Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Sjáum við þá ekki lækkun eftir helgina?
það skilar sér stax þegar benínverðið hækkar, nú hlýtur það að lækka
![]() |
Olíuverð á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Hvernig bætir þetta fjárhagsvandann?
Rúmlega árs gömlu embætti lögreglustjórans og sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli verður skipt upp í sumar. Þetta kynnti dómsmálaráðherra Björn Bjarnasson í fréttum sjónvarps í gærkveldi. Embættinu verður ekki bara skipt upp í tvennt heldur þrennt. Öryggisgæsla á Keflavíkurflugvelli fer undir samgöngumálaráðuneyti , löggæsla og landamæraeftirlit undir dómsmálaráðuneyti, og tollgæsla undir fjármálaráðuneyti.
Hann kynnti hinsvegar ekki hvernig hann ætlaði að leysa þann fjárhagsvanda sem nú þegar steðjar að embættinu. Og hann tekur ekki undir að það vanti 200 milljónir til þess að ríkið geti uppfyllt þær kröfur sem embættinu ber að sinna lögum samkvæmt. Hann útskýrir ekki heldur á hvern hátt betra er reka þessi embætti sitt í hvoru lagi.
Það ætti öllum að vera ljóst að löggæsla, öryggisgæsla og tollgæsla á Keflavíkurflugvelli eru mun betur sett þegar það er einn aðili sem stjórnar þessu öllu. Það hefur komið ljós í á þessu ári þar sem embættin hafa starfað undir sömu forystu. Það er erfitt fyrir venjulegan mann að sjá hvernig það má vera lausn fjárhagsvanda embættisins að skipta því upp með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir. Það er skylda dómsmálaráðherra sem kjörins embættismanns í þjónustu þjóðarinnar að leita þeirra leiða sem hagkvæmastar og bestar eru hverju sinni. Það tel ég hann ekki vera að gera með þessari ákvörðun.
Það hefði náttúrulega verið betra ef háttvirtur dómsmálaráðherra hefði séð sér fært að mæta á fund þann er Tollvarðafélag Íslands og Lögreglufélag Suðurnesja héldu um þessi mál nýverið. Að vísu mætti nýráðinn aðstoðarmaður hans, en honum hefur greinilega mistekist að koma skilaboðum fundarins á framfæri við ráðherrann.
Skilaboð þess voru nefnilega mjög skýr hverjum sem á vildi heyra. Og þau skilaboð sem ráðherran sendir nú, er köld vatnsgusa framan í þá menn og konur sem staðið hafa vaktina hér á Suðurnesjum í gámunum í Grænási og og raun framan í íbúa Suðurnesja allra. Öll sveitarfélög á svæðinu hafa staðið við það sem af þeim er krafist og útbúið lögregluvarðstofur í sínum bæjarfélögum í von um að við fengjum notið löggæslu. Þær er ekki hægt að manna. Á sama tíma hefur lögreglumönnum fækkað um 20. á svæðinu, vegna fjárskorts.
Auðvitað má segja eins og ráðherrann segir í bloggi sínu að breytingar þessar komi til með að einfalda rekstur lögreglustjóraembættisins ,en þetta kemur ekki til með að styrkja hana nema ráðherrann láti þá peninga fylgja með þannig að hægt sé að ráða í þau störf sem hafa tapast.Það er ekki nóg að slá um sig og tilkynna að hægt sé að ráða menn í í sumarafleysingar. Það hefði þurft hvort sem er.
Það er hverjum manni ljóst eftir að hafa fylgst með þessu máli að ekki er ljóst hvert er verið að stefna af hálfu stjórnvaldanna. Ekki hefur enn verið viðurkennd sú staðreynd að bæði lög og tollgæsla hafa verið fjársvelt, en svar ráðuneytanna er að auka kostnað við yfirstjórn þeirra og innleiða þrefalda yfirbyggingu í kerfi sem hefur verið að reynast vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Sandgerði á toppnum
Nú er það ljóst skv úttekt tímaritsins Vísbendingar að best er búa í Sandgerði af öllum bæjum á Suðurnesjum. Því trúi ég alveg. Það sem kemur manni þó skemmtilegast á óvart er hve Sandgerðingar virðast vera alveg lausir við einhverja græðgi. Í viðtali sem tekið er við bæjarstjórann þeirra Sigurð Val Ásbjarnarsson skín í gegn lítillætið þegar hann svarar þeirri spurningu blaðamanns hversvegna hann telji að fólk sem vinni á höfuðborgarsvæðinu setjist að í Sandgerð.
