármagnsliða. Bærinn er skuldbundinn til greiðslu á húsaleigu til næstu 30 ára fyrir upphæð sem nemur að minnsta kosti 1. milljarði á ári líti maður til þeirrar 3ja ára áætlunar sem kynnt var á dögunum.
Það er mér ljóst sem einum af kjósendum Sjálfstæðisflokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum að þetta er alls ekki sú staða sem flokkurinn boðaði í fjármálum bæjarins og tími til kominn meirihlutinn komi nú út úr glerturni sínum og komi þessum málum í eðlilegan farveg , svo ekki fari illa. Það þýðir ekkert að bera það á borð að hér ríki önnur lögmál í fjármálum bæjarins heldur en annarsstaðar á landinu. Nú verða menn að klippa kortið, og fara að greiða það sem tekið hefur verið út, nema það sé meiningin að börnin og barnabörnin greiði reikninginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2008 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. maí 2008
Úreltur tónlistarsmekkur?
Það sannaðist svo sannarlega í gærkvöldi, að þar sem sól er í sinni skiptir ekki máli hvernig viðrar. Ég hélt grillveislu á pallinum heim í gær í grenjandi rigningu framan af. Grillaði sjö lamabalæri fyrir starfsmenn verkfræðistofunnar sem höfðu ákveðið í léttu samráði við mig og frúna að nú væri okkar tími kominn til að hýsa aðalfund starfsmannafélags verkfræðistofunnar. Og ekki í umræðunni að fresta fundi af veðurfarslegum orsökum. Næst þarf ég að halda fundinn eftir 22 ár eða um það leyti sem ég fer á eftirlaun.
Ég ásamt öðrum starfsmanni þurftum að tjalda yfir stóran hluta pallsins til að drukkna ekki í rigningu meðan grillað var, en allt svona vesen gerir hlutina bara skemmtilegri eftir á, ef vel tekst til. Veislan sjálf fór svo fram í bílskúrnum. Granninn sem að vísu er daglegur gestur á verkfræðistofunni, ákvað að verða svolítið fúll á móti og mætti á svæðið um kl 22 undir því yfirskyni að of mikill hávaði bærist úr skúrnum, en vildi raunverulega bara fá að vera með í partíinu sem var auðsótt mál.
Kosið var í hin ýmsu ráð og nefndir og þurfti ég virkilega að berjast fyrir kjöri mínu sem formaður ferðanefndar, þrátt fyrir að enginn annar væri í framboði til þeirrar nefndar. Menn vildu meina að að ég hefði eitthvað misskilið hlutverkið undanfarið ár. Embættið gengi út á að skipuleggja hin ýmsu sameiginleg ferðalög starfsmannna, en markmiðið væri ekki að formaðurinn ferðaðist sem víðast eins síns liðs. Ég hafði greinilega eitthvað misskilið þetta, og var alvarlega áminntur um að breyta um takt hvað þetta varðar.
Auðvitað eru alltaf einhver vandamál sem koma upp þar sem 40 manns koma saman til að skemmta sér og alvarlegasta vandamál gærkvöldsins kom upp skömmu eftir miðnætti, þegar einn starfsmaðurinn sem er töluvert yngri en ég ákvað að tónlistarsmekkur minn væri orðinn úreltur og neitaði að koma inn úr rigningunni fyrr en almennileg tónlist væri komin á. Sumir virðast ekki geta áttað sig á hvenær og hvenær ekki þeir eru í sterkri samningsaðstöðu, né heldur hvenær þeir eigi að gera kröfur. Ég lánaði honum 18 punkta regngalla. Hann hefur ekkert talað meira um tónlistarsmekk minn síðan.
Nei að öllu gamni slepptu þá var þetta náttúrulega enn einn tímamótafundurinn hjá starfsmannafélaginu og öllum til sóma sem þátt tóku. Takk fyrir mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Hvar er rétti endinn?
Ég fór eitthvað að velta fyrir mér umræðunni um það hvort íslendingar ættu að sækja um inngöngu í Evópusambandið í dag. Var ekki alvega að skilja grein sem Birgir Ármannsson hafði skrifað um þessi mál og birtist í mbl. þann 29.apríl.
Hann byrjar greinina á að tala um alla þá ágætismenn, og konur sem reifað hafa það sjónarmið að komin sé tími á að hefja umræður um hugsanlega aðild að ESB og vilja að látið sé á það reyna hvað er í boði. Og hann fellst á þau rök að ekki sé unnt að vita nákvæmlega hvaða kjör okkur bjóðast nema að slíkar umræður hafi farið fram.
Hann áréttar einnig og vill halda því til haga að bæði þing og þjóð fengju oftar en einu sinni tækifæri til að hafa áhrif á gang mála, enda ljóst að að slíkur samningur yrði borinn bæði undir Alþingi og kjósendur,þar sem ljóst ljóst að hugsanleg aðild kallar á stjórnarskrárbreytingar, sem samþykkja þarf af tveimur þingum, með kosningum á milli.