" Lóðargjöld hjá okkur fyrir einbýlishúsalóð er um ein milljón. Auðvitað má fólk borga okkur sautján milljónir eins og það myndi borga fyrir sambærilega lóð í Reykjavík - en þá látum við líka tvo Hummerjeppa standa á lóðinni þegar það tekur við henni "Svona eiga sýslumenn að vera. Til hamingju Sandgerðingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Hvað með launin?
![]() |
Bensín dýrara í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Sjávarútvegurinn græðir
Það rennur alltaf betur upp fyrir manni að það er eitthvað meira en lítið vitlaust við efnahagskerfi það búum við. Á sama tíma og meginþorri almennings hefur þungar áhyggjur af stöðu sinni vegna gengisfalls krónunar og undir þær áhyggjur taka samtök atvinnulífsins og fleiri góðir menn, þá kætist sjávarútvegsráðherra á bloggi sínu yfir nú sé krónan loksins rétt skráð og það sé kærkomið , en hefur hóflegar áhyggur af afkomu almennings.Það er ekki alveg ljóst hvort hann er meira ráðherra þjóðarinnar eða nýráðinn hagfræðingur LÍÚ. Nú græðir sjávarútvegurinn. Auðvitað er það gott, en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Það er svo skrýtið með þessa blessuðu stjórnmálamenn okkar hvernig þeir draga fram rök eftir því hvernig vindur blæs og upphefja eitthvað sem sagt hefur verið mörgum mánuðum fyrr í jafnvel allt öðru samhengi. Nú velur hann að vitna til Björgólfs Þórs þar sem hann bendir mönnum á að það séu rekstrafélögin sem skapi þann arð sem þjóðfélagið byggir á. Það held ég að allir menn sem komnir eru yfir miðjan aldur hafi vitað, og í raun merkilegt að Björgólfur hafi séð ástæðu til að minna menn á það. Hann veit sínu viti.
Hitt er annað sem Einar K velur þó að draga ekki fram úr þessu viðtali, og það eru orð Björgólfs um að kannski sé tími til kominn að skipta um gjaldmiðil, og nefndi til sögunnar svissneska franka ef ég man rétt. Hann veit nefnilega líka sínu viti þar, enda sá íslendingur sem besta þekkingu hefur á fjármálakerfi heimsins. Það sést á árangrinum.
Á síðustu dögum höfum við bessevissarnir á blogginu farið mikinn og komið með allskonar góð ráð til handa ríkisstjórninni um hvað hægt væri að gera til að minnka áhrifin af þessu ástandi. En eftir því sem fleiri úttala sig um málið þá verður maður því miður að vera sammála Geir H Haarde að í raun þá sé ekki ástæða fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða, vegna þess að það er í raun ekkert hægt að gera, annað en bíða og vona. Slíkt er ástandið. Það er ekki til gjaldeyrisforði til að grípa inní.
Auðvitað er það rétt hjá Björgvin G Sigurðssyni að kannski er ekki rétti tíminn til að taka þessa umræðu nú á meðan við berjumst við að halda bátnum á floti, ofan í þesssum djúpa öldudal. Þar sem krónan heldur bara áfram að falla þrátt fyrir uppsveiflur á erlendum mörkuðum. En það held ég að öllum sé ljóst, að tíminn sé kominn til að taka upp umræðu um aðild að Evópusambandinu strax, þó það komi til með að taka okkur langan tíma að komast í þá stöðu að verða teknir þar inn. Allt annað er heimska.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Við lútum greinilega ekki sömu lögmálum.
Það er fróðlegt að fylgjast með hvernig fjármálalífið tekur kipp úti í heimi,við það að Seðlabanki Bandaríkjanna ákveður að lækka stýrivextina í framhaldi af þeirri dýfu sem verið hefur á fjármálamörkuðum á sama tíma og Davíð Oddson telur að slíkt komi ekki til greina hér á Íslandi. Okkar efnahagsstjórn lýtur greinilega einhverjum allt öðrum lögmálum en restin af hinum vestræna heimi.
![]() |
Hlutabréf hækkuðu vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Stjórna misskildir sérhagsmunir ferðinni?
Þetta er skrýtnir dagar sem nú eru að líða.Flest höfum við á tilfinningunni að allt sé að fara til fjandans. Maður fer að velta fyrir sér hlutum, sem áður höfðu svo sem ekki verið á dagskrá, Eitt af því sem ég hef verið að velta fyrir mér þessa síðustu daga er sú umræða sem átt hefur sér stað um aðildarviðræður að Evrópusambandinu.
Umræðan virðist mótast af fyrirframgefnum forsendum andstæðinga hugsanlegrar aðildar,og minnir mann óneitanlega svolítið á söguna um manninn sem hugðist fá lánaðan tjakk, og hvernig hann á leiðinni heim að bænum var fyrirfram búinn að mynda sér skoðun á því hvert svar bóndans yrði.
Ég get ekki skilið hversvegna menn taka ekki þessa umræðu og ganga til viðræðna um hugsanlega aðild og sjái hvað út úr slíkum viðræðum kemur, og svo geta menn ýmist verið með eða á móti, eftir því sem kemur út úr þeim viðræðum. Þá fyrst verður ljóst um hvað málið snýst.
Það er ljóst að vandamálin sækja að úr mörgum áttum, og hverjum manni ljóst að krónan hefur liðið undir lok sem sá gjaldmiðill sem við byggjum afkomu okkar á til framtíðar.. Menn tala um svissneska franka og samnorrænan gjaldmiðil, og rembast eins og rjúpur við staur að leiða athyglina frá hinu augljósa, að taka upp aðildarviðræður og sjá hverju þær skila okkur. Okkur er nú þegar gert að innleiða um það bil 75% af þeim lögum sem evrópusambandið setur. Lög sem við höfum enginn áhrif á vegna þess að við erum svo heimóttarleg í hugsun að við gefum að sérhagsmunir þeir sem við töpum við hugsanlega aðild séu svo miklir, að borgi sig ekki einu sinni að ræða málið.
Á sama tíma og allur almenningur í Evrópu bíður komu vorsins og sumarsins með nokkuð örugga sýn á framtíðina,sveiflur minni hvað varðar afkomu þeirra sökum stærðar markaðskerfisins,og evran stendur í stað. þá sitjum við hér upp á Íslandi með krónuna í frjálsu falli og veltum fyrir okkur hvernig við getum greitt verðtryggðar skuldir okkar með ónýtum gjaldmiðli í 9% verðbólgu. Bæði erlendar og innlendar skuldir heimilinna hafa hækkað í þessari rússibanareið krónunar, en þrátt fyrir það virðist aðaláhyggjuefni stjórnmálamannanna vera hvort einhverjir flokkar klofni ef farið er í aðildarviðræður við Evrópu-sambandið. það finnst mér þverhausalegur hugsunargangur. ef ekki má einu sinni má ræða málið og finna út um hvað það snýst.
Nú er ég náttúrulega einn af þeim sem skil ekki afhverju það þarf að vera svo slæmt t.d fyrir sjávarútveginn að við göngum í Evrópusambandið, og enginn almennileg rök sem ég hef séð fyrir því ef litið er á það mál út frá hagsmunum almennings. Eins held ég að það þurfi ekki að þurfi ekki endilega að vera landbúnaðinum slæmt þótt við myndum taka upp slíkar viðræður. Þá kæmi að minnsta kosti í ljós bæði kostir og gallar við slíka aðild.
Nei við eigum ekki að láta einhverja misskilda sérhagsmuni stýra þessari umræðu, heldur eigum við að sýna skynsemi og leyfa okkur að taka upp aðildarviðræður eins fljótt og mögulegt er , og finna út hvort aðild að Evrópusambandinu sé það sem við viljum. Það gerum við með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er mín skoðun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Já og gerum helst ekkert
Auðvitað verðum við að halda ró okkar,en það þýðir þó ekki að ekkert skuli gera.