Nú hafa verið gerðar nokkrar skoðanakannanir um hver vilji kjósenda er sem flestar vísa í sömu átt, og það er að teknar verði upp aðildaviðræður. Og það er sú grundvallarspurning sem við þurfum að svara, áður en frekari skref eru tekinn. Auðvitað eigum við að byrja að hafa þjóðaratkvæði um hvort við viljum aðildarviðræður. þær viðræður eru án nokkurar skuldbindingar um að þjóðinn eða þingið samþykki þann samning er út úr þeim koma.
það þarf í raun ekki að fara út í meiri rökræður um hverjir kostirnir og gallarnir við hugsanlega aðild fyrr en þeirri spurningu hefur verið svarað. það er fyrst eftir að sú niðurstaða liggur fyrir sem einhver möguleiki er að átta sig hverjir gallarnir og kostirnir eru, þegar viðræður hafa farið fram, og eitthvað fast liggur á borðinu til að taka afstöðu til.
Mér finnst því skrýtinn sú niðurstaða Birgis að áhugamenn um aðild hafi byrjað umræðuna á röngum enda, og séu komnir langt fram úr sér, með því að leggja til aðildarumræður. Það er frekar að hann sé að reyna binda hnút á báða enda til að þæfa umræðuna og greinilega löngu búinn að gefa sér útkomuna úr slíkum viðræðum og farinn að rökræða um hana áður en hún liggur fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2008 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Hvort kemur á undan hænan eða eggið?
Jæja þá er maður kominn úr fríinu. Tíu dagar þar sem maður hugsaði ekkert hvað væri að gerast hér heima á Fróni, og hafði svo sem litlar áhyggjur af því. Lærði ýmisleg trikk í golfinu, eins og til dæmis hvernig maður ætti ekki að vera að slæsa of mikið út til hægri, það myndi bara enda með skógarferð auk þess sem maður fengi bara köngla í hausinn. Það væri betra að halda sig hóflega til hægri við miðjuna. Nefndi þessa hugaróra mína aðeins við konuna, sem fannst ég vera fullpólitískur í mínu golfspili. Hún ákvað að spila vinstra meginn þennan dag, það var ekki alveg að gera sig. Þetta var það eina sem ég gat tengt við pólitík í ferðinni, þó ég hafi svo sem ekki beint legið andvaka yfir því, en hugsaði samt að jafnt í golfi sem í pólitik væri gott að halda sig við gerð leikjaplön eða stefnuskrár og víkja ekki frá þeim nema að vel athuguðu máli.
Er heim kom beið manns náttúrulega allskonar póstur misjafnlega skemmtilegur Visa reikningurinn á sínum stað og svo eitt bréf sem ég hafði svo sem beðið svolítið eftir og varðaði kæru sem ég sendi til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem ég óskaði eftir að fá að sjá fundargerðir einkavæðingarnefndar um það er varðaði Hitaveitu Suðurnesja, og hafði verið neitað um að sjá af formanni nefndarinnar . Ekki að það skipti neinu máli lengur hvað í þeim stóð, heldur frekar hitt að ég fengi að sjá þær eins og ég taldi mig hafa rétt til á grundvelli upplýsingalaganna.
Í þessum fundargerðum var svo sem ekkert nýtt, en þó fékk maður staðfestingu á því að það var á sama fundi einkavæðingarnefndarinnar sem fjármálaráðherran ákvað að hefja söluferlið á hlut ríkisins, og kynnt var bréf frá Glitni banka sem óskuðu eftir að kaupa hlutinn. þá er það bara spurningin? Hvort kom á undan eggið eða hænan? Ekki borgar sig nú að velta sér mikið upp úr því. Eftirleikinn þekkja allir.
Það var hressandi að sjá hinar gömlu kempur Jón Baldvin og Ragnar Arnalds takast á í Silfri Egils. Þar voru menn sem ræddu pólitík og voru ekki að gaspra hver upp í annan í umræðunni. Þeir sýndu hvor öðrum fulla virðingu í alla staði. Margur yngri pólitíkusinn gæti mikið lært af þessum kempum hvað það varðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Hvað er líkt með Róm og Reykjanesbæ?
Allar leiðir liggja til Róm, nú eða Reykjanesbæjar kom mér í hug í gær þegar ég fékk í gær tækifæri til að sitja málþing um endurbyggingu Keflavíkurkirkju. Og hversvegna datt mér það nú það í hug undir miðjum fyrirlestri lærðra manna, þar sem farið var yfir þróun kirkjubygginga á Íslandi. Jú í ljós kom að kórinn í kirkjubyggingu okkar Keflvíkinga liggur í sömu stefnu og Péturskirkjunni í Róm. Hvort það sé eitthvað meira í Reykjanesbæ sem minnir á Róm, skal ég ósagt látið.