Það væri t.d hægt að lækka álögur á bensín.
það væri hægt að afnema eða minnka verndartolla á matvælum til að halda verðinu niðri.
Og eflaust væri margt,margt annað sem hægt væri að gera
![]() |
Þurfum að fara varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Einkavæðing eða einkarekstur.
Hitt er svo annað mál, þegar menn hafa ákveðið sanngjarna fjárveitingu, hvernig henni er varið. Það er alveg ljóst að hið miðstýrða kerfi sem við búum við í dag,er ákaflega svifaseint og í raun erfitt að ætlast til þess að stjórnendur ríkisfyrirtækjanna reki þau þannig að við skattborgaranir getum verið viss um að það fé sem í er lagt skili því sem að var stefnt. Ég er ekki svo þröngt hugsandi að ímynda mér að það kerfi sem við búum við í dag sé hið eina rétta og engar breytingar sem bæti það.
Á undanförnum árum hafa verið uppi miklar og góðar umræður um þátttöku einkaframtaksins í t.d heilbrigðisþjónustunni og er það gott. Sú umræða á og þarf að fara fram. Það er ljóst að til þess að árangur náist með slíkri þátttöku verða markmið rikisins sem kaupanda þjónustunnar að vera skýr. Það er ljóst að allur meginþorri almennings er sammála um að við viljum hafa hér á landi öfluga heilbrigðisþjónustu sem veitir öllum fyrsta flokks þjónustu. óháð efnahag, og búsetu. Hvort það eru einkaðilar eða ríkið sem veiti þjónustuna finnst mér engu máli skipta, svo lengi sem ljóst er að það er ríkið sem greiðir þjónustuna og hefur eftirlit meðframkvæmd hennar. Ef til kemur þá verður sá hluti þjónustunnar sem fer í einkarekstur boðinn út með öllum þeim skilyrðum sem slíku útboði fylgir. Það tel ég bara heilbrigt.Það yrði tryggt að allir fái notið þeirrar þjónustu á sama verði sem miðar við að hinir lægstlaunuðu fái sömu þjónustu og þeir sem betur mega sín. Þar verði ekki gerður mannamunur, hvort sem um aldraða er að ræða sem byggt hafa upp það kerfi sem við höfum í dag, eða nýríka fjárfesta. Það hlýtur að vera markimið þeirra sem með völdin fara að byggja undir það velferðarkerfi sem við búum við í dag þ.e að tryggja fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu fyrir alla,að tryggt sé að sú þjónusta sé til frambúðar á ábyrgð ríkisins og jafnframt að leita allra þeirra leiða sem skynsamlegar eru til þess að þegnar þessa lands greiði ekki meira en eðlilegt geti talist og að allir geti greitt. Þar á enginn að komast framfyrir í röðinni í krafti hvorki stöðu né rikidæmis. En leita þarf þó leiða til að stytta þá röð.
Hvort menn velji svo að stofna sína einkaspítala eða eitthvað það kerfi sem mismuni þegnunum eftir fjárhag verður öllum þeim er að því koma að vera ljóst að það sé algerlega á eigin ábyrgð og eigið fé verði þar lagt undir. Það verði aldrei þannig að ríkið komi til með að láta fé fylgja sjúkling í slíkt kerfi.þar sem ljóst sé að ábyrgð ríkisins snúi fyrst og fremst að þvi að styrkja það heilbrigðiskerfi sem fyrir er og snýr að hag heildarinnar og sú þjónusta sem þar sé veitt sé ávallt fyrsta flokks. Kerfið verði aldrei opnað eða aðlagað þannig að það geti orðið að féþúfu utanaðkomandi aðila.
Á þennan hátt þar sem bæði markmið og hlutverk ríkisins er skýrt tel ég að ekki sé hætta velferðakerfi það sem við búum við í dag þurfi ekki að skaðast þótt einhverjum hluta þjónustunnar verið útvistað til einkareksturs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. mars 2008
Hversvegna heyrist ekkert frá ráðherranum.
![]() |
Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)