Að öllu gamni slepptu þá þá finnst mér sú aðferðarfræði sem safnaðarnefnd kirkjunnar hefur valið til að hefja umræðu um endurbyggingar sjálfrar kirkjunnar til fyrirmyndar. Það að kalla til málþings um framkvæmdina og leyfa safnaðarmeðlimum að tjá sig um fyrirhugaða framkvæmd og þannig hafa áhrif finnst mér til fyrirmyndar og í raun forsenda að vel takist til. Í framhaldinu skiptir því máli að safnaðarmeðlimir og bæjarbúar láti í sér heyra þannig að allir verði sáttir við niðurstöðuna.
Það er ljóst að kirkjubyggingin þarfnast gagngers viðhalds að innann, enda liðnir áratugir síðan síðast var þar tekið til hendinni. Það þarf að færa hana til þeirrar virðingar sem hún á skilið í samfélagi okkar. Einn liður í því er að lagfæra aðkomuna að henni. þannig að hún fái það forsæti sem hún á skilið. Ég reifaði þá hugmynd í vinnuhópi hvort ekki væri rétt að undirstrika tengsl kirkjunnar við hafið,og sjósókn fyrri tíma með því að byggja nýtt og fallegt torg framan við kirkjuna og láta að komuna að henni vera frá Hafnargötu, þar með væri hún kominn í alfaraleið og tenginginn við hafið væri augljós.
Það er ljóst að kirkjubyggingin sem er byggð sem krosskirkja er með fallegri kirkjubyggingum á Íslandi og því þarf að vanda vel til þeirrar endurnýjunar sem fyrirhuguð er, og við getum séð hvernig til hefur tekist með endurbyggingu Hafnarfjarðarkirkju. Þar var vel að verki staðið. Innrétting sú sem nú er í kirkjunni er barn síns tíma og í raun ekki vert að vera að halda í hana á nokkurn hátt. Í raun finnst mér að það eina sem er þarna inni sem vert er að halda í eru hinir steindu gluggar sem gefa rýminu hátíðlegan blæ. Að vísu kemur á móti að ljósmagn inni í kirkjunni er lítið fyrir vikið, en ætti að vera hægt að leysa það með vel útfærðri raflýsingu innan dyra. Sjálf altarimyndin á að fá þann sess sem hún á skilið og löngu orðið tímabært að hengja hana upp á vegginn. Auðvitað er það svo og það er í raun það sem verður hvað vandmeðfarnast við slíka uppbyggingu að margir af þeim munum og hluti innréttinga eru ef til vill minningargjafir allskonar til kirkjunnar því nauðsynlegt að gæta fyllstu varkárni og virðingar hvað þá hluti varðar, er kemur að sjálfri endurbyggingunni.
Vinni safnaðarnefndin áframhaldið á þennan hátt, þá getur maður verið nokkuð viss um að vel til tekst með endurbygginguna. þarna er vel að verki staðið. Til hamingju.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Opinber rekstur og áhættufjárfesting fer ekki saman.
Ég get ekki betur séð, þegar ég les viðtal við Gísla Martein Baldursson í Mbl í dag að hann sé algerlega sammála mér, og mörgum öðrum að áhætturekstur sé ekki hlutverk opinberra aðila og það sé óásættanlegt að þeir taki þátt í slíku. Þetta er sjálfstæðismennska sem mér líkar. Það er löngu tímabært að ganga í það að vinda ofan af málefnum REI, og það verður að gera þannig að borgarbúar í Reykjavík beri ekki skaða af. Þetta er, skilji ég málið rétt, sanngjörn tilraun til þess.
Menn geta ekki haldið áfram fram í rauðan dauðann að velta sér upp úr áðurgerðum hlutum og láta hagsmuni borgarbúa í Reykjavík gjalda þess eingöngu til að viðhalda pólitískum ágreiningsefnum. Það er ljóst að einhvern tímann verða menn að höggva á hnútinn og leysa málið. REI hefur greinilega tekið á sig áhættuskuldbindingu, sem eðlilegt er að losa hana út úr.
Það er ljóst að þeir samningar sem þarna voru komnir af stað, hafa haft aðdraganda og líka ljóst að hefðu þeir ekki verið gerðir og gengið frá þeim hefði REI borið skaða af því. Og þar með borgarbúar. Nú geta menn haft mismunandi skoðanir hvort hér hafi verið um þróunarverkefni eða eitthvað annað, en vandinn liggur í að áhætta var tekin og úr henni þarf að losna.
Það þarfa að losa Reykvíkinga við áframhaldandi óvissu, ósátt og pólitískar deilur um málefni REI og orkuveitunnar. Þarna kemur fram tillaga sem gæti gert það og slegið föstu í eitt skipti fyrir öll að áhættuviðskipti og opinber rekstur fer ekki saman. Því finnst mér rétt að selja slík verkefni út úr opinbera rekstrinum, því ekki er rétt að gefa þau.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Fara rétt með Ásgeir!
![]() |
GGE gæti haft áhuga á að auka hlut sinn í HS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